Vikan


Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 41, 1942 .u iri m m i i ii nu 1III1 L 1 ■ r Hvaða kunnáttu er mest í varið? ..... ... 'Eftir Herbert Spencer. =^=== Matseðflllnn. Lambasteik. iy2 kg. lambakjöt (læri), pétursselja, salt, jurtaseyði, 2 matskeiðar feiti, 4 dl. kjötsoð, sósulitur. Himnan er tekin utan af kjötinu, sem er stungið með oddmjóum hníf og pétursseljunni stungið í skurðina. Kjötið er síðan látið inn í vel heit- an ofn og brúnað í skúffunni. Þegar steikin er orðin fallega brún, er feit- inni hellt af og kjötsoðinu og jurta- seyðinu hellt í skúffuna. Soðið í 1% kl.st. Við og við þarf að ausa soðinu yfir steikina. Hálfri stundu áður en steikin er soðin, er soðið síað; hveit- ið er hrært út í rjóma og síðan bætt út í soðið; sósulitur og salt eftir smekk. Soðnar kartöflur, agúrku- salat og pétursselja er borið fram nieð steikinni, Krækiberjahlaup. y2 1. krækiberjasaft, 2 dl. vatn, börkur af hálfri sítrónu, 50 gr. sykur, 10 blöð matarlím, 1 eggjahvita, 1 eggjaskum. Lagað eins og Ólafssúruhlaup. — Samskonar hlaup má laga af flest- um íslenzkum berjum og jurtum. — Kremsósa höfð með. Húsráð. steikarapönnu, er gott að sáldra ofurlitlu hveiti á hana. Síðan á að sprauta á pönnuna heitu vatni, við það losnar feitin frá. Ef þér þurfið að þvo einhverja sér- staklega fallega kniplinga eða blúnd- ur, sem vandfarið er með, þá skulið þér reyna þessa aðferð: Vefjið blúnd- unni utan um mjólkurflösku og fest- ið svo endann með tituprjóni. Dýfið síðan flöskunni ofan í sápuvatn, endurtakið þetta nokkrum sinnum og skolið að lokum úr hreinu vatni. ' •» ~f Þessi kjóll er úr rauðu „crepe", með svartri leggingu neðan á pils- inu og ermauppslögunum. AÖ fram- an á pilsinu eru nokkrar ópressaðar fellingar. Þetta snið er einnig snot- urt og hentugt á ullarefni. Áður en menn hugsuðu um að hafa föt sér til skýlis, hafa menn hugsað um prjál og skraut. Villiþjóðir, sem ganga alnaktar, eru margvíslega lit- aðar á hörund. Margt bendir til þess, að skrautgimi manna hafi endur fyr- ir löngu verið fyrsta stigið til þess, að þeir tóku að ganga í fötum. Vér erum heldur ekki þann, dag í dag komnir lengra en svo, að vér tíðum hugsum meira um fegurð efnisins en gæðin, og göngumst meira fyrir því, hvemig fötin em sniðin, en hinu, hve þægileg og hentug þau séu. Svona fara menn með líkamann; en gjöra menn sig ekki seka í hinu sama, hvað meðferðina á sálunni snertir? Þekking sú, sem hefir lof annara manna í för með sér, hefir alla jafnan verið metin meira en þekking sú, sem stuðlar að heillum einstaklingsins. Menn hafa hingað til að kalla alls ekki sinnt þvi, að athuga, hvaða til- tölulega gildi hver einstök fræði hefir gagnvart öðmm fræðigreinum. Menn lesa og læra um hitt og þetta. Foreldrar kveða á um það, að bömin sin skuli læra þessar fræðigreinir, en sleppa öðrum, en hjá þeim ræður í þvi efni mestu tízka og landsvenja, eða þá smekkur og geðþótti hvers eins, en hvergi kemur fram, að maður sjái nauðsyn til þess, að leggja niður fyrir sér skipulega og skynsamlega misjafnt gagn og gildi hinna marg- víslegu fræðigreina, og sjá, hver komi að mestum vemlegum notum. Það er ekki tilgangurinn að spyrja um það, hvort varið sé í hina eða þessa fræðigrein, eða ekki, heldur um hið tiltölulega gildi hverrar fræði- greinar. Ef til vill er engin sá fróð- leikur til, að það kunni ekki að geta komið fyrir mann einhvem tima, að einhvern tíma geti staðið svo á, að hann geti orðið manni að einhverju liði. En stutt er ævin og listin löng, svo það er sannarlega þörf á að íhuga vandlega, hvemig maður geti bezt varið námstima sínum, og láta ekki tizku og hleypidóma vera einráða um það. Þá er næst fyrir að finna einhvern mælikvarða fyrir hinu misjafna gildi, til þess að sjá hvaða fróðleik só varið í öðrum fremur og hvern sé mest varið í. Ef þessi mælíkvarði er tiltekinn í almennum orðum, þá geta flestir orðið á eitt sáttir, hver hann sé. Þegar einhver mælir fram með gildi og þýðingu einhverrar fræðigreinar eða einhvers fróðleiks, þá sýnir hann fram á, hvemig þetta nám kemur að einhverjum notum 1 lífinu, það afstýrir böli eða þá veitir manni gæðin yfir höfuð að tala, eyk- ur farsæld manns í lífinu. Hvernig eigum vér að lifa? Það er aðal spumingin fyrir oss. Hvemig eigum vér að fara með líkamann, hvemig eigum vér að fara með sál- ina, hvernig eigum vér að gegna störfum vorum, hvemig eigum vér að ala upp börn vor, hvemig eigum vér að hegða okkur sem borgarar í þjóð- félaginu, hvernig eigum vér að hag- nýta oss náttúruna sem bezt, hvern- ig eigum vér að beita hæfileikum vor- um sjálfum oss og öðmm til hins bezta, yfir höfuð að tala: hvemig eigum vér að lifa sem fullkomnustu lífi? Þetta allt þurfum vér að læra, og þetta á þá uppeldið að kenna oss. Uppeldið á að búa oss undir að geta lifað sem fullkomnustu lifi, og upp- eldið er gott eða illt að því skapi, sem því tekst betur eða ver að leysa þann starfa af hendi. Það er auðvitað ekki hlaupið að þessu, og ef til vill verður aldrei komizt lengra en að nálgast það, en eigi má gefast upp fyrir þá sök. Það má gjöra sér léttara fyrir með því að líta á verksvið lífsins. Lífið er sífelt starf og nú má flokka niður hinum helztu störfum þess: 1., störf, sem miða beinlínis að þvl að halda lífinu við; 2., störf, sem stefna að því óbein- línis með því að afla lifsnauðsynja; 3., störf, sem lúta að uppeldi bama; 4., störf, sem em fólgin í því að öðlast og halda stétt og stöðu í hinu borgaralega lífi og þjóðlífinu; Framh. á bls. 15. ! 5 I Minnstu ávallt ! i mildu sápunnar | * 5 —................ NOTIÐ eingöngu STÍFELSI Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUR ÓLAFSSONsCO. Austurstræti 14. — Sími 5904. Heildsölubirgðir: Laitozone baðmjólk mýkir vatnið og gefur yður mjúka og sterka húð. Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.