Vikan


Vikan - 17.02.1944, Qupperneq 6

Vikan - 17.02.1944, Qupperneq 6
VTKAN, nr. 7, 1944 6 Ég trúði honum í blindni; hann sýndi mér bréf og skjöl, sem sönnuðu, að hann væri sá, sem hann sagðist vera, og ég var ástfanginn af honum. Nú — við giftumst, það var borgaralegt hjónaband. Þegar við fórum frá skrifstofunni, þar sem við höfðum verið gefin saman og vorum á leiðinni til jámbrautarstöðvarinnar —: við ætluðum í nokkra daga ferðalag — vorum við stöðvuð af iögreglunni, sem tók manninn minn í burtu, þrátt fyrir mótmæli hans — eiginmann minn. Hann var sakaður um morð! Hann hafði þrem mánuðum áður myrt eiginkonu sína, sem hét Bianca! Þegar ég náði mér aftur, var hinn tryggi Caprivi hjá mér, og hann sagði mér með fáum orðúm hinn beizka sannleika. Maðurinn minn var alls ekki greifi, hann var af mjög lágum ættum og það sem var verst, mjög auðvirðileg persóna, svikari og lygari. Hann hét Pierto Cossi og lög- reglan hafði komizt á snoðir um hann daginn, sem hann náði í annað fómardýr sitt. Hann hafði gortað af því, að hann mundi bráðlega kvæn- ast enskri stúlku af mjög háum ættum. Þetta í sambandi við það, að ég sást ekki í vinnustofunni og sú staðreynd, að Caprivi bæði hafði séð og heyrt að við væmm saman, kom honum til þess að láta til skara skríða. Hann vonaði, að hann gæti komið nógu snemma til þess að komast hjá því að ég giftist Cossi, en hann kom þvi miður of seint!“ Hödd Sergiu skalf, en nú var það versta búið, og síðan hélt hún áfram: „Signor Caprivi var mér þá sannur vinur, hann huggaði mig með því, að það gæti verið eitthvað ólöglegt við hjónavígsluna, og hann skyldi gera allt, sem hann gæti til þess að hjónabandið yrði gert ógilt, en það heppnaðist honum ekki. Eina von mín var sú, að því yrði haldið leyndu fyrir föður mínum og öllum öðrum en Cossi, Signor Caprivi og mér sjálfri. Sama dag var mér til- kynnt, að faðir minn væri orðinn greifi af Stan- chester vegna tveggja óvæntra andláta í Wierne- fjölskyldunni og hann væri á leið til Englands Þess að taka við eignunum. Þetta hafði verið kuhíiwgt síðustu þrjár vikumar í Englandi, og nú skildi ég, hvers vegna Cossi hafði haldið mér frá vinnustofunni, því að hefði ég komið þangað, hefði mér iíklega verið bjargað frá þessum hræði- fesni ðriögum. Signor Caprivi tók mig að sér, þangað til faðir minn kom aftur til þess að sækja mig heim til Englands. Hann lofaði að vinna að þessu fyrir mig í leyni og láta mig vita, hvemig málinu væri farið. Ég þorði ekki að trúa föður mínum fyrir þessu núna. Þegar hann var orðinn Stan- chester lávarður, því að ég vissi, að hann mundi aldrei fyrirgefa mér þessi æskuglöp. Caprivi stóð við loforð sitt, en ég hafði aðeins verið í nokkrar vikur í Englandi, þegar ég frétti að hann væri dáinn. Ég fylgdist ákaft með rétt- arhöldunum í morðmálinu, sem Cossi var ákærður fyrir, en ég varð skelfd, þegar ég frétti að af ein- hverjum ástæðum væri aðeins hægt að dæma hann i nokkra ára þrælkunarvinnu. Það er kann- ske ljótt að segja það, að ég óskaði að hann dæi — en átti hann ekki skilið að deyja? Hann, sem hafði tekið eitt mannslíf og eyðilagt annað? Hann fékk leyfi til þess að skrifa i fangelsinu, og bréf hans voru mér til mikilla kvala. Hann skrif- aði um ást sína til mín — hann fullvissaði mig um sakleysi sitt í því, sem hann var ákærður fyrir, og hann lýsti því yfir í sérhverju bréfi, að hann kæmi til min, þegar hann yrði laus, og myndi krefjast mín, sem lögmætrar eiginkonu. Hann bað mig um að muna alltaf eftir þeim böndum, sem bundu okkur, eins og ég myndi nokkum tíma gleyma því!“ Sergia þagnaði, yfirbuguð af þessum hryllilegu endurminningum, og hún sat lengi þögul, niður- sokkin í beizka sorg. XVI. KAFLI. Carrillion lávarður. „Og nú" — hélt Sergia áfram, og, hún varð alveg róleg, þegar hún mætti hinu skelfda augna- ráði Carrillions lávarðar — ,,nú er ég loksins frjáls! Piertro Cossi var skotinn til bana fyrir nokkrum vikum síðan í óeirðum, sem voru í fangelsinu, þegar hann og nokkrir aðrir fangar ætluðu að flýja. 1 síðasta bréfi hans til mín skrifar hann, að hann vonist til þess að verða bráðlega frjáls og laus í Englandi •— og nokkr- um dögum seinna las ég i ítölsku dagblaði, að hann hefði verið drepinn," rödd Sergiu varð að hvisli, hún hugsaði til þess, að það hafði einmitt verið sama daginn og hún og Júlian höfðu gengið um skóginn, og hann hafði beðið hana um að giftast sér. „Nú er ég þá frjáls," endurtók hún aftur, „ég get gifzt aftur, en ekki yður, Carrillion lávaröur. Eiginkona yðar má ekki hafa fortíð, sem nokkur skuggi hvílir á, það mundi setja blett á nafn yðar." Á öllum öðrum timum en nú, mundi Carrillion lávarður hafa fundið til sín við þessi síðustu orð. En nú var hann alltof æstur í skapi og undrandi, til þess að geta svarað þegar í stað. Játning Sergiu olli honum mjög mikilla og biturra von- brigða, því að hann var mjög svo eigingjarn maður. „Þér hafið komið skammarlega fram við mig,“ sagði hann að lokum, og rödd hans var bæði hörð og ásakandi. „Þér hefðuð átt að segja mér frá þessu öllu, þegar ég bað yður um að verða eiginkona mín. Þér hlutuð að skilja það, að þér með slíka fortíð gátuð ekki orðið lafði Carrillion — og yfirleitt alls ekki gifst manni, sem er hátt settur í þessum heimi." „Nei, það skildi ég sannarlega ekki,“ sagði Sergia, sem var særð af þessum grimmdarfullu orðum. „Mér datt það, að minnsta kosti ekki í hug þá. Ég hafði einmitt þá orðið fyrir svo mikilli sorg og tilfinningar minar og hugsanir voru svo undarlega sljóar. Hefði ég í rauninni vitað, hvað ég var að gera, þá hefði ég líka hafn- að bónorði yðar; en þér megið trúa því, þá gat . ég ekki sagt nokkrum manni ævisögu mína. En •hefði ég getað gert það,“ bætti hún við í skyndi- legri örvæntingu, „þá hefði ég, ef til vill, núna verið hamingjusamasta stúlkan í öllum heimin- um, eða — þúsund sinnum óhamingjusamari en ég er núna. En ég gat ekki hugsað. Ég var svo dáleidd af sorg yfir þessum hræðilegu æskuglöp- um, að ég gat ekki skilið neitt. tað var ekki fyrr en í dag, að ég vaknaði fyllilega til meðvitundar um það, sem ég var að gera." „Það er mjög leitt, að þér skylduð gera yður grein fyrir því svona seint," sagði Carrillion lávarður kuldalega. „Þér hafið ekki tekið neitt tillit til mín. Það þýðir ekkert að koma með ásakanir núna, og ég hata auk þess allt uppþot; en ég vildi nú helzt, að þér skilduð, hvað þér hafið verið óréttlátar gagnvart mér.“ „Ég fullvissa yður um það, Carrillion lávarður, að þér þurfið ekki að hafa fyrir því, að útskýra það fyrir mér. Mér þykir leitt, að ég skuli hafa komið þannig fram við yður,“ sagði Sergia með röddu, sem mundi hafa blíðkað alla nema Carr- illion lávarð. „Þér hafið gert mig að athlægi allra,“ hélt hann reiðilega áfram. „Fólk mun aumkvast yfir mér og skopast að mér. Nú get ég ekki komið í klúbb- inn í marga mánuði, eða yfirleitt á nokkra sam- komu, fólk mun hæðast að mér, óheppnum biðli, sem hefir verið hryggbrotinn, á síðustu stundu, af hinni fögru og mjög duttlungafullu lafði Sergiu. Það kærir sig enginn maður um, að hafa verið leiksoppur kvenmanns, en ég —.“ „Því skyldi fólk álíta það?“ spurði Sergia og mátti greina dálitla fyrirlitningu í röddinni. „Segið öllum sannleikann. Þér getið sagt, að það voruð þér, en ekki ég, sem slituð trúlofuninni, vegna þess að þér komust að því, að ég væri ekki þess verð að taka við þeirri virðingarstöðu, sem þér höfðuð boðið mér. Ef þér svo um leið endur- takið söguna, sem ég var að segja yður áðan, þá munu sjálfsagt allir verá sammála yður." Erla og unnust- inn. Oddur: Það er ekki nokkur leið fyrir mig að skrifa til Erlu þessum hávaða. Það er bezt að fara í liðþjálfa-„braggann“. Oddur: Ég hélt — ég hélt . . . Liðþjólfinn: Þér ættuð að reyna að halda yður sam an! Bjáni! Oddur: Hér er enginn friður! Oddur: „Elsku Erla mín! Ég sit hér inni í skrifstofu hershöfðingjans og ætla að skrifa þér nokkrar linur. Hér er hljótt og ágætt næði . . .“ Liðsforinginn: Það er verst, ef ég trufla yður en ég neyðist til að vísa yður á dyr! Þarf’ég að segja yður þetta tvisvar? Bjáni!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.