Vikan - 24.08.1944, Qupperneq 14
VTKAN, nr. 34, 1944
14
fyrir framan kirkjudymar, svo-að þegar prestur-
inn ætlaði út eftir messuna, þá komst hann það
ekki. Sér hann þá, hvað um er að vera, stefnir
til sín kölska og lætur hann nauðugan viljugan
bera burtu aftur alla mykjuna frá kirkjudyrum
og á sinn stað. Gekk séra Sæmundur svo fast að
honum, að hann lét hann seinast sleikja upp leif-
amar með tungunni. Sleikti þá kölski svo fast,
að það kom laut í helluna fyrir framan kirkju-
dymar. Þessi hella er enn í dag í Odda, og nú þó
ekki nema fjórðungur hennar. Liggur hún nú
fyrir framn bæjardymar og sér enn í hana laut-
ina.
Heyhirðingin.
Einu sinni átti Sæmundur fróði mikið af þurri
töðu undir, en rigningarlega leit út. Hann biður
þvi allt heimafólk sitt að reyna að ná heyinu
saman undan rigningunni.
Kerling ein var hjá honum i Odda mjög gömul,
er Þórhildur hét. Prestur gengur til hennar og
biður hana að haltra út á túnið og raka þar
dreifar. Hún segist skuli reyna það, tekur hrifu
og bindur á hrífuskaftsendann hettu þá, sem hún
Var vön að hafa á höfðinu, og skjökti svo út á
túnið. Áður en hún fór, segir hún við Sæmund
prest, að hann skuli vera í garðinum og taka á
móti heyinu, þvi að vinnumennimir verði ekki
svo lengi að binda og bera heim. Prestur segist
skuli fylgja ráðum hennar í því, enda muni þá
bezt fara.
Þegar kerling kemur út á túnið, rekur hún
hrífuendann undir hverja sátu, sem sett var, og
segir: „Upp í garð til Sæmundar!" Það varð að
áhrínsorðum, því að hver baggi, sem kerling
renndi hrífuskaftinu undir með þessum ummæl-
um, hvarf jafnóðum heim í garð. Sæmundur segir
þá við kölska og ára hans, að nú sé þörf að duga
að hlaða úr. Að skömmum tíma liðnum var allt
heyið komið í garð, undan rigningunni.
A eftir sagði Sæmundir við kerlingu: „Eitt-
hvað kannt þú, Þórhildur mín.“ Hún segir: „Það
er nú lítið orðið, og mest allt gleymt, sem ég
kunni í ungdæmi mínu.“
246.
KROSSGÁTA
Vikunnar
Lárétt skýring:
1. silungur. — 5. sleipa. — 9. yfir-
gefna. — 10. troða. — 12. meðali. —
14. yfirbyggður vegur. — 16. lægja.
— 18. viður. — 20. kæti. — 22. munn-
fylli. — 23. forsetning. — 24. sjór. —
26. skóflu. — 27. frændi. — 28. fjötr-
aður. — 30. undirvöxtur. — 31.
skyggja. — 32. spora. — 34. kind. —
35. léit. — 37. óska. — 40. Alföður.
— 43. á fingri (þg.). — 45. hryggð-
in. — 46. skrautjurt. — 48. illt um-
tal. — 50. gangflötur. — 51. á nótum. — 52.
sleipur. — 53. ílát. — 55. elska. — 57. hrausta. —
58. veika. — 60. eld. — 61. dæld. — 62. verk. —
63. vanskapnað. — 64. auðkenna.
Lóðrétt skýring:
2. rýi. — 3. hreyfist. — 4. álpist. — 5. stillt.
— 6. ósköp. — 7. heysátu. — 8. glata. — 11. fald-
ur. — 12. lyppa. — 13. tvíhljóði. — 15. glugga-
efni. — 17. himinn. — 18. búa til. — 19. hæð. —
21. bjó til. — 23. veslingur. — 25. þrældómurinn.
— 28. lausafé. — 29. tala. — 31. ósoðin. — 33.
flýtir. — 36. hæðir. — 38. kyrrð. — 39. heila. —
40. vitskertan. — 41. ónefndur. — 42. menn. —
43. raunir. — 44. skrafa. — 46. ganga. — 47.
linka. — 49. verða. — 52. ágóði. — 54. hvellir. —
56. komast. — 57. þrá. — 59. tóm. — 60. klístur.
Lausn á 245. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: — 1. skáldir. — 6. þröstur. — 11. erli.
— 12. rótt. — 13. stóls. — 14. astar. — 16. Illugi.
— 19. aukana. — 21. tóar. — 22. rámur. — 25.
anir. — 26. tug. — 27. nám. — 28. aða. — 29.
amar. — 33. árar. — 34. ösku. — 35. glas. — 36.
verk. — 40. agni. — 44. æfa. — 45. blá. — 47.
ról. — 48. sama. — 50. væfla. — 52. garm. — 53.
krassa. — 55. neinir. — 57. rakna. — 59. ógild.
— 60. náir. — 61. sagi. — 62. leysing. — 63.
krangar. —
Lóðrétt: — 1. sveitta. — 2. letur. — 3. dróg.
— 4. illir. — 5. ris. — 6. þrá. — 7. rósar. — 8.
öttu. — 9. staka. — 10. rakarar. — 13. slaga. —
15. ranar. — 17. lóum. — 18. smár. — 20. niða. —
23. án. — 24. um. — 30. rök. — 31. æki. — 32.
kló. — 33. ása. — 36. væskill. — 37. efar. — 38.
ramar. — 39. elfi. — 41. grand. — 42. móri. —
43. ilmreyr. — 45. bæ. — 46. ál. — 49. asans. —
50. vanin. — 51. angar. — 52. gilin. — 54. skái.
— 56. eiga. — 58. arg. — 59. ósk.
JBrennivínskúturinn.
Einu sinni komu vermenn til séra Eiríks i Vogs-
ósum. Þá var kalt veður og frost mikið. Þeir
báðu prest að gefa sér í staupinu, en hann sagð-
ist ekkert vín eiga. Þeir báðu hann því ákafar
og sögðu, að ekki- mundi vínlaust í Vogsósum,
ef vel væri leitað. Eiríki leiddist nauðið í þeim og
sagðist ekki muna, hvort hann ætti svolítinn
laggardreitil í kútnum sem hann hafði fengið um
daginn. Fór hann þá og sótti kútinn og fékk þeim.
Hann bað þá vita, hvort nokkuð væri í kútholunni,
Og kúga hana. Þeir tóku við og heyrðu, að dálítið
gutlaði í á kútnum. Glöddust þeir við og supu á allir,
en einatt gutlaði viðlíka mikið í kútnum, og það,
eftir að allir höfðu þó sopið á honum eftir vild
sinni. Eiríkur spurði, hvort t,' -1' vildu ekki ljúka
þessum seytli, en þeir sögðurt ekki geta það
svona allt i einu. Hann spurði þá, hvort þeir
vildu ekki hafa kútinn með sér. Það það þágu
þeir og þökkuðu presti mikillega fyrir. Þar næst
héldu þeir af stað. Drukku þeir úr kútnum, þegar
þá lysti og þó var ekki að heyra, að neitt minnk-
aði á honum. Þegar þetta nafði lengi gengið,
segir einn þeirra, að þetta sé ekki einleikið, og
muni Eirikur nú hafa haft einhver brögð í tafli
við þá. Hann þrífur þá kútinn og kastar honum
niður á stein. Brotnaði þá kúturinn sundur, og
var hann hvítur innan af myglu. Var ekki að sjá,
að neinn deigur dropi hefði í hann komið langa
lengi.
(Þjóðsögur J. Ám.)
Fylgdarmaðurinn (sönn saga).
Hjúkrunarkonan hringdi snemma kvölds til
Rutgers Beekman, ofursta í her Bandaríkjanna,
og sagði, að syni hans liði vel eftir atvikum og
að skera ætti hann upp undireins.
Lausn á orðaþraut á bls. 13.
Sjómannadagur.
SÓLAR
JÁHNI
ÓS JÓR
M U N N I
ASK AR
NÆLIR
N AGLI
AFINN
dUfur
AFLÓ A
GÆSIR
UN AÐS
ROKIÐ
Þeir feðgamir voru á Englandi; faðirinn í
þjónustu Eisenhowers, en sonurinn liðsforingl í
sjóhemum. Sá síðarnefndi hafði verið fluttur
þennan dag illa særður í spítalann.
Þegar ofurstinn bað um leyfi til þess að sjá
son sinn, var honum sagt, að það kæmi ekki til
mála. Honum var jafnvel bannað að koma í
spítalann. Sagt var, að það gæti orðið til þess
að valda syni hans geðshræringu.
„Hann mundi ekki þurfa að vita neitt um það,"
sagði ofurstinn.
„Hann finnur nærveru yðar,“ sagði hjúkmnar-
konan. „Við sklum hringja til yðar skömmu eftir
uppskurðinn."
Beekman beið i litlu íbúðinni sinni og gekk
þar um gólf, fram og aftur, eirðarlaus. Loksins
hringdi síminn. Uppskurðinum var lokið. Ætlaði
ofurstinn að koma?
Hann hljóp niður stigana. Þegar hann kom út
Svör við Veiztu—? á bls. 4:
1. Orðhákur (gifur: tröllkona).
2. Orðið geysir.
3. Erindið er eftir Þum í Garði.
4. Byron, og Matthias Jochumsson þýddi á
íslenzku.
5. 995—1000.
6. Sjórinn.
7. Arabiskt konungsríki, Mesópótamía.
8. Þjóðemisflokkur i Kina.
9. Thomas Edison.
10. 1 Pétri Gauts svitunni eftir Grieg.
á götu, lá þétt Lundúnaþoka yfir öllu. Það var
örstutt i spítalann, en Beekman viltist, þótt þetta
væri ekki langur vegur. Þokan, studd af myrkv-
uninni, sveipaði götumar, byggingamar og hinar
fáu manneskjur, sem hann heyrði i, en gat tæpast
séð, og gerði hann mglaðan.
Hann kallaði: „Ég er amerískur liðsforingi.
Sonur minn er í St. Gregory spítalanum. Vildi
einhver .... “
Þá var tekið undir hönd hans og einhver sagði:
„Komið með mér, herra!“
Ókunni maðurinn leiddi hann áfram — til
vinstri, hægri, vinstri, fyrir hom. Hann sá grilla
í stóra byggingu gegnum dimmuna. „Héma er
það, herra," sagði röddin.
Beekman þakkaði hinum miskunnsama Sam-
verja. Á leiðinni upp spítalatröppumar, sneri
hann sér við og kallaði: „Hvemig gátuð þér
ratað hingað?"
„Það var auðvelt," heyrði hann svarað. „Ég
er blindur. Misstl sjónina á báðum augunum í
Dunkirk."
Og ókunni maðurinn hvarf út í þokuna.