Vikan - 24.08.1944, Page 11
VIKAN, nr. 34, 1944
11
Framhaldssaga:
Gamla konan á Jalna
Eftir MAZO DE LA ROCHE.
21
XIX.
Breytileg rás viðburðanna.
Nóttina eftir, um Jónsmessuleytið, þegar tunglið
skýjum hulið lýsti allt upp, gengu þau Magga
og Renny út að götuslóða, sem var hálfhulinn
og lá að reiðveginum gegnum skóginn út að
ósléttu, opnu svseði bak við jarðeignir Jalna.
Þegar tímar liðu fram höfðu trén verið felld
héma, en trjábútamir stóðu eftir og vom nú
þaktir bmmberjum og villtum vinberjaklösum.
Nokkur villt eplatré gnæfðu hátt með hinum
fjölbreyttu, gulu ávöxtum, og hnappar af rauð-
brúnum blómum teygðu anga sína út í loftið.
Gullhnapparnir voru að springa út, sömuleiðis
hinar villtu liljur með ljósleitu krónumar sínar,
meðan ilman perutrjánna gegnsýrði loftið. —
Renny tók utanum systur sína og sagði:
„Hún ætti nú að vera einhverstaðar hér í nánd.
Ég gaf henni drjúgap skammt af hafragraut og
síðan sleppti ég henni." Hann leit hnugginn í
kring um sig. „öll fjölskyldan heldur, að hún
hvíli nú vel varðveitt í jörðinni,“ sagði Magga.
„Það átti hún líka að hafa gert,“ svaraði hann.“
En ég hafði ekki kjark í mér til þess. Nú, jæja,
þarna er hún! Hryssan kom í ljós fram undan
blómskrúðinu í hægðum sinum og út úr kjaft-
vikunum héngu nokkur grasstrá, kviðurinn, sem
hvelfdist inn, frá hryggnum, sem var farinn að
siga og láta undan, stóð út í loftið af hinum góða
mat. Skepnan stóð róleg fyrir framan þau, og
starði á þau undirgefnu augnaráði. —
Renny þreif í höfuð skepnunnar og glennti
munninn upp. —
„Sjáðu bara, Magga, hún hefur allar tennurn-
ar! Hún getur étið. Það myndi vera hræðilegt
að svifta hana lífi.“ — Hann sleppti takinu, og
hún japlaði á grasstránum. —
,,Já ég veit það. En þú getur ekki haldið
áfram að fela hana hérna, og þegar hún verður
uppgötvuð, þá veit ég ekki, hvað fjölskyldan
segir. Ég hélt annars, að þér virtist þú hafa
næg óþægindi af þinum hesti, sem er í burtu og
allt annað. Hvar fundu þeir hryssuna og
folaldið?"
„Inni á hveitiakrinum og þau höfðu troðið
mikið niður — hugsa ég, það verður tjón fyrir
pabba.“
Magga gaf frá sér hryggðarhljóð, síðan sagði
hún: „En hvað þú leizt vel út í hvítu flauelis-
fötunum, þrátt fyrir sárið á enninu. Það sögðu
þau líka öll saman. Þeim fannst öllum, að sagan
um farangur Malaheide væri hið mesta grín. En
það er ekkert, sem getur fælt hann í burtu. Ég
held það sé vonlaust — við neyðumst til að
láta okkur hann lynda. Það verður til þess, að
öll fjölskyldan heldur, að þau geti verið á Jalna
til eilifðar."
„Já, en það getur hann ekki! Taktu eftir orð-
um minum — áður en ég fer aftur í skólann, er
hann genginn okkur úr greipum!"
Magga leit undrandi á hann, en augu hennar
voru sorgmædd. — „Ég veit nú ekki, hvað pabbi
segir, ef meira kemur fyrir. Hann var sannar-
lega reiður í dag — eftir því sem hann getur
orðið. Og amma, já hún hefir nú tekið Malaheide
fullkomlega að sér."
„Kærðu þig ekki um það, Magga. Það gengur
allt saman. Og á morgun förum við Sctochmere
út með veiðistöngina og fiskikörfuna og Keno
En það var ekki nauðsynlegt að leita að
Gallant. Næsta morgun einmitt, er Filippus kom
Forsaira * Sasan gerist á Jalna 1906.
® * Þar býr Whiteokíjölskyld-
an. Gamla frú Whiteok er orðm fjörgömul,
en er þó hin ernasta. Filippus sonur hennar
tók við jörðinni. Hann er tvikvæntur. Átti
Margréti og Renny með fyrri konunni.
Eden og Piers heita bömin, sem hann á
með semni konunni, Mariu. Nikulás og Ern-
est eru bræður Filippusar, ókvæntir. Vera
er vinkona Margrétar, sem ætlar að gift-
ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice
segir Renny frá því, að hann muni eignast
' bam með Elviru Grey, sem býr með frænku
sinni i þorpinu. Systir Filippusar og maður
hennar koma frá Englandi, ásamt Mala-
heide Court. Hann er frændi gömlu frúar-
innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar,
en er illa þokkaður af öðrum. Robert Vaug-
han finnur barn á tröppunum hjá sér og
það kemst upp, að Maurice á það. Filippus
verður öskureiður og fer heim til hans með
bræðrum sinum. Vaughan-hjónin em ör-
vingluð. Magga er yfirbuguð af sorg. Allt
er gert til þess að lokka hana út, en ekkert
dugar. Renny, sem hefir orðið undarlega
hrifinn af frænku Elviru í eina skiptið, sem
hann hafði séð hana, hefur nú leit að þeim
stúlkum. Hann finnur þær hjá frænda
þeirra, Bob. Renny sefur um nóttina i hlöð-
unni. Hann skilur við stúlkumar næsta
morgun. Renny kemur heim illa útleikinn
með hest sinn. Filippus spyr hann, hvar
hann hafi verið um nóttina, en Renny er
tregur að segja frá því; faðir hans hefir
þó einhvem grun um það. Að lokum viður-
kennir Renny það fyrir föður sinum, að
hann hafi sofið hjá Lúlú. Malaheide kemst
að þvi og segir Aðalheiði frá því. Hún segir
það svo uppi yfir allri fjölskyldunni og er
æf af reiði. Filippus verður að banna Renny
að hitta Maurice, sem er álitinn hafa ill
áhrif á hann. Maurice segist vera að fara
í burtu um tíma, því að sér finnist óbæri-
legt að vera heima nálægt foreldrum sín-
um, er hann hafði valdið svo mikillar sorg-
ar. Renny og Magga hafa ort níðvísu, sem
þau svo láta Eden fara með í áheym fjöl-
skyldunnar og nokkurra gesta. Skömmu
síðar er haldið garðboð á Jalna í tilefni af
brottför systur Filippusar og manns henn-
ar, en meðan það stendur sem hæst, fælist
hestur Rennys undir honum og Eden;
Renny fær strangar ákúrar.
út með veiðistöngina og fiskikörfuna og Keno
á hælunum, sveigði lítil tvíhjóluð kerra inn á
veginn. Bob, frændi Elviru, ók kerrunni og við
hliðina á honum sat Lulu, sem teymdi hest
Rennys í bandi. — Filippus leit á þau, er þau
nálguðust, efablandinn á svip.
„Nú, jæja,“ sagði hann, „svo að þið hafið
fundið hestinn minn.“
upp veskið sitt og gaf Bob fimm dollara seðil.
— Hann tautaði nokkur þakkarorð, og er hund-
urinn nálgaðist hestirm, lyfti hann upp löppinni
til að sparka.
„Nú, hvað er þetta, vertu nú rólegur!" sagði
Lúlú. Hún teymdi hann nær og lagði hendina á
höfuð hestsins.
„Þér eruð bersýnilega ekki hræddar við hann,“
sagði Filippus.
„Ég get gert mig skiljanlega við dýr,“ svar-
aði hún, og augnaráð þeirra mættust. Hann
minntist þess, sem Renny hafði sagt um hin dá-
samlegu augu Lúlú, og hann hugsaði með sér:
„Nú, — það er þá hún! Og hún hefir notað tæki-
færið til að koma hingað og heimsækja ungan
vin sinn.“
1 þessum svifum kom Renny út úr húsinu, boð-
inn og búinn til að fara að leita að hesti sínum.
Hann var tignarlegur á svip, en þó nokkuð
þungbúinn. Hann hafði aldrei vitað, hvað það var
að vera feiminn og álappalegur eins og aðrir
ungir menn á gelgjuskeiðinu. Nú hvelfdist and-
lit hans um þann leyndardóm, sem hann og Lúlú
áttu sameiginlega.. Hann gaut brúnleitu augun-
um sínum gaumgæfnislega í áttina til föður síns.
Hann beið eftir því, hvað hann vildi segja.
„Það eru víst tveir af vinum þinum," sagði
Filippus. — „Ég geri ráð fyrir, að þú viljir gjarn-
an þakka þeim. Hann hafði hlaupið aftur heim
að bænum þeirra.;“
Hann leit á Lúlú.
Hún roðnaði í kinnum, en hún hló hátt án
þess að láta nokkuð á sig fá. Hún steig út úr
kerrunni og gekk í áttina til Filippusar með
beizlistauminn í hendinni.
„Nei, nei — láttu son minn hafa hann,“ sagði
hann. — „Það er hann, sem ber ábyrgð á
honurn." — Hann leit hvasst á Renny.
Renny hljóp niður tröppumar og tók tauminn.
Hesturinn varp öndinni mæðulega og virtist aug-
sýnilega frá sér numinn af gleði að vera aftur
kominn heim. Hann hreyfði höfuðið upp og niður
milli Lúlú og Renny, eins og til þess að egna
þau til nýrra æfintýra.
Hodge beygði núna inn á akbrautina í veiði-
vagni, sem hann átti að aka Filippusi og Niku-
lási dálítinn vegarspotta frá bænum, þar sem
þeir ætluðu að veiða. Nikulás kom út úr húsinu
með veiðistöngina á bakinu; hann nam staðar
eitt augnablik.
„Mættur á slaginu — aðeins í þetta eina sinn
— Hvað er þetta?" sagði Filippus brosandi.
Það hrein í Nikulási. „Ég var svo lengi að
„Já,“ svaraði Bob, um leið og hann steig út
úr kerrunni. — „Ég sá hann reika um, síðan
spurði ég nágranna mína, hvort þeir vissu, hver
ætti hann, og þeir sögðu heimkynni hans vera
hér. Ég get sagt yður, að hann er harður í hom
að taka. Hann var nærri búinn að mola á mér
höfuðkúpuna, þegar ég hafði náð tökum á hon-
um.“ ,
Hesturinn skotraði augunum og gapti áhyggju-N
laust. ,
Augnaráði Filippusar var beint að Lúlú. Það
var kvenmaður, sem mikið þótti til koma að
sjá í hófi með. þessum manni, hugsaði hann. Hún
endurgalt augnaráð hans með sýnilegum áhuga.
„Sögðuð þér, að þér hefðuð fundið hann á
klæða mig; ég hefi upp á siðkastið kennt las-
leika i hnénu. Það hefur verið alveg bölvað,
þangað til í morgun."
„Gikt!" hrópaði Filippus og krönglaðist upp í
vagninn og tók taumana af Hodge.
„Guð hjálpi riiér! Það kæri ég mig ekkert um.
Réttu mér hönd þína, Hodge."
Hodge stökk niður úr vagninum og hjálpaði
Nikulási upp í.
„Sérðu ekki, að Gallant er kominn heim?"
spurði Filippus.
„Það er ágætt.“ Nikulás kom allt í einu auga
á Lúlú og starði hugfanginn á hana. — „Já,
það er mjög vingjamlegt af fólkinu að koma með
hann heirn." Filippus sat hinn rólegasti í ekils-
þjóðveginum?" spurði Filippus Bob. — „Ó — já,
hann var þar á rölti fram og aftur. Hann var
kominn inn á götuna mína."
Filippus lagði veiðiútbúnaðinn frá sér, tók
sætinu og hafði strekkt á aktaumunum og beið
þess, að Lúlu hyrfi. Þá sagði Bob feimnislega:
„Nú verðum við vist að fara að hugsa okkur
til hreyfings, Lúlu."