Vikan


Vikan - 21.10.1943, Qupperneq 1

Vikan - 21.10.1943, Qupperneq 1
Nr. 42, 24. október 1943. Bœjarverkf rœd Hér segir frá þeim mönn- ^ ^ ^ J ingar avík um sem verið hafa bœjar- verkfrœðingar í Reykjavík og í hverju starf þeirra er í aðalatriðum fólgið. □) að má með sanni segja, að verkfræðing- ar bæjarins hafi öðrum fremur sett svip á bæinn í bókstaflegri merkingu orðsins, því að frá þeim eru runnar breytingarnar á útliti bæjarins, eins og þær hafa orðið í fram- kvæmdinni. Það hafa oft verið skiptar skoð- anir um margt, sem gert hefir verið, og ein- hverju sinni sagði einhver náunginn, sem um þessi mál var að rita, að það væri einhvers- konar „dagleg iðkun guðrækninnar“ að ganga um götur bæjarins og sjá, hvemig allt væri öðru vísi en þar ætti að vera. Hann átti við gömlu bæjarhverfin, með þröngum götum og sundum, beygjum og hættulegum hornum. En þetta eru nú syndir feðranna. Hugtakið skipulag er ungt hér á landi. Ég minnist ekki að hafa heyrt það nefnt á nafn í mínu ungdæmi. En nú er það einskonar slag- orð nýja tímans og kveður við sí og æ um svo að segja hvað sem er. Skipulag bæjar- ins er eitt af vandasömustu málum höfuð- staðarins. Um það hafa heyrzt margar radd- ir og hjáróma. Sýnist sitt hverjum. Einn vill hafa línuna bogna og hinn vill hafa hana beina, og enn aðrir vilja hafa hana beina, af því að fyrsti tillögumaðurinn vildi hafa hana bogna, og það af engri annari ástæðu. Þann- ig er nú einu sinni mannleg náttúra. En hvað sem því líður, þá hygg ég að flestir geti orð- ið mér sammála um það, að þar sem hið nýja skipulag bæjarins hefir verið gert að veru- leika, en ég á þá einkum við nýju bæjarhverf- in sunnan í Skólavörðuholtinu, á Melunum, í Höfðahverfi og víðar, að þar hafi vel tek- izt og sé af þessum hverfum hin mesta bæj- arprýði. Pramhald á bls. 3. Valgeir Björnsson bæjarverkfræðingur.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.