Vikan - 17.02.1944, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 7, 1944
7
ípróttasambandið.
Framliald af bls. 3.
bergið. Myndir af íþróttamönnmn og flokk-
um prýða veggina, margskonar gripir, hag-
anlega gerðir og hinir eigulegustu, eru í
hverjum krók og kima og fánar og fána-
stengur. Þarna er og bókasafn Sambands-
ins.
Mikill áhugi er fyrir því, að 1. S. í. fái
sérstakan framkvæmdastjóra og mun það
embætti stofnað strax og fé er til fram-
kvæmda og er brýn nauðsyn á því.
Verkefni í. S. 1. hafa verið og eru geysi
mörg. Það hefir unnið ósleitilega að því að
koma á íþrótta- og leikfimikennslu í skól-
um landsins og mjög barist fyrir sund-
hallar- og sundlaugabyggingum. Það liefir
gefið út furðumikið af bókum og ritling-
um um íþróttir, þegar þess er gætt, hve
lítið hefir verið fyrir hendi til slíkra hluta,
t. d. Glímubók, Sundbók, Knattspyrnubók,
Heilsufræði handa íþróttamönnum, Skíða-
handbók, Lög og leikreglur 1. S. I., ýmsar
reglugerðir um íþróttamál o. fl. Samband-
ið hafði á síðastliðnu ári 25 þús. kr. styrk
frá íþróttanefnd ríkisins, þar af 3 þús. til
bókaútgáfu og hrekkur það auðvitað
skammt. Sendikennarar I. S. í., í knatt-
spyrnu, glímu, sundi og frjálsum íþrótt-
um, hafa nú farið um allt landið og haldið
námskeið og erindi og leiðbeint við íþrótta-
mót. Það hefir gefið út Iþróttablaðið, en
nú hefir verið stofnað um það hlutafélag
og er Þorsteinn Jósepsson blaðamaður rit-
stjóri. I. S. I. hefir séð um þátttöku í
Ólympiuleikum. 1912 voru þeir haldnir í
Stokkhólmi og þá fóru héðan tólf menn.
1920 voru leikarnir í Antverpen og voru þá
sendir tveir menn, Ólafur Sveinsson vél-
setjari og Ben. G. Waage, til þess að kynna
sér skipulag íþróttamála. 1936 voru leik-
arnir í Berlín og þangað fóru héðan 50
manns, að íþróttakennurum meðtöldum.
I. S. I. er meðlimur ýmsra alheimsíþrótta-
sambanda, en það gefur Islendingum rétt
til þátttöku í mótum á erlendum vettvangi.
Árið 1930 var fimleikahópsýning á
Þingvöllum og Islandsglíma, 3 úrvals fim-
leikaflokkar sýndu, 2 frá Reykjavík og 1
frá Akureyri og þóttu þær íþróttasýning-
ar vel takast. I. S. I. vill láta gera íþrótta-
leikvang, sem allra fyrst, á Þingvöllum,
svo að hægt sé að halda þar íþróttahátíð-
ir, þegar þörf þykir. Stjórn I. S. I. og
íþróttafulltrúi ríkisins eru sammála um, að
leikvanginum sé valinn staður undan Fang-
brekku, á svipuðum slóðum og fornmenn
þreyttu íþróttir sínar.
Það eru um 10 ár síðan að kvikmynda-
starfsemi I. S. I. hófst og hafa margar
íþróttakvikmyndir verið teknar á þessu
tímabili, og þykja þær. mjög fróðlegar og
skemmtilegar, ekki síst litmyndirnar.
Mjög merkileg starfsemi er læknisskoð-
un sú á íþróttamönnum, sem I. S. I. hefir
komið á. Hún hefir verið starfrækt undan-
farin 10 ár og hefir bæjarstjórn Reykja-
víkur stutt læknisskoðunina öll árin með
f járframlögum.. Óskar Þórðarson er
íþróttalæknir I. S. I. Á síðasta ári voru
skoðaðir 497 manns, en skoðanirnar alls
794, því að margir voru skoðaðir oftar en
einu sinni.
Eitt af aðaláhugamálum I. S. I. er að
koma upp íþróttaheimili í höfuðstaðnum,
sem verði miðstöð og griðastaður íþrótta-
hreyfingarinnar í landinu. Síðasta Alþingi
heimilaði ríkisstjórninni að veita I. S. I.
ókeypis lóð undir væntanlegt íþróttaheim-
ili. Lóðin liggur milli Sölvhólsgötu og Lind-
argötu og er 390 fermetrar að stærð.
Á afmælisfundi Sambandsins 28. janúar
var samþykkt eftirfarandi áskorun til sam-
bandsfélaga: „Afmælisfundur I. S. I.,
haldinn 28. jan. 1944 1 Reykjavík sam-
þykkir að skora á öll sambandsfélög I. S. I.
að auka og efla virðingu æskulýðsins fyrir
íslenzka fánanum, með því að hafa hann
við hún á öllum hátíðisdögum sínum,
íþróttamótum og félagsfundum.“
Ævifélagar I. S. I. eru 275, en ævigjald-
ið er aðeins 50 krónur.
Framkvæmdastjórn I. S. I. skipa: Ben.
G. Waage, forseti, Jón J. Kaldal, vara-
forseti, Frímann Helgason, ritari, Brand-
ur Brynjólfsson skjalavörður, Kristján L.
Gestsson gjaldkeri. En meðstjórnendur
Höfðingjar með forfeðrum
vorum.
Eftirfarandi smákafli er úr
hinni gagnmerku bók „Iþróttir
fornmanna“, eftir dr. Björn
Bjarnason t'rá Viðfirði.
Lítilsvirður er sá höfðingi, er skortir
þrek eða vilja til að efna loforð sín, ein-
mana og fyrirlitinn sá maður, er eigi má
treysta. — Og örlát er hún hin norræna
hetja. Hún liggur ekki sem ormur á auð-
legð þeirri, er hún hefir aflað sér og þolað
til sár og raunir — enda var það ekki
fégirnd, er knúði hana til vinningsins,
heldur göfuglát framalöngun. Ágirnd og
nízka eru einkenni bleyðimannsins, er
skortir hvatleik til að fylla þurð þann, er
eru: Jóhannes Stefánsson, Norðfirði, Sig-
urður Greipsson, Haukadal, Þorgeir Svein-
bjarnarson, Laugum og Þorgils Guðmunds-
son, Reykholti. — Allir þessir menn vinna
mikið og óeigingjarnt starf kauplaust.
Ben. G. Waage er fæddur 14. júní 1889
í Rvík, sonur Guðjóns Einarssonar prent-
ara í Reykjavík og Guðrúnar Benedikts-
dóttur Waage. Ólzt hann upp í Reykjavík
og lagði snemma stund á verzlunarstörf,
var um skeið í Thomsensmagasíni, síðar
hjá Th. Thorsteinsson og loks hjá Heildv.
Garðars Gíslasonar, þangað til hann
byrjaði á sjálfstæðum verzlunarrekstri og
rekur hann nú verzlunina Áfram á Lauga-
vegi 18 í Reykjavík. Lærði að synda um
aldamótin hjá Páli Erlingssyni og tók
síðan þátt í fimleikum, glímu, knattspyrnu,
f jallgöngum, ferðalögum og sundi. Sund-
kappi Islands 1911. Var kjörinn í stjórn
I. S. I. 1915 og hefir átt sæti í henni síðan,
fyrst sem gjaldkeri, en forseti frá 1926.
Var þátttakandi í mörgum íþróttafélög-
mn og hefir farið mjög oft utan með
íþróttaflokkum eða sem fulltrúi 1. S. I.
Hann hefir verið sæmdur ýmsum heiðurs-
merkjum, m. a. Fálkaorðunni og Olympíu-
orðunni.
örlát hönd lætur eptir sig í sjóðnum. Göf-
ugmennið neytir f járins til að varpa glæst-
um ljóma á sig og sveit sína. Vinur deili
vini. Höfðinginn sæmir menn sína gulli og
glæsilegum búnaði, og þiggur að launum
hollustu þeirra og hraustmannlega fylgd.
Því örlátari sem hann er, því fjölmenn-
ara kappaval flykkist um hann og eykur
honum traust, því að „meira lið miklu fær
mildr en glöggr til hildar.“ Hann er þá
hinn ,,manngöfgi“ mæringur, sem er þess
umkominn að vinna stórfengleg hervirki.
Enn eru ótalin þau einkenni göfugrar
hetju, að vera háttprúður í hversdagsfari
sínu, hófsamur um alla hluti, stórlátur og
þó alþýðlegur við menn, margspakur og
unnandi kveðskap og sagnafróðleik. Skáld
og fræðimenn skipa heiðurssæti í höllum
tiginna höfðingja, því að þeir kunnu að-
lypta minningu ágætra afreksverka yfir
lönd og lýði, svo að leiðarljós þeirra mætti
skína á æfibrautir komandi kynslóða og
hvetja þær til atorku.