Vikan


Vikan - 17.02.1944, Side 13

Vikan - 17.02.1944, Side 13
VTKAN, nr. 7, 1944 13 DÆGKASTYTTING Öfugmælavísur. Séð hefi ég hestinn sjónum á sigla og renna færi, hákarlinn er heima að slá, en hrafnar snúa færi. Hamar úr klaka hafa má hestajám úr gleri, úr hrossataði harðan ljá, hvella klukku úr sméri. Orðaþraut. UNNI A N N I LIN A A N N A Ó KUM Á R N A SÖKN IÐUR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir rnyndast nýtt orð, og er það karlmannsnafn. Svar á bls. 14. „Hver rífur svo langan fisk úr roði?“ Einu sinni voru hjón á bæ mjög aðsjál, og urðu þó að halda vinnufólk nokkurt. Þeim blæddi í augum, hversu mikið fólkið borðaði og þó helzt bóndanum, einkum um rniðjan daginn, enda var bóndinn vanur að taka til fisk handa því til mið- degisverðar. En málamatinn skammtaði konan •og fékkst minna um fiskætið, enda er það sumra manna sögn, að hún væri vinnufólkinu hliðhollari BKnda móðírín. Framhald aí Ws. 4. því ekkert, en þegar hann var farinn, flýtti ég mér inn í húsið og fann þá, að ég var blind.“ ,,Ó, hvað það var hræðilegt og sviplegt!“ sagði unga stúlkan og hrollur fór um hana. „Já, það kom allt í einu, en það sem var verst var það að nú vissi ég, að ég mundi aldrei sjá Helen aftur — þegar hún kemur aftur heim. Það er nefnilega eftir yngstu dóttur minni, sem ég bíð alltaf. Hvenær sem hún kemur heim, skal hún alltaf finna móður sína, sem bíður eftir henni í gamla húsinu — heima. Ég hugsa oft um það, ef hún hefði haft meiri þolin- nvrði, þegar faðir hennar neitaði henni um leyfi til þess að fara til bæjarins að læra, þá hefði hún ef til vill getað talið hann á það að lokum. En hún var ákveðin og hrifin eins og flestir unglingar eru, og heimurinn myndi líka vera dapurlegur, ef þeir væru ekki þannig. Hún sagðist vilja fara, og hann varð mjög reiður og sagði mörg hörð og biturleg orð, — ég veit, að honum var ekki alvara! Hann sagði, að ef hún færi að heiman gegn vilja hans, þá þvrfti hún aldrei að koma heim aftur og öUu sambandi á milli þeirra væri slitið. Ég hefði átt að tala þá og leiða honum fm’ir sjónir, að hann hefði á röngu að standa, en ég var alltaf vön að bíða, þang- að til hann hafði jafnað sig og því lauk venjulega með því, að hann viðurkenndi, að ég hefði á réttu að standa. Ég vildi helzt hafa frið á mínu heimili, en í þetta skipti hefði ég ekki átt að þegja. Ég sá það ekki, fyrr en það var orðið of seint, og hún var farin, því að ég hefði getað hlíft okkur við mikilli sorg og óhamingju, hefði ég haft meiri kjark þá. Þegar faðir hennar komst að því, að hún var farin án þess að tala við hann, varð hann æfareið- ur og vildi ekki einu sinni tala um hana. Seinna frétti ég, að hann hafði reynt að leita að henni í bænum, en árangurslaust. Hún var alveg týnd. Ó, það voru erfiðir tímar!“ ,,Já, mjög erfiðir tímar!“ andvarpaði unga stúlkan. ,,Ég vissi ekki, hve maðurinn minn var sorgmæddur, fyrr en á þeim jólum, er hann lét setja myndina af skólanum í ramma handa mér og hengdi hana upp yfir arininn. Hann talaði ekki um hana, en þegar við sátum saman við eldinn jóla- kvöldið, tók hann hönd mína og sagði: „Þetta er þó alltaf huggun, mamma, er það ekki?“ Þá vissi ég, að hann þráði litlu Helenu okkar eins mikið og ég. Okkur fannst við nú ekki vera eins óhamingju- söm. Næsta haust dó hann, og síðan hefi ég verið hér og beðið.“ „Hvað er langt síðan?“ „Næstum því fjögur ár.“ „Fjögur ár! Ó, hvílík óþörf sorg og en bóndi hennar. Til þess að losa sig við þá hörmung, að þurfa að taka til fiskinn handa fólk- inu daglega, eða fyrir vikuna, tók bóndi upp á því, að vega því út fisk fyrir allt árið. En með þvi honum ofbauð, hvað til þess þurfti, lét hann vanta til fyrir einn dag. Nú afhendir hann hverj- um fiskætið og segir konu sinni frá, að hann hafi iátið vanta upp á fiskinn fyrir einn dag, og seg- ist hann þá ætla að látast deyja um þær mundir og liggja á börunum þenna seinasta dag af út- vigtartímanum, og muni þá fólkið fyrir hryggðar sakir gleyma að borða þennan daginn. Nú líða tímar fram, og þegar hinn ákveðni tími kemur, læzt bóndi deyja, og er hann lagður til á fjöl, sumir segja inni i baðstofu, en aðrir úti í skemmu. Ekki er þess getið, hvað hið annað vinnufólkið hafi til bragðs tekið um át þennan daginn. En þegar smalinn kemur heim og ætlar að fara að snarla fiskbitann sinn, sér hann, að útvigtin er þrotin. Hleypur hann þá út úr borðstofunni fram í bæ til konunnar og segist vera búinn með út- vigtina sína. Konan kvaðst nú hafa annað að hugsa en standa honum fyrir beina, þar sem maðurinn sinn lægi á börunum. Smalinn sagði: ,,Ég vil allt að einu hafa mat minn, en engar refjar." Konan segir, hann skuli þá fara út í skemmu og fá sér fisksnarl. Smali gerir svo, tekur þar löngu eða veginn þorsk, sezt með hana inn á rúm andspænis líkinu, og rífur þar úr allan hnakkann, eftir endilöngum fiskinum, í einni rifu. Bóndi heyrir þetta, rís upp undir blæunni við dogg og segir: „Hver rífur svo langan fisk úr þjáning! Þér nefnduð áðan orð, sem fljúga út í heiminn eins og örvar. Ungi maður- inn, sem þér nefnduð, sagði sögu yðar alls staðar, sem hann kom, og hann fór víða.“ „Guð blessi yður, þekktuð þér hann?“ „Já; ég heyrði hann segja söguna í litlu sjávarþorpi í Englandi, þar sem hópur ungra listamanna dvaldi yfir sumarið, og hann sagði líka, að hann hefði lofað, ef hann hitti Helenu yðar nokkurn tíma, skyldi hann koma með hana heim til yðar aftur.“ „Sagði hann það? Guð blessi hann! En hvað heimurinn er annars lítill! Að hugsa sér, að þér skulið hafa séð hann svona langt héðan!“ „Já, og hvemig á ég að segja frá því? Hann stóð við orð sín. Hann kvæntist Helenu yðar og —.“ „Hvar — hvar er hún?“ hrópaði gamla konan með röddu, sem var svo full af angist og von, að hjarta stúlkunnar hætti næstum því að slá, og hún þorði ekki að tala. Ókunnuga stúlkan kraup niður og vafði gömlu konuna örmum. „Hvar — hvar er hún?“ endurtók blinda konan hrædd. „Hérna, mamma, hérna!“ hrópaði stúlk- an, og tárin streymdu niður vanga hennar. „Barnið mitt, barnið mitt!“ Blinda móðirin strauk hendi sinni yfir andlit stúlkunnar, þrýsti hana að sér og kyssti hvað eftir annað. Svo sagði hún lágt: „Og ég hefi stundum leyft mér að efast um gæzku guðs! Ó, barnið mitt, Helen mín litla!“ í því var hliðið opnað aftur, og hár, dökkhærður maður gekk inn í garðinn og tók báðar grátandi konurnar í hinn sterka faðm sinn.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.