Vikan


Vikan - 04.11.1943, Qupperneq 1

Vikan - 04.11.1943, Qupperneq 1
Nr. 44, 4. nóvember 1943. Lögskipaðar r Vikan flytur nú á forsíðu X' mynd af Þuríði Bárðardóttur, sem Ijósmœður Reykjavík. verið hefir lögskipuð Ijósmóðir í Reykjavík síðan árið 1905, for- maður Ljósmœðrafélags íslands frá stofnun þess og ritstjóri Ljós- mœðrablaðsins frá því það hóf göngu sína, Einnig birtum vér myndir af þeim öðrum lögskip- uðu Ijósmœðrum í Reykjavík, sem hœgt var að ná í myndir af. Maðurinn kemst ekki hjálparlaust í heiminn og er algerlega háður um- hyggju annara fyrstu hérvistarár sín og móðirin leggur líf sitt í hættu við hverja fæðingu, svo að það ætti að vera öllum mönnum ljóst, hve ábyrgðarmikið starf ljósmæðranna er. Enda hafa margir foreldar metið það vel og að verðleikum, en kjör og aðbúnaður þessara þörfu hjálp- arkvenna sjaldan verið eins og þurft hefði við hina þjóðnýtu vinnu þeirra. 1 „Skipun heilbrigðismála á Islandi“, sem Vilmundur Jónsson landlæknir hefir samið, segir frá því, að árið 1749 hafi verið útgefin á prenti fyrsta kennslubók í ljósmóðurfræði á íslenzku. Voru það biskuparnir á Hólum og 1 Skálholti, sem stóðu að útgáfunni. 1 kaflanum „Tímamót í heilbrigðismálasögu íslands" segir m. a.: „Hér er fyrst og fremst að greina ráðstaf- anir til að sjá íslenzkum læknaefnum fyrir fræðslu (1760) og ljósmæðrum fyrir nokk- urri tilsögn (1760), en í sambandi við það verða til hin fyrstu drög til héraðslækna- og Ijósmæðraskipunar (1766).“ í „Heil- brigðismálaskipunin um miðja 19. öld“ steridur þetta m. a.: „Á eftir læknaskipun- inni hafði annað höfuðverkefni stjórnar- Framhald á bls. 3. Þuríður Bárðardóttir ljósmóðir.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.