Vikan - 20.07.1944, Síða 12
12
VIKAN, nr. 29, 1944
Á meðan hún var að hugsa sig um, beygði
Filippus sig að henni og sagði:
„Farið þið Renny og takið Eden með ykkur.“
Hann horfði ástúðlega á hana.
Hún vakti litla drenginn, sem rölti niður hlið-
arskipið á milli tveggja eldri systkyna sinna, og
þau fóru út um litla hurð, rétt hjá bekknum,
sem Laeey-fjölskyldan sat. Fyrir utan hittu þau
Veru.
„Ég gat ekki verið kyrr, þegar ég sá ykkur
fara!“ sagði hún. „Þess vegna hvíslaði ég að afa,
að ég væri með voðanlega höfuðverk, og blessað-
ur gamli maðurinn kinkaði kolli, en frænkumar
voru mjög fýldar!“
Magga tók undir handlegg vinkonu sinnar, og
henni fannst allt í einu hún lifna við, af því að
komst út undir beran himin ásamt öðru ungu
fólki. Þær sáu ekki Maurice, því að hann hafði
farið út um aðaldymar og faldi sig milli leg-
steinanna, þangað til þær vom úr augsýn. En
Renny, sem nýlega hafði lent í óvenjulegu ævin-
týri, sá nú Veru með öðrum augum. Hann tók
eftir fegurð hennar og yndisþokka; hann varð
nú óvenjulega þögull nálægt henni og gekk úti
á vegarbrúninni með höndina á hnakka Edens
og lét sem hann sæi ekki ungu stúlkumar.
Vera hvíslaði hátt að Möggu: „Hvað er að
syninum og erfingjanum. Hann er svo hlédrægur
í dag?“
„Ég býst við, að hann sé að hugsa um Mala-
heide frænda,“ svaraði Magga. „Við getum ekki
þolað hann, hvorki Renny né ég.“
„En hvað ég skil það vel! Mér finnst hann
óþolandi persóna!"
„Við vonum og biðjum, að hann fari að fara
til Englands aftur, ásamt Ágústu frænku og
Edwin."
„Heldurðu, að honum dytti nokkurntima í hug
að lofa þeim að fara einum."
„Það er einmitt það, sem hann hugsar sér!
Ég veit, að veslings pabba hefir grunað það. Ég
held nú, að sannleikurinn sé sá, að Malaheide
frændi á ekki bót fyrir rassinn á sér núna, og
eina von hans er að geta lifað á gestrisni fjöl-
skyldunnar."
„Er það nú gestur!" Vera fór að herma eftir
Malaheide á hinn skringilegasta hátt. Hún gerði
það til að skemmta Möggu, og henni tókst það
fyllilega. Stúlkurnar ráku upp smá hláturssköll,'
um leið og þær gengu áfram eftir rykugum þjóð-
veginum.
Renny horföi fjandsamlega á þær. Á þessari
stundu fannst honum öll nærvera kvenfólks ó-
þolandi, og hugsunin um það, að hinn óboðni
gestur, Malaheide, héldi áfram að búa hjá þeim
gerði hann æfan.
„Ef hann ætlar sér að vera kyrr,“ sagði hann
og sparkaði í stein á veginum þá skal ég gera
honum helvíti svo heitt, að hann tolli ekki lengi
á Jalna!"
„Hvað ætlarðu að gera?“ spurðu báðar stúlk-
urnar.
„Það verð ég að hugsa nánar um,“ svaraði hann
iililega.
Þau kvöddu Veru við hliðið á bústað afa hennar
og gengu heim yfir akrana. Nú var Eden vel
vakandi; hann hljóp til og frá á hverju augna-
bliki fann hann; eitthvað nýtt; sníglakuðunga eða
fuglahreiður.
Þegar þau komu inn i forstofuna, tók Renny
utan um systur sína. „Það væri gaman að hafa
þig með aftur, Magga min, þú kemur niður að
borða, er það ekki.“
„Ég býst við því.“ Hún strauk fingrunum eftir
gljáandi þrúgimum á stigastólpanum.
Malaheide frændi kom niður stigan.
„Yndisleg mynd!“ kallaði hann.
„Ætlarðu að vera ókurteis?" spurði Renny
illilega.
Malaheide kipraði munninn upp undir hið langa
nef sitt.
„Drottinn minn dýri, nei. Mér þykir alltof vænt
um ykkur bæði til þess!“
Þau urðu skömmustuleg við tilhugsunina um
það, að honum þætti vænt um þau. Og þeim
gramdist að geta ekki slegizt upp á hann.
Eden sýndi honum sniglakuðung. „Sjáðu, hvað
ég fann.“ • "
Malaheide tók hann og setti hann í lófa sinn.
Svo sagði hann um leið og hann brosti ólundar-
lega: „En hvað ég öfunda snigilinn — sem ber
hús sitt á bakinu!“
Magga fór að hugsa um hvemig Vera hafði
hermt eftir honum, og hún tók að hristast af
niðurbældum hlátri. Hún var á því stigi aftur-
batans, sem er á milli gráts og hláturs.
Renny sneri við og fór aftur út um dyrnar og
Eden elti hann. Malaheide laumaði handlegg um
axlir Möggu. „Má ég ekki fá að hugga þig?“
spurði hann.
Magga skalf ennþá af hlátri. Svona stóðu þau,
þegar fyrsti vagninn ók upp að dyrunum. Magga
reif sig frá honum og hljóp í flýti upp stigan.
Malaheide fór út til þess að taka á móti gömlu
frænku sinni.
„Jæja, þama ertu þá komin kæra Aðalheiður,“
sagði hann. „Hresst á sálinni og með góða lyst á
matnum, sem ég finn á lyktinni að er verið að
undirbúa. En hvað þið lítið öll vel út! Ég, fyrir
mitt leyti hefi, blundað dálítið eftir svefnlausa
nótt, því að ég hefi verið mjög órólegur yfir
mínum einkamálum. Ég fékk mjög óvingjamlegt
bréf frá móður minni. Ég get aðeins líkt henni
við þðsr ófreskjur, sem getið er i ævintýrunum,
er eta sín eigin börn. Edwin, er kannske nokkur
sem getur ásakað mig fyrir að vera henni ekki
góður sonur? Þú hefir séð okkur saman. Og þú
lika, Ágústa!“ Hann tók í handleggi Buckley-
hjónanna og leiddi þau inn í dagstofuna.
Aðalheiður dró blæjuna aftur. „Mér er eins
heitt og væri fiskur á þurru landi,“ sagði hún.
„títvegið mér eitthvað að drekka!"
„Hvað viltu fá, mamma?" spurði Filippus.
,,Vatn?“ Mjöð? Sherry?"
„Mjöðinn okkar,“ svaraði móðir hans. „Það er
ekkert betra á þessum tima dags.“
Jalnamjöðurinn, sem var búinn til eftir upp-
skrift Lacey aðmíráls var prýðilegur. Þau sátu
og stóðu á meðan þau drukku hann, hestamir
vom settir inn í hesthús þar sem þeir voru þurrk-
aðir og fengu líka hressingu.
„Ríki friður á múrum þínum og hamingja í
húsum þínum,“ sagði Ernest. „Þéssi ræða var
sérstaklega góð“ Mér líkar prýðilega við unga
prestinn okkar.“
„Ef hann bara væri ekki með þetta skegg,“
sagði Maria. „Mér finnst það fara mjög illa við
hempu.“
„En mér finnst,“ sagði Ágústa, „skeggið ágætt.
Það bætir úr hinum papisku tilhneigingum, sem
hann án efa hefir. Stundum loka ég augunum til
þess að sjá ekki, hvað hann aðhefst við altarið."
„Þarna sýnir þú þinn lélega smekk, lafði B,“
sagði móðir hennar. „Helgisiðirnir eru það bezta
við guðsþjónustuna."
Ágústa leit niður. „Ég hefi erft viðbjóð pabba
á hákirkjulegum athöfnum.“
Aðalheiður leit snöggt upp.
„Það er skaði, að þú skulir ekki hafa erft annað
eftir hann en einn galla.“
Sir Edwin sagði blíðlega: „Hjá Ágústu verða
gallamir að kostum." Hann þurrkaði vangaskegg
sitt með ljósfjólubláum silkiklúti,
Máltíðin var borðuð í friði, og það var ekki
fyrr en fjölskyldan var komin saman til þess að
drekka te, að Áðalheiður kom með afhjúpun
málsins.
Hún sagði fyrst lágt, rétt eins og hún væri
að tala við tebollann sinn:
„Dekra við drenginn — og hvaða þakklæti
sýnir hann manni? Ekkert. Þvert á móti — hann
gerir það sem hann getur til þess að verða manni
til skammar."
Synir hennar litu á hvem annan. Var hún að
hugsa um einhvern þeirra?
Malaheide sveiflaði löngum, mjóum fótleggj-
unum í kross og sagði:
„Það hefir sannarlega aldrei verið dekrað við
mig, þegar foreldrar mínir höfðu ekki annað
betra að gera, hýddu þau mig.“
Nikulás, Ernest og Filippus horfðu nú á hvern
annan með augnaráði, sem sýndi nú samúð með
foreldrum Malaheide frænda.
Sir Edwin sagði: „Ég fekk mjög alúðlegt
en ákveðið uppeldi. Faðir minn gat haldið yfir
mér fortölur tímunum saman, og nú er ég hon-
um þakklátur fyrir þær, þar sem það hefir breytt
mér úr ungum siðleysingja í það, sem ég er i
dag.“
1. Maggi hefir opnað limonaði-búð og auglýsir,
að viðskiptavinir verða að koma með sykurinn
sjálfir.
2. Stjáni: Hérna eru aurarnir mínir og sykur-
inn . . . Ég ætla að revna eitt glas af límon-
aðinu þínu!!
3. Stjáni: O-Svei!!!
4. Maggi: Já, það var rétt, ég gleymdi að taka
það fram, að þú verður að hafa með þér limonaði-
duftið líka.!