Vikan


Vikan - 04.11.1943, Side 3

Vikan - 04.11.1943, Side 3
VIKAN, nr. 44, 1943 3 Lögskipaðar Ijósmœður í Reykjavík valdanna í heilbrigðismálum á þessu tímabili verið að sjá kmdsmönnum fyrir Ijósmæðr- um, er einhverrar fræðslu hefðu notið til starfa sinna. I því skyni hafði landlækni frá upphafi og siðan einnig héraðslæknum ver- ið falið að kenna ljósmæðraefn- Sólveig Pálsdóttir, ljósmóðir. um, enda séð fýrir nokkrum áhöldum til þess, en auðvitað var sú ljósmæðrafræðsla sýnd- in ein, jafnvel að þeirrar tíðar hætti í nágrannalöndunum. Auk þess var stutt að því að stúlka og stúlka frá íslandi géti sótt fæðingarstofnanir í Kaup- mannahöfn og notið þar fræðslu á borð við dönsk ljósmæðraefni. En mikill seinagangur var á þessu, svo að undir miðja öld- ina eru aðeins 34 ,,lærðar“ ljós- mæður á landinu, þar af einar 3 Þorbjörg Sveinsdóttir, ljósmóðir. frá fæðingarstofnuninni í Kaup- mannahöfn. Svarar það til þess að 1 lærð ljósmóðir komi á hver 1700 landsmanna og um 70 fæðingar. Launakjör þessara ljósmæðra voru ekki á marga fiska, því að ríkið lagði eina 200 ríkisdali fram til ljósmæðra- skipunarinnar: 100 ríkisdali til tveggja ljósmæðra í Reykjavík, en hinum 100 dölunum var skipt á milli allra hinna. Síðar var þó ljósmóðurinni í Vestmannaeyj- um greitt sérstaklega. Við lang- flestar fæðingar í landinu að- stoðaði gersamlega óupplýst fólk, konur og einstöku karlar, og kvarta læknar á þessum tím- um iðulega undan því, hve illa sé fyrir þessu séð. Kom þá oft fyrir, að konur dóu af barns- förum beinlínis fyrir það, að burðinum var ekki náð frá þeim, en það þótti jafnvel þá vottur um fádæma vankunnáttu þeirra, sem að því stóðu. En því hafa erfiðar fæðingar verið tiltölulega algengar á þessu Sólveig Ólafsdóttir, ljósmóðir. tímabili, að grindarskekkjur kvenna hafa verið tíðar vegna undangenginna harðæra og ónógs og óholls viðurværis þeirra í uppvexti.“ Um 1874 er 1 ljósmóðir fyrir hverja 1000 íbúa landsins og á hverjar 34 fæðingar. Algerlega ólært fólk aðstoðaði þá enn við fjölda fæðinga víða um land. 1918 er 1 ljósmóðir á hverja 500 ibúa og 13 fæðingar, en 1930 1 á hverja 560 íbúa og 15 fæðingar, auk nokkurra óskip- aðra ljósmæðra, aðallega i Reykjavík. Ljósmæðrafélag Islands var stofnað 1919 og voru í fyrstu stjórninni: form. Þuríður Bárð- ardóttir, gjaldkeri Þórunn Á. Björnsdóttir, ritari Þórdís J. Carlquist, og hefir það mjög beitt sér fyrir bættum kjörum stéttarinnar, en sá róður hefir oft verið þungur. Árið 1925 var farið að veita gömlum ljós- mæðrum, sem hættar voru störfum, nokkurn ellistyrk á fjárlögmn, en 1938 var þeim með lögum tryggður almennur Framh. af forsídu. lífeyrir. Árið 1930 voru launa- kjör ljósmæðra bætt verulega. 1923 stofnaði félagið Ljós- mæðrablaðið og hefir það flutt fjölda nytsamra og vel skrif- aðra greina og auk þess verið þarfur tengiliður milli hinna dreifðu félagskvenna. Eftir þennan inngang um ljós- mæður almennt hér á landi skal nú vikið að hinum lögskipuðu ljósmæðrum í Reykjavík og sagt frá hverjar þær voru, eftir því sem unnt er, en það er víst, að hér geta ekki öll kurl komið til grafar vegna skorts á heimild- um. I Árbókum Reykjavíkur stendur þessi klausa við árið 1840: „Kannsellíið mælir svo fyrir, samkvæmt tillögu stift- amtmanns, að eftirleiðis skuli vera tvær útlærðar yfirsetukon- ur í Reykjavík, og skuli þeim greidd laun úr jarðabókarsjóði, 40 ríkisdalir á ári hvorri þeirra. Áður hafði verið hér aðeins ein útlærð yfirsetukona.“ Sesselja Sigvaldadóttir, ljósmóSir. Árið 1803 er send til Rvíkur, að tilhlutun „rentukamers“, dönsk yfirsetukona. Hét hún Johanne Marie Wielund. Skyldi hún setjast að í kaupstaðnum og fá 60 ríkisdali í árslaun. Hún giftist síðar sænskum beyki, er var í bænum, Malmquist að nafni. Sænsk kona, Elisabeth Möller, var löggilt ljósmóðir í bænum, að líkindum ekki löngu eftir 1815. Hún var gift dönskum lög- regluþjóni, Lars Möller, og bjuggu þau í litlu húsi vestur af „svenska húsinu" svonefnda í Austurstræti nr. 20 og var hús- ið því kallað „nærkonuhús". Um 1840 gerðist Ragnheiður Ólafsdóttir (frá Seli Steingríms- sonar) ljósmóðir í bænum. ijíún var annáluð fríðleikskona og gift Þorsteini trésmið Bjarna- syni, ættuðum frá Flekkudal í Kjós. Hann varð lögregluþjónn 1837 og reisti sér timburhús, Þórunn Á. Björnsdóttir, ljósmóðir. sem nefndist Brunnhús, við Suð- urgötu. Ragnheiður fékk lausn frá ljósmóðurstarfinu 1849. Árið 1849 var Ingibjörg Jakobsdóttir, alþingismanns frá Breiðamýri, skipuð ljósmóðir og gengdi hún starfinu í nokkur ár. Hún var gift Oddi snikkara Guðjónssyni. Þorbjörg Sveindóttir, föður- systir Einars skálds Benedikts- sonar, var skipuð ljósmóðir 1864 og gengdi starfinu í fjölda mörg ár. Hún andaðist 1903. „Þor- björg var gáfukona mikil og skörungur; lét flest mál til sín taka, landsstjórnarmál, bæjar- mál, prestskosningar og fleira. Þórdís J. Carlquist, ljósmóðir. Gekk hún að öllum þessum mál- um með mikilli rögg og dugnaði; hún var mælskukona mikil; var hún því áhrifamikil alstaðar, þar sem hún beitti sér,“ segir í Sögu Reykjavíkur. Sólveig Pálsdóttir varð ljós- móðir 1869. Hún var gift Matt- híasi snikkara Markússyni og Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.