Vikan - 20.07.1944, Side 11
VTKAN, nr. 29, 1944
11
Framhaldssaga:
Gamla konan á Jalna
Eftir MAZO DE LA ROCHE.
16
„Það myndi ekki gera neitt til,“ svaraði hann
hreykinn. „Mamma þvoði hann, áður en hún gaf
mér hann. Af hverju ætli hún hafi gert það?“
„Það er bara þessi venjulega della hennar,“
sagði Aðalheiður hvasst.
Ernest kom inn í óaðfinnanlegum fötum og hélt
á hatti sínum. Móðir hans horfði með hrifningu
á hann, frá hvirfli til ilja.
„Þú lítur vel út,“ sagði hún.
„Og þú verður fallegri með hverjum degi,"
svaraði hann riddaralega og kyssti hana.
Hún ljómaði eins og sól, svo sagði hún: „María
hefir þvegið fórnarpening bamsins. Það verður
bara til þess að troða i hann þessar nýtizku
hugsanir um sýkla. Mér er illa við það.“
„Maria er alveg sérstaklcga aðlaðandi kona,“
sagði Ernest. „Hreinlæti, sem ég óska ekki að
sé horfið. Og við nánari umhugsun, þá er það
meira viðeigandi að leggja hreinan pening á
altarið heldur en óhreinan, sem, ef til vill, daginn
áður hefir legið á borði í einhverri krá.“
„Mér þykir þú leiðinlegur," sagði móðir hans.
„Peningar eru peningar, hvaðan sem þeir eru
kommnir. Ætlarðu kannske að segja —,“ hún tók
fimmtiu centa pening úr pyngju sinni og skellti
honum á borðið —, „ætlarðu kannske að segja, að
peningarnir minir séu ekki eins góðir og Maríu?"
„Vitanlega eru þeir jafngóðir," svaraði Emest
hughreystandi. „En ég dáist nú samt að tilfinn-
ingu Maríu fyrir því, sem er lystilegt."
Buckleyhjónin birtust um leið og Hodge ók
upp að dyrunum með þá brúnu. 1 sunnudagsstássi
sínu var Ágústa of áberandi maki í sjón handa
Sir Edwin; en hann hélt á bænabókum þeirra og
leiddi hana varlega að vagninum, þar sem Ernest
var þegar farinn að koma móður sinni fyrir, en
Eden var að klifra upp á sætið til Hodge. Þau
óku í fínasta vagninum, er Whiteoak kapteinn
hafði látið smíða í London fýrir mörgum árum.
Filippus stjómaði sjálfur fallegri grárri hryssu,
er var móðir hins unga hests Renny. María,
Nikulás óg Magga óku með honum. Malaheide
var enn í rúminu, og Renny gekk til kirkjunnar
yfir akrana.
Það var í fyrsta skipti, að Magga sýndi sig
úti, og henni fannst eins og heimurinn væri nýr
og undarlegur. Allt hafði þroskast á meðan hún
lokaði sig inni, en henni fannst sumarið vera
liðið, grasið visið, blómin fölnuð, og stóru skýin
í vestri vom fyrirboðar haustsins.
Hún var viss um, að hver einasti maður í
kirkjunni vissi, að trúlofun hennar og Maurice
væri slitið og vegna hvers. Hún skildi ekkert í
þvi, hvernig hún gat komið hingað og horft á allt
fólkið. Nú þegar í vagninum vom það eingöngu
breiðar herðar föður hennar, sem hún sat hjá,
er hindmðu að hún gæfist upp.
Þegar þau komu að kirkjutröppunum, bauð
hann henni arm sinn, í staðinn fyrir eins og venju-
lega að rétta Maríu hann. Þess vegna gekk hún
nú inn á kirkjugólfið, eins og hana hafði svo oft
dreymt um, en það var bara ekki brúðkaup henn-
ar. Hún tók dauðahaldi í handlegg hans og henni
fannst að sér myndi verða ómögulegt að halda
áfram inn kirkjugólfið. Henni fannst mjög langt
að þeirra bekk, og dimmir orgeltónarnir gerðu
hana hrædda.
„Ó, pabbi, ég get ekki!"
Hann gat ekki heyrt, hvað hún sagði, en hann
sá að varir hennar hreyfðust og brosti til' hennar.
Og svo komu þau framhjá bekknum, þar sem
Lacey aðmíráil, kona hans, tvær dætumar og
Fnrsapa * gerist á Jalna 1906.
® * Þar býr Whiteokfjölskyld-
Ein. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul,
en er þó hin emasta. Filippus sonur hennar
tók við jörðinni. Hann er tvíkvæntur. Átti
Margréti og Renny með fyrri konunni.
Eden og Piers heita börnin, sem hann á
með seinni konunni, Maríu. Nikulás og Em-
est em bræður Filippusar, ókvæntir. Vera
er vinkona Margrétar, sem ætlar að gift-
ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice
segir Renny frá þvi, að hann muni eignast
bam með Elviru Grey, sem býr með frænku
sinni í þorpinu. Renny talar við frænkuna,
leyndardómsfulla konu, sem lofar að spá
fyrir honum. Systir Filippusar og maður
hennar koma frá Englandi, ásamt Mala-
heide Court. Hann er frændi gömlu frúar-
innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar,
en er illa þokkaður af öðmm. Robert Vaug-
han finnur bam á tröppunum hjá sér og
það kemst upp að Murice á það. Filippus
verður öskureiður og ter heim til hans með
bræðmm sínum. Vaughan-hjónin em ör-
vingluð. Magga, sem hefir líka komizt að
því, er yfirbuguð af sorg, hún lokar sig innl
i herbergi sinu og vill e.’tki sjá nokkum
mann. Allt er gert til þess að lokka hana út,
en ekkert dugar. Maurice kemur að Jalna í
örvæntingu sinni og grátbiður Möggu um
að fyrirgefa sér, en ekkert dugar. Renny,
sem hefir orðið undarlega hrifinn af
frænku Elvim í eina skiptið, sem hann hafði
séð hana, hefur nú leit að þeim stúlkum.
Hann finnur þær, þar sem þær búa í þorpi
einu hjá frænda þeirra, Bob. Hann er hjá
þeim það, sem eftir er dagsins og hjálpar
til við að koma heyinu í hlöðu. Um kvöldið
spáir Lúlú fyrir honum í tebolla. Renny
sefur um nóttina í hlöðunni. Hann skilur
við stúlkumar næsta morgun. Lúlú bannar
honum að koma aftur. Renny kemur heim
illa útleikinn og með hestinn, sem Ferrier
vildi ekki taka við. Filippus spyr hann,
hvar hann hafi verið um nóttina, en Renny
er tregur að segja frá því; faðir hans hefir
þó einhver gmni um það. Að lokum viður-
kennir Renny það fyrir föður sínum, að
hann hafi sofið hjá Lúlú. Malaheide kemst
að þvi og segir Aðalheiði frá því. Hún
hlakkar nú til að segja fjölskyldunni frá
því hneyksli.
sonardóttirin sátu. Þau snem sér að henni, og allt
í einu fann hún, hvað aðstaða hennar var örvænt-
ingarfull í virðuleik sínum.
Á meðan hún kraup, kikti hún á milli fingranna
yfir á bekk Vaughans, sem var hinumegin við
miðgöngin. Möggu fannst Vaughan vera mjög
sorgmæddur á svip, en frú Vaughan sat breið og
sperrt og var upplitsdjörf, þrátt fyrir skömm
sonar síns. Maurice sat með krosslagða arma og
laut fram. Magga gat ekki séð andlit hans.
Renny kom of seint eins og venjulega, en þegEir
hann læddist inn og settist hjá Möggu, fannst
henni, hún fara að róast aftur. Hún leit á andlit
María hristi höfuðið og rétti honum bænabók
með litmyndum í til þess að skoða. Hann horfði
ólundarlega á myndimar og reyndi að þýða orðin,
sem stóðu undir þeim, en gat það ekki. Hann
renndi sér svo langt út af bekknum, að hann
hefði dottið á gólfið, ef Nikulás hefði ekki gripið
i hann og sett hann heldur harkalega á sinn stað.
Nú stóðu þau upp til þess að syngja sálm, og
Eden hékk fram yfir bekkinn og horfði á skart
Emest, ömmu sinnar og Buckleys. Hann fann að
hann gat komið við sólhlíf frænku sinnar; í því
leit hún á hann og hristi' höfuðið.
Filippus teygði höndina framhjá Maríu og dró
Eden til sin. Þar var hann rólegur andartak, en
.þegar þau settust aftur, hvíslaði hann:
J „Pabbi, má ég ekki sita á milli Renny og
tMöggu?"
Þau höfðu þegar rýmkað til fyrir honum.
^Filippus lét hann fara framhjá, og hann þrýsti
sér niður á milli þeirra. Hann brosti hamingj-
samur til þeirra og rétti þeim hendur sínar. Hönd
Möggu var silkimjúk, en Renny mögur og
beinaber.
Fjölskyldan fyllti tvo kirkjubekki en alla kirkj-
una með sterkum röddunum. Þau sungu alvöru-
full. Nú sungu þau „Bezti faðir, bama þinna
gættu.“ Þau sungu hátt og voru alltaf dálítið á
undan spilaranum. Magga reyndi að syngja með,
en þegar þau komu að „Að oss hlúðu, hryggð
burt snúðu,“ brást henni röddin, og hún gat ekkert
gert nema kreist hönd Edens, sem hún hélt í,
á meðan hún starði tárvotum augum á sálma-
bókina.
Ungi presturinn var ekki nógu hákirkjulegur til
þess að geðjast gömlu frú Whiteoak og tveim
elztu sonum, en ekki nógu frjálslyndur fyrir
Filippus og Buckleyhjónin. Laceyf jölskyldan hall-
aðist fremur að hákirkjunni, Vaughansfjölskyldan
að þeirri frjálslyndu, og þar sem hann var mjög
lipur maður, hafði hann alla helgisiði eins breyti-
lega og mögulegt var, þannig að, þó að sumir
væri ekki fyllilega ánægðir, þá fyndist hinum
þeir ekki alveg afskiftir.
1 dag hafði hann valið sér fyrir texta: „Ríki
friður á múrum þínum og hamingja í húsum
þínum." Þessi texti féll Whiteoakfjölskyldunni vel
i geð, þó að presturinn hefði ekki valið hann í
því augnamiði. Aðalheiður breiddi úr stórum
svörtum blævæng, en á hann hafði önnur dóttir
Lacey málað bláar f jólur, og veifaði honum hægt.
Hún horfði með ljómandi augum á prestinn og
gleypti hvert orð, sem hann sagði um frið á
heimilunum og hættuna, sem alltof mikil heppni
gæti valdið, þangað til henni fannst hann verða
of langorður, og hugur hennar reikaði til þeirrar
skelfingar, sem hún geymdi handa fjölskyldunni.
hans, sem henni fannst skörulegt og dularfullt,
en með svip, sem hún gat ekki ráðið. Þau krupu
saman og hófu hina venjulegu bæn.
Eden sat á milli móður sinnar og Nikulásar,
en langaði mjög mikið til þess að vera á milli
Möggu og Renny. María hvislaði að honum, að
nú ætti hann að vera góður og þægur, þegar hann
Hana fór að syfja, og hún myndi hafa sofnað,
ef það hefði ekki verið fluga, sem suðaði í kring-
um hana. Að lokum settist flugan á bekkinn fyr-
ir framan hana, og Aðalheiður tók fyrir tilveru
hennar með háum hvelli, sem kom öllum, til að
líta i áttina til hennar. Hún brösti ánægð og fór
að lagfæra blæju sína á öxlunum.
fiktaði við flautuna í snúrunni á matrósablúss-
unni sinni, eða hristi peningana á milli handanna,
tók hún blíðlega í hönd hans og hélt henni fast.
En augnaráðið, sem Nikulás sendi honum, þegar
hann var órólegur, var allt annað en blítt. Það
kom honum til að roðna og líta á niður, en hon-
um var samt ómögulegt að vera rólegur.
„Má ég ekki sitja hjá Renny?“ hvislaði hann.
Magga uppgötvaði sér til skelfingar, að það var
altarisgöngu-sunnudagur. Hún gat ekki — ekkert
í veröldinni gæti fengið hana til þess að hætta
á það að þurfa að krjúpa nálægt Maurice. En —
ef hún færi úr kirkjunni áður en altarisgangan
byrjaði, voru öll líkindi til þess að hann færi líka,
og þá mundu þau ganga saman eftir kirkjugólfinu
— ekki sameinuð. en að eilífu aðskilin!