Vikan


Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 4
4 VTKAM, nr. 41, 1943 M ISH EPPN AÐ HJONABAND Sniásaga eftir HENRIETTE SAURTE að var eins og allt í einu væri kom- inn illur andi inn í borðstofuna. „Servietturnar" voru krumpaðar saman, hnífapörin lágu á víð og dreif um borð- dúkinn, og stólarnir stóðu fram á miðju gólfi. Hjónin stóðu andspænis hvort öðru og horfðust í augu heiftarlega, þau voru að hnakkrifast. — Á milli þeirra hafði risið ágreiningur, um smávægilegt efni, en nóg- ur til þess, að hleypa öllu í bál og brand. Hann titraði af reiði og talaði með stöð- ugum upphrópunum og sló hnefunum í borðið til frekari áherzlu, að lokum missti hann algjörlega stjórn yfir sjálfum sér, svo hann vissi naumast hvað hann sagði. Hún stendur lengivel fyrir framan hann róleg, en einbeitt á svip og lætur hann hella úr skálum reiði sinnar yfir sig; en um síðir þrýtur hana þolinmæði og svarar honum biturlega og um leið hæðnislega, rödd hennar er storkandi og köld — því næst hleypur hún á dyr og skellir á eftir sér hurðinni. Þögnin, sem ríkti nú allt í einu, inni í borðstofunni, eftir að konan var gengin út, verkar undarlega á Maxime, hann geng- ur að glugganum, opnar hann og lætur tært og svalandi loftið streyma inn til sín, það er eins og það styrki órólegar taugar hans, því nokkru síðar fer reiði hans ofurlítið að minnka. Hann gerir tilraun til þess, að brjóta til mergjar ágreinings-atriði þeirra hjónanna, en hann getur ekki hugsað rökrétt um það; þetta endurtók sig alltaf á milli þeirra, án þess þau gætu að því gert, og án þess þau vissu ástæðuna fyrir því, það var einhvers- konar stífni og kali í þeim báðum, sem þau réðu ekki við. Þau höfðu nú ennþá einu sinni orðið sundurorða um smáatriði, eins og svo mörgum sinnum fyrr, og þá gátu þau ekki komist af með minna en háarifrildi og særingar. 1 fimm ár höfðu þau Maxime og Eve- line verið gift. Þeim hefir alltáf þótt vænt hvoru um annað, og þykir það ennþá þrátt fyrir allt. Þau eru alls ekki hversdagsmanneskjur; Eveline er greind og velhugsandi kona, og Maxime er virðulegur og trúverðugur maður, en sambúð þeirra er þrátt fyrir það þraut, reglulegt stríð. Enda þótt líf þeirra virðist geta verið fögrum blómum stráð, þá visna þau upp og fölna fyrir kala þeirra. Lunderni þeirra er ólíkt og getur ekki samrýmst, þau geta hvorugt slakað til fyrir hinu, og þar af leiðandi sljóvgast til- finningar þeirra, og glóðin kulnar út. Það er eins og þau hafi ánægju af því að skaprauna hvort öðru, það er engu lík- ara en einhver.púki sitji í leyni og hvísli að þeim rógi og keppist við að benda þeim á galla og veikleika hvors annars. Maxime iðrast alltaf sárlega á eftir, þegar þau hafa verið ósátt, því hann veit, hversu erfitt hann á með að stjórna skapi sínu, og í reiði sinni segir hann margt, sem hann hefði heldur kosið að þegja yfir, en hann er þó furðu fljótur að gleyma sínum góðu áformum, og við fyrsta tækifæri eru þau byrjuð að kýta á ný, án þess hann viti af hvaða ástæðu. Eveline finnur líka tii þessa veikleika þeirra, og það angrar hana oft, þegar hún hugsar um það, hversu naggsöm hún er og þverlynd, en hún getur ekki unnið bug á þessum leiða vana; þessu óbreytanlega eðli. Þau eru bæði samsek, og eiga hvort sinn þátt í því, að gera lífið leiðinlegt og ergja hvort annað. 1 dag finnst Maxime hjónabandið vera sér fjötur um fót og hvíla svo þungt á sér, að honum finnst það næstum óbæri- legt. Hann lítur í kringum sig á heimili sínu til húsmunanna, sem daglega eru vitni að ósamkomulagi þeirra hjónanna; hann virðir fyrir sér húsgögnin, málverkin á veggjunum og aðra smáhluti í stofunni, allt finnst honum þetta nú vera viður- styggilegt. Hann horfir á yfirhöfn sína og skóna sína, og honum finnst hann hatast við þetta allt saman, án þess hann geti gert sér grein fyrir því, hvers vegna hann geri það. Með hatri hugsaði hann einnig til konu sinnar; þessarar fölu, ljóshærðu konu, sem hann ætíð hafði fyrir augum sér. | VITIÐ ÞÉR ÞAÐ? í | 1. Eftir hvem er þetta erindi? Krummi gamli er svartur, og krummi er fuglinn minn. Krunkið era söngvar hans | um sólina og himininn. | 2. Hvaða ár tók Garðyrkjuskóli rikisins | | til starfa ? I 3. Hvað er langt frá Reykjavík, kringur* | Hvalfjörð, til Hvammstanga? | 4. Hvenær fluttist Möðruvallaskóli til I 1 Akureyrar? , | = 5. Eftir hvem eru þessar ljóðlínur: | oft má horfa úr huga • § = harma sina í bláinn. | 6. Hverrar þjóðar var tónskáldið Antoin | Dvorak, og hvenær var hann uppi? | 7. Hvenær losnaði Búlgaría úr tengslum : við Tyrkland ? , = 8. Hvar á terunninn frumheímkynni sín, | og hvenær var byrjað að drekka te i jj Evrópu ? | | 9. Hvenær var Habsborgarættin við völd É É á Spáni? é | 10. Hvaða þjóð hefir staðið fremst í dans- | listinni ? Sjá svör á bls. 14. | '■iiiaiiii<iuiii«iiiuii(uaMii*nM4iiifiiiiii«iiiiiuiiiiiiMiimiiMiiiiiniiiiiimii(iiiiiiiiii Nú fann hann ekki til samvizkubits eins og venjulega eftir að slegið hafði í brýnu á milli þeirra, heldur var það hat- ur, sem ólgaði í honum. Maxime sá aé vísu, að þau áttu bæði hlut að máli; fóru bæði rangt að, og þau af eigin yfir- sjón eyðilögðu lífið hvort fyrir öðru. Hann hugsaði með sér, að þótt þau reyndu að byrja nýtt líf uppfrá þessu, þá mundi það aldrei heppnast, að breyta því úr því sem komið var; það gæti ekki orðið öðru- vísi en það var. Maxime tók hatt sinn og gekk hægt út úr stofunni. Þegar hann kom aftur heim var klukk- an orðin sjö. Af gömlum vana kom hann til kvöldverðar, án þess hann hefði nokkra löngun til þess, hvorki störf dagsins eða gönguferðin heim höfðu létt skap hans og við tilhugsunina um það, að þurfa nú aft- ur að hitta Eveline, fann hann gremjuna sjóða í sér. Inni í herbergi sínu ætlaði hann að bíða, þar til kallað yrði á hann til kvöldverðar. Hann beið í hálftíma, án þesa að kallað væri, það leið klukkustund, og enginn kallaði á hann. Hann hringdi, og þjónn kom inn. „Hvernig víkur þessu við? Á maður ekkert að fá að borða í dag?“ „Frúin er ekki komin heim ennþá.“ „Er hún ekki komin heim? Og klukkan orðin átta!“ Maxime yppti öxlum og hugsaði með sér, að það væri verst fyrir hana sjálfa. Hún væri að sjálfsögðu reið við hann. — Síðan gaf hann skipun um að bera á borS fyrir sig einan, til þess að refsa henni. Klukkan var orðin hálfníu. Maxime kallar á stofustúlkuna. „Vitið þér, hvar konan mín er?“ „Nei, frúin fór út klukkan fimm, án þess að geta um, hvert hún ætlaði.“ „Þökk fyrir, það er gott.“ Maxime gerði tilraunir til þess, að halda áfram að borða, en það var einhver órðí yfir honum, svo að hann tapaði allri lyst á matnum. Klukkan sló níu. Hvemig gat þessu vikið við? Maxime tók nokkra ávexti á diskinn sinn, en hann borðaði þá ekki. Nei, hann átti ómögulegt með að koma nokkram hlut niður. En hvað borðið leit eitthvað ömurlega út, fannst honum .... engin blóm prýddu það, og borðbúnaðurinn hafði ekki sinn venjulega svip í augum hans. Maxime stóð upp úr sæti sínu, og gekk inn í setustofuna, og kveikti þar ljós. — Kvöldjakkinn og inniskómir hans, voru Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.