Vikan


Vikan - 24.08.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 24.08.1944, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 34, 1944 Hún brosti án þess að láta nokkuð á sig fá og beið, þangað til Filippus æki af stað. Hodge hljóp út að hiiðinu til að vera tilbúinn að loka á eftir þeim. Bob mælti: „Þér verðið að aka á undan, herra. Yðar hestur er töluvert fljótari í förum en minn.“ „Nei, akið þér á undan,“ svaraði Filippus alúð- lega. — Bob leit á Lúlu, sem virtist ekki geta staðið á fótunum. 1 skjóli við höfuð hestsins hvíslaði hún: „Komdu aftur á morgun, ef þú getur.“ Með stirðnað bros á vörum stóð hún upp í vagninum og ók á brott. „Þetta var athyglisverð stúlka á að líta," sagði Nikulás. „Hver var hún?" „Ég hefi aldrei séð hana fyrr. Hún leit út fyrir að vera hörkunál." Renny stóð og sýslaði eitthvað við aktygi hestsins. Nú stökk hann á bak, og hesturinn dansaði kring um veiðivagninn, eins og hann væri hræddur. Nikulás mælti: „Mér finnst þú ættir að skammast þín. Það mun líða langur tími, þangað til mamma gleymir, hversu dónalega þú hagaðir þér gagnvart gestunum hennar. Mala- heide frændi hefir fyrir sitt leyti rætt málið með 1 þeirri fyrirlitningu, sem þú verðskuldar.“ „Ég hefi nú ekki gert upp sakimar við hann enn þá,“ sagði Renny, „það máttu gjaman segja honum!" Áður en Nikulási hafði unnizt timi til að svara, hafði Filippus slegið í og nú geystust þeir eftir akveginum milli sígrænna trjánna. Aðalheiður hafði ekki gleymt, hvemig farið hafði verið með Malaheide, og hún sá og um, að enginn hinna gleymdi þvi. Við og við allan dag- ixm hellti hún úr skálum reiði sinnar. Glöð yfir að komast að raun um, að hún væri sammála dóttur sinni í þessu máli, gerði hún sér tíðar heimsóknir i herbergi Ágústu og aftr- aði henni á þann hátt að búa um farangur sinn og eigur hennar höfðu aldrei nokkum tíma verið á öðrum eins tætingi. Engu að síður gladdist Ágústa yfir að skilja við móður sína í svo mikilli vinsemd og skilningi og enn meira gleðiefni var henni að fara af stað án Malaheide. Engu minni léttir var henni, er hún heyrði Aðalheiði ganga við stafinn upp tröppumar enn einu sinni. En i þetta sinn kom hún með gjöf til Ágústu. Það var flauelisefni, sem hún hafði geymt í fórum sínum árum saman. „Láttu sauma á þig kjól úr þessu," sagði hún, „kvöldkápu eða greiðsluslopp, ef þú vilt það held- ur. Ég hefi ekki not fyrir það.“ Hún mátaði það á dóttur sína, sem reigði háisinn dálítið til þess að spegla sig, en gat ekki varizt' að taka eftir, hversu það gerði hana föla. „Mér finnst, að þú ættir að eiga það áfram," sagði Ágústa. „Nei, nei. Þú skalt eiga það. Ég hefi ávallt haft í hyggju að gefa þér gjöf. Og einnig Edwin. Ég vil gjarnan, að hann hljóti eitthvað. Ég ætla að fara niður í stofu og athuga, hvað ég get grafið upp.“ „Þú hefir ekki gott af að halda áfram að vera að fara upp og niður stigann, mamma," sagði Emest, sem kom inn um dyrnar í sömu svifum. „Bull, þvaður!" svaraði hún. „Þú ert bara afbrýðisamur, af því að þú hefir ekkert fengið!" Hún gaf honum glettnislega löðmng. Þegar Ágústa og Emest vom orðin ein eftir, hristu þau höfuðið vegna þessara óviðeigandi anna hennar. „Bara ef þessar gjafir hennar tækju ekki svona mikið rúm! Og ef það bara væri eitt- hvað, sem hægt væri að nota. „Láttu Maríu geyma flauelið fyrir þig,“ ráð- lagði Emest henni. „Hún mun gæta þess vel.“ En Ágústa vildi ekki fallast á það. „Ég kæri mig ekki um, að María fái að vita, að ég láti mér fátt um finnast um gjöf, sem móðir mín hefir gefið mér. Auk þess þori ég það alls ekki. Hún myndi áreiðanlega uppgötva það.“ Herra Edwin kom inn með lykla sína í hendinni. „Sjáðu til, nú hefi ég læst ferðatöskum mínum. Þetta liggur héma allt tilbúið og ég hefi fengið rúm fyrir það allt saman." Ágústa sagði með ofsakæti: „Þú verður nú til- neyddur að opna þær aftur. Mamma er farin niður til að finna gjöf handa þér.“ „Já, en ég get það ekki — ég get það alls ekki, Ágústa!" „Ekkert þvaður, Edwin! Þú verður. Hún verður hræðilega reið, ef þú vísar á bug gjöf hennar. „Óskandi að hún veldi einhverjum fátæklingn- um peningagjöf í staðinn!" Nú heyrðist Aðalheiður koma til baka, dálítið þreytuleg eftir allar ferðirnar upp og niður stig- ann. 1 hödnum sér hélt hún á franskri postulíns- klukku, sem hafði staðið á arinhillunni hennar, en hafði ekki gengið í mörg ár. Hún brosti ást- úðlega til Edwins. „Hér hefi ég dálítið handa þér, Edwin," sagði hún geispandi. Þú átt að hafa það i þinni eigin stofu, og þegar klukkan slær, veizt þú, að tími er til kominn að hverfa aftur til Jalna." Bros hennar varð dálitið laumulegt, þegar hún mælti þessi orð, því að hún hafði tilfinningu um, að í þeim fælist meining, sem ekki fullkómlega samsvaraði því, sem hún hafði hugsað sér. „Töfrandi!" sagði Edwin fagurmáll. „Mjög hrífandi!" Hann stóð með úrið í hend- inni og leit hjálparvana í kringum sig. ■„Já, nú verður drengurinn þama auðvitað af- brýðisamur," sagði Aðalheiður, um leið og hún tók Emest undir hendina. „En þú skalt ekki vera smeykur! Farðu með mér niður, þá skal ég finna eitthvað handa þér.“ Hann fylgdi hlýðinn, en þegar þau voru kom- in niður tröppurnar, nam hann staðar. „Farangur minn er lokaður, Mamma, en ef þig í rauninni langar til að gefa mér gjöf, þá myndi ég vera þakklátur fyrir peningaávisim — jafnvel þótt hún væri ekki svo stór.“ Hún varð langleit í framan. „Ég er að vissu leyti svo eyðilögð eftir allt hneykslið i gær,“ sagði hún, „að ég gæti ómögulega haldið á penna til að skrifa ávísun. Þú getur sjálfur sannfærzt um, hvort hönd mín hristist." Hún sýndi honum fallegu, litlu höndina sína, sem skalf eins og hún væri fárveik. Ernest leit skuggalega á hana. „Ég gæti skrif- að ávísun, mamma," stakk hann upp á. „Hún mundi vera ólögleg. Þeir myndu segja í bankanum, að þú hefðir skrifað mitt nafn á eftir. Nei — alls ekki núna. Ef til vill sendi ég þér ávísun á afmælisdaginn þinn.“ Hún gekk inn í stofuna sína sýnilega vonsvikin. Þegar hún hafði lokað dyrunum á eftir sér, hnyklaði hún brýrnar og skældi sig alla um munn- inn. Ernest hafði engan rétt til að krefjast pen- inga af henni. Hann hafði hlotið nægilegt fé eftir föður sinn og frá henni — meira en honum bar. Hún sagði við Boney: „Ég gef gjafir, þegar mig langar til og þeim, sem mér þóknast, og þess konar gjafir, sem mér sýnist. Það kemur engum við. Boney grúfði sig niður á prikinu, um leið og hann færðist undan, svo að hinar hárauðu fjaðrir og stél komu í ljós. „Kutni, kutni," sagði hann spozkur. Ef það er nokkur, sem hefir þörf fyrir peninga, hugsaði hún, þá var það Malaheide. Og samt sem áður var hann ánægður — já innilega hrærður yfir hvaða gjöf sem hún gaf honum. Hana gæti langað til að gefa honum peningagjöf núna, meðan hún væri í skapi til þess. En ef Ernest kæmist að þvi — jæja það væri þá mátu- legt á hann. Hún brosti glettnislega og gekk í áttina að skattholi sínu, þar sem stóð innrömmuð ljós- mynd af manni hennar, og rótaði í efstu skúff- unni í leit að ávísanabókinni sinni. Hún fann hana og penna sinn S þunna fílabeinspennaskaft- inu, sem hún hafði haft með sér frá Indlandi; en nú var það orðið allt of mjótt fyrir gömlu fing- uma hennar. En hún greip fast utan um það og útfyllti ávísun, sem hljóðaði upp á mörg hundruð dollara og skrifaði nafn sitt undir — Aðalheiður Whiteoak, með miklu pennaflúri. Ilún leit efablandin á hann. Biekið var nokkuð þykkt, en þó var það læsilegt, undirskriftin var góð, nafnið greinilegt. Hún stakk fingrunum upp í munninn og sleikti blekið af. Síðan gekk hún fram og tók í klukkustreng- inn. Þegar Elísa kom inn, sagði hún: „Segið honum Court að koma, ég vilji gjarnan tala við hann héma.“ „Já, frú,“ sagði Elisa hvasslega. Herra Court var nú ekki þess konar fólk, sem henni geðjaðist að. MAGGI OG EAGGI. 1. Sveinn: Hvað' er nú þetta? Maggi: Þetta er matjurtagarðurinn hans Ragga. 2. Sveirrn: Já, en það sézt ekki stingandi strá í honum. Maggi: Ég veit! 3. En samt finnst mér það viðeigandi nafn. 4. Það er að minnsta kosti matur þar fyrir fugla á vorin, þegar hann er nýbúinn að sá!!!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.