Vikan


Vikan - 24.08.1944, Side 6

Vikan - 24.08.1944, Side 6
6 VIKAN, nr. 34, 1944 „Ekki skór, James, stígvélaskór. iíerra Poirot vill fá að vita, hvort stígv'élaskór, sem Ralph hafði hjá sér á gistihúsinu, voru svartir eða hrúnir. Mikið er undir þvi komið.“ Lesandinn getur kallað mig heimskingja, ef. hann vill. Ég skildi ekkert. „Og hvernig ætlarðu að komast að þessu?“ spurði ég. Caroline sagði, að það myndi ekki verða erf- itt. Bezta vinkona önnu, vinnustúlkunnar hjá okkur, er Clara, vinnustúlka hjá ungfrú Ganett. Og Clara er mikil vinkona skóburstarans á gistihúsinu. Þetta var sem sagt mjög einfalt mál, og með aðstoð ungfrú Ganett, sem veitti fulla samvinnu og gaf stúlku sinni leyfi, þá var því aflokið á skömmum tíma. Er við vorum að setjast að hádegisverði, sagði Caroline með því, sem átti að vera stilling: — „Það er þetta með stígvélaskóna hans Ralph Patons." „Nú,“ sagði ég, „hvað með þá?" „Poirot hélt, að þeir hefðu líklega verið brún- ir. Hann hafði á röngu að standa. Þeir eru svartir." Og Caroline kinkkði kolli hvað eftir annað. Henni fannst augsjáanlega hún hafa unnið stór- sigur yfir Poirot. Eg svaraði henni ekki. Ég var að brjóta heil- ann um það, hvaða þýðingu liturinn á skóm Ralphs Paton gat haft á gang málsins. XV KAFLI. Geoffrey Raymond. Ég átti að fá eina sönnun enn, þenna sama dag, um ágæti aðferða Poirots. Þessi áskorun hans við borðið hafði verið kænskubragð, fundið af þekkingu hans á mannlegu eðli. Sambland ótta og sektartilfinningar hafði knúið frú Ackroyd til þess að segja sannleikann. Hún hafði verið fyrst til að verða við ásökun Poirots. Er ég kom úr sjúkravitjunum mínum þetta kvöld, sagði Caroline mér, að Geoffrey Raymond hefði komið til þess að hitta mig, en væri ný- farinn. „Sagði hann nokkuð um erindi sitt?“ spurði ég um leið og ég hengdi upp frakkann minn. Caroline stóð við hlið mér. „Hann ætlaði að hitta Poirot,“ sagði hún. „Hann kom hingað af kránni. Poirot var ekki við. Raymond hélt, að hann myndi ef til vill vera héma, eða þú vita, hvar hann væri.“ „Ég hefi ekki hugmynd um'það,“ sagði ég. „Ég reyndi að fá hann til þess að bíða, en hann sagðist ætla að fara aftur niður að kránni til þess að sjá, hvort Poirot væri ekki kominn. Það er annars leiðinlegt, því að Poirot kom I sömu andránni." '„Hingað ?“ „Nei, heim til sin auðvitað." „Hvernig veiztu það?“ „Hliðarglugginn," sagði Caroline stuttlega. Mér virtist nú umræðuefnið vera þrotið, en þar var Caroline ekki á sama máli. „Ætlarðu ekki að fara þangað?“ „Kæra Caroline, til hvers?“ „Herra Raymond var mjög áfram um að fá að hitta hann,“ sagði Caroline. „Þú gætir ef til vill fengið að heyra, um hvað er að ræða.“ Ég leit upp. „Forvitni er ekki min erfðasynd," sagði ég kuldalega. „Ég get lifað rólegu og þægilegu lífi án þess að vita nákvæmlega allt, sem nágrann- arnir aðhafast eða hugsa.“ „Vitleysa, James,“ sagði Carolina. „Þig langar alveg eins mikið til þess að vita þetta eins og mig. Það er aðeins, að þú ert ekki eins heiðar- legur. Þú þarft alltaf að vera með þessa upp- gerð.“ „Svona, Caroline," sagði ég og fór inn á lækningastofuna. Tíu mínútum seinna barði Caroline á dymar og kom inn. Hún hélt á krukku af ávaxtamauki. „James,“ sagði hún. „Ég var að hugsa um, hvort þú myndir nenna að skjótast með þessa kmkku yfir til Poirots. Hann sagðist aldrei fyrr hafa smakkað heimatilbúið hindberjamauk, svo að ég lofaði að senda honum eina krukku." „Hvers vegna getur Anna ekki farið?" spurði ég kuldalega. „Hún er að sauma fyrir mig. Ég get ekki verið að láta hana hlaupa frá því.“ Við horfðum hvort á annað. „Jæja," sagði ég og stóð upp. „En ef ég fer með krukkuna, þá rétti ég honum hana við dymar, ekkert meira. Þú skilur það?“ Systir mín hleypti brúnum. „Auðvitað," sagði hún. „Hver stakk upp á neinu öðru?“ Caroline hafði öll trompin á hendi. „Ef Poirot skyldi bjóða þér inn með sér," sagði Caroline um leið og ég gekk út úr dyrunum, „þá gætirðu sagt honum frá þessu með stígvéla- skóna." Þetta var alveg sérstaklega vel hugsað hjá henni, að kveðja mig með þessu. Mig langaði ákaflega mikið til þess að komast til botns i þessu með stígvélaskóna. Þegar ég kom að dyr- um Poirots og góunla konan með skýluklútinn opnaði fyrir mér, þá spurði ég ósjálfrátt eftir Poirot. Poirot kom á móti mér og virtist vera mjög ánægður að sjá mig. „Fáið yður sæti, vinur minn," sagði hann. „1 stóra stólinn ? Þennan litla? Finnst yður of heitt héma inni?“ Mér fannst kæfandi hiti þar inni, en ég minnt- ist ekki á það. Allir gluggar voru lokaðir, og stórt bál logaði i arninum. „Englendingar virðast vera allt of ákafir í hreint loft,“ sagði Poirot. „Góða loftið, það er ágætt að hafa það úti, þar sem það á heima. En hvi ættum við að vera að flytja það inn til okkar? En við skulum nú ekki vera að ræða slík aukaatriði. Þér vilduð eitthvað tala við mig, var það ekki?" „Það var tvennt," sagði ég. „Fyrst var það þessi kmkka frá systur minni.“ Ég rétti honum ávaxtamáukið. „En hvað þetta er fallega gert af ungfrú Caroline. Hún hefir munað eftir loforði sínu. Og hitt?“ „Upplýsingar — eins konar." Og ég sagði honum frá samtali mínu við frú Ackroyd. Hann hlustaði á mig með athygli, en án þess að verða neitt hissa. „Þetta gerir okkur auðveldara fyrir," sagði hann hugsi. „Og það hefir vissa þýðingu til þess að sanna framburð ráðskonunnar. Þér munið, að hún sagðist hafa séð, að silfurborðið stóð opið og lokaði því um leið og hún gekk fram hjá því.“ „En hvað haldið þér um þá staðhæfingu henn- ar, að hún hafi farið inn í dagstofuna til þess að athuga, hvort ekki þyrfti að vökva blómin?" „0, við tókum það nú aldrei mjög alvarlega, var það? Það var greinileg afsökun, fundin upp á sömu stund til þess að útskýra nærveru henn- ar, en engin ástæða var fyrir hendi til þess að spyrja hana nánar út úr. Ég áleit það hugsan- legt, að æsingur hennar kynni að stafa af því, að hún hefði verið að eiga eitthvað við silfrið, en nú held ég að við verðum að leita að annarri ástæðu." „Já,“ sagði ég. Hver var það, sem hún hitti fyrir utan? Og hvers vegna?" „Haldið þér, að hún hafi farið út til þess að hitta einhvern?" „Já.“ Poirot kinkaði kolli. „Það held ég líka," sagði hann hugsandi. Erla og unnust- inn. Teikning eftir Geo McManus. Erla: Það er yndislegt, elsku Oddur minn! Hvenær kem- Oddur: Ég kem eftir klukkutíma, elskan min; ég er í nýja urðu? — Þá skulum við fara í skemmtigöngu! einkennisbúningnum mínum!! Inr , World righli re»«rved 3-11} Oddur: Það stendur einmitt svo á, að ég má Oddur: I guðanna bænum, maður! Þér hafið snoðklippt vera að því að láta klippa mig í millitíðinni! ' mig! Hárskerinn: Það ber ekkert á því, þegar þér hafið sett á yður einkennishúfuna!! Oddur: Æ, æ!!! Hvað segir Erla nú?!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.