Vikan


Vikan - 04.11.1943, Síða 6

Vikan - 04.11.1943, Síða 6
6 VIKAN, nr. 44, 1943 „Hvað? Nr. 16?“ Þeir horfðu með skilningi á hvom annart og lestarþjónninn brosti. Hann var hár, fölleitur miðaldra maður. ,,En já, herra. Eins og ég sagði, lestin er orðin alveg troðfull. „Hvað gengur eiginiegaá?“spurðiBoucgremju- lega. „Er einhversstaöar fundur? Eða er eitt- hvert félag á ferðalagi?" „Nei, herrá, þetta er einskær tilviljun. Það vill bara svona til, að margir hafa ákveðið að ferðast í kvöld.“ Bouc hristi höfuðið gremjulega —. „Það fer lest frá Aþenu til Belgrad," sagði hann. „Svo er það líka Bukarest—París lestin. En við komuni ekki til Belgrad fyrr en annað kvöld. Svo að vandamállð gildir fyrir þessa nótt. Er enginn svefnklefj á öðru farrými laus?“ „Það er annars farrýmis svefnklefi, herra." „Jæja, þá —.“ „En það er kvenmannsklefi. Það er þegar kom- in þýzk stúlka í þann klefa, — hún er þema hjá einhverri hefðarfrú.“ „Þetta er afskaplega óþægilegt,“ sagði Bouc. „Vertu ekki með áhyggjur út af þessu, vinur minn,“ sagði Poirot. „Eg verð bara i venjulegum vagni.“ „Nei, alls ekki, alls ekki.“ Hann sneri sér einu sinni en að lestarþjóninum. „Em allir komnir?“ „Það er satt, að það er einn farþegi, sem enn er ekki kominn." Hann talaði hægt og hikandi. „En talaðu þá!“ „Svefnvagn nr. 7 á öðm farrými. Maðurinn er ekki enn kominn, og klukkuna vantar fjórar mín- útur í níu.“ „Hver er hann?“ „Englendingur, sagði lestarþjónninn um leið og hann leit á nafnalistann, Harris að nafni.“ „Nafnið er góðs viti,“ sagði Poirot. „Ég kalla mig Dickens. Harris kemur sjálfsagt ekki.“ „Setjið farangur Poirots inn i nr. 7,“ sagði Bouc. Ef þessi Harris kemur, þá segjum við honum, að hann sé of seinn, það er ekki hægt að halda svefnklefunum eftir svona lengi — við verðum að hjarga þessu einhvemveginn. Hvað kemur Harris mér við?“ „Eins og þér óskið, herra minn,“ sagðí lestar- þjónninn. Hann talaði við burðarmann Poirots og benti honum, hvert hann ætti að fara. Svo gekk hann til hliðar af stiganum, til þess að Poirot gæti stigið upp í lestina. „Loksins, herra,“ kallaði hann. „Næst aftasti klefinn.“ Poirot gekk eftir ganginum, en hægt, því að flest ferðafólkið stóð fyrir utan vagna sína. Að siðustu komst hann að klefanum, sem hon- um hafði verið vísað á. Inni i klefanum stóð hár, ungur maður, sem studdist við störa ferða- tösku, þar var ungi Ameríkumaðurinn frá Tokat- lian gistihúsinu. Hann ygldi sig, þegar Poirot kom inn. „Fyrirgefið,“ sagði hann. „Ég held, að þér hafið villst.“ Svo sagði hann með miklum erfiðis- munum á frönsku: „Ég held, að yður skjátlist." Poirot svaraði á ensku: „Eruð þér Harris?" „Nei, nafn mitt er Mac Queen. Ég — En á þessari stundu kom lestarþjónninn þjót- andi með öndina í hálsinum. „Það er enginn annar svefnvagn í lestinni, herra. Maðurinn. verður að komast hér inn.“ Hann lyfti upp glugganum á ganginum um leið og hann talaði og lyfti inn farangri Poirots. Poirot hafði gaman af afsökunarhreimnum í röddu hans. Honum hafði eflaust verið lofaðir miklir drykkjupeningar, ef hann gæti haldið í klefann fyrir hinn ferðamanninn einn. En hinir stórkostlegustu drykkjupeningar missa samt áhrif sín, þegar framkvæmdastjóri jámbrautar- félagsins er með lestinni og gefur fyrirskipanir. Lestarþjónninn kom út úr klefanum eftir að hafa komið töskunum fyrir. „Jæja, sagði hann, þá er allt i lagi. Þér hafið efra rúmið í nr. 7. Við förum eftir eina mínútu.“ Hann flýtti sér eftir ganginum. Poirot fór aftur inn í klefann. „Þetta er fyrirbrigði, sem ég hefi sjaldan séð,“ sagði hann glaðlega. „Lestarþjónninn ber sjálfur inn farangurinn! Þetta er alveg dæmalaust!" Samferðamaður hans brosti. Hann var auð- sjáanlega búinn að ná sér eftir gremju sina — hafði e. t. v. séð, að það dugði ekki annað en að taka hlutunum rólega. „Það eru merkilega marg- ir með lestinni," sagði hann. Það var flautað, hljóðið kom langt og átakanlegt frá eimreiðinni. Báðir mennimir gengu fram á ganginn. Fyrir utan hrópaði rödd. „Upp í vagnana." „Þá emm við komin af stað,“ sagði Mac Queen. En þeir vom ekki alveg lagðir 'af stað. Það var flautað aftur. „Heyrið þér,“ sagði ungi maðurinn allt í einu. „Ef þér viljið heldur hafa neðra rúmið, þá er mér alveg sama.“ Hann var elskulegur, þessi ungi maður! „Nei, nei,“ sagði Poirot. „Ég vil ekki taka af yður —.“ „Það er allt i lagi.“ „Þér emð alltof elskulegur." Kurteisleg orð á báða bóga. „Það er aðeins ein nótt,“ sagði1 Poirot. „í Belgrad —.“ „Nú, einmitt. Þér farið úr í Belgrad.“ „Nei, ekki beinlínis. Þér —.“ Allt í einu kipptist lestin við. Báðir mennimir gengu að glugganum og horfðu á langa upp- lýsta stöðvarpallinn um leið og þeir mnnu frá honum. Orient hraðlestin var lögð af stað i þriggja daga ferðalag yfir Evrópu. I 3. KAFLI. Poirot neitar að taka að sér mál. Hercule. Poirot kom heldur seint inn í borð- stofuvagninn næsta dag. Hann hafði farið snemma á fætur, borðað einn og eytt öllum morgninum í að lesa yfir skýrslu um málið, sem kallaði hann aftur til London. Hann hafði sjaldan séð samferðamann sinn. Bouc, sem þegar hafði sezt, heilsaði með handa- pati og bað vin sinn um að setjast í auða sæt- ið á móti sér. Poirot settist og fann brátt, að hann var við það borð, sem maturinn var borinn fyrst á og beztu bitamir. Maturinn var lika óvenjulega góður. Það var ekki fyrr en þeir voru byrjaðir að borða ljúffengan rjómaost, að Bouc leyfði sér að tala um annað en mat. Hann var kominn á það stig máltiðarinnar, sem menn gerast heim- spekilegir." „Ó,“ stundi hann, „ef ég hefði penna Balzacar! Þá mundi ég lýsa þessari máltið." Hann pataði út í loftið. „Þú segir nokkuð," sagði Poirot. „Þú ert sammála mér? Ég býst ekki við, að svona leiksviði hafi nokkum tíma verið lýst — og þó er það skáldlegt, vinur minn. Allt í kring- um okkur er fólk úr öllum stéttum, af öllum þjóðum og á öllum aldri. 1 þrjá daga er þetta fólk, sem er ókunnugt hvað öðm, saman. Það sefur og etur undir sama þaki, það kemst ekki í burtu. En þegar þessir þrír dagar em liðnir, fer hver í sína átt, og sést ef til vill aldrei framar. Oddur: Nú getur ekkprt stanzað mig! Vinnustúlkan: Gjörið svo vel, gangið þér inn og fáið yður sæti í dagstofunni. Erla skrapp snöggvast í búðir. Litla telpan: Affi! Ekkert gott handa mér? Komstu með engan brjóstsykur? Áttu nokkuð tyggigúmmi? Erla ætlar að láta þig borga matinn sinn í dag. Af hverju vill hún ekki lofa þér að borða heima? Þykir þér vond brauðsúpa. Erla sagði mér að tala við þig, hún fór í búð. Oddur: Því gat telpan ekki anzað í simann áðan? Þá hefði ég ekki asnast hingað!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.