Vikan - 17.02.1944, Síða 1
Forseti íþróttasambands íslands segir höfuðmarkmið sambandsins vera að
Gera drengi að mönnum
og menn að góðum drengjum
Sambandið var stofnað af 12 fé-
lögum, 9 úr Reykjavík, en 3 utan
höfuðstaðarins. — Meðlimir sam-
bandsins voru í upphafi um eitt
þúsund. Nú eru í í. S. í. 160 fé-
lög víðsvegar á landinu, með um
21 þúsund félagsmönnum, en auk
þess eru í I. S. I. 17 íþróttaráð og
5 héraðasambönd.
Þess er oft getið í fornritum, að alls-
konar íþróttaæfingar hafi verið aðal-
atriði uppeldisins með forfeðrum vorum
og kennsla í þeim greinum hófst jafnskjótt
og þroski sveinanna leyfði. Iþróttanámið
var auðvitað fyrst og fremst í því fólgið,
að menn tömdu sér vopnfimi og voru boga-
skot, handskot og skylmingar höfuðgrein-
ar hennar. Iðkaðar voru og ýmsar aðrar
æfingar, sem gerðu líkamann sterkan og
fiman og sálina snarráða og þrekmikla og
urðu margar þeirra mönnum til gagns í
lifsbaráttunni. Kjarkur og karlmennska
var alltaf mikils virði, jafnt við friðsamleg
störf sem í hernaði. I uppvexti var Jarl
látinn „hestum ríða, hundum verpa, sverð-
um bregða, sund að fremja“ og það er sagt
um Þorkel þurrafrost, að hann hafi farið
með Sigmund Brestisson og Þóri frænda
hans til tjarnar og sýnt þeim sundtökin.
Hann æfði þá líka í bogfimi og spjótkasti.
Unglingarnir iðkuðu „sundfarir við sjó
frám, eða í ám, vötnum og laugum, glím-
ur og stökk í stofum inni eða á mörkum
úti. Þegar snæ leggur í brekkur og ísa á
vötn, liðka þeir og herða líkama sinn við
Framhald á bls. 3.
Benedikt G. Waage, forseti íþróttasambands Isl.