Vikan


Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 6

Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 43, 1944 fór að athuga þetta nánar, komst ég að ýmsum mikilvægum atriðum. Ég komst að því, að ung- frú Russell hafði heimsótt Sheppard lækni um morguninn, og hafði hún látið í ljós mikinn áhuga á lækningu þeirra, sem neyttu eiturlyfja. Þegar ég setti þetta svo í samband við gæsafjöðrina, sá ég að umræddur maður hefði komið til Fernly til þess að hitta ráðskonuna, en ekki Ursulu Bourne. Hvem fór Ursula Bourne þá til að hitta ? Ég var ekki lengi í vafa. Fyrst fann ég hring — giftingarhring ■— með ,,Frá R.“ og dagsetningu innan í. Svo frétti ég það, að Ralph Paton hafði sézt koma eftir götunni, sem liggur að lystihús- inu, þegar klukkan var tuttugu og fimm minútur yfir níu, og ég vissi líka um samtal, sem átti sér stað í skóginum nálægt þorpinu þann sama eftirmiðdag — samtal milli Ralph Patons og ein- hverrar óþekktrar stúlku. Svo að nú hafði ég allt í röð og reglu. Leynileg gifting, trúlofun opinber- uð á þessum sorglega degi, rifrildið í skóginum, og fundurinn í lystihúsinu um kvöldið. Þetta benti til þess, að bæði Ralph Paton og Ursula Boume (Paton) hefðu mesta ástæðu til þess að óska, að Ackroyd væri dauður. Það skýrði líka eitt atriði óvænt. Það gat ekki verið Ralph Paton, sem var irmi hjá Ackroyd klukkan hálf tíu. Þá komum við að öðm og mjög þýðingarmiklu atriði í glæpnum. Hver var inni hjá Ackroyd klukkan hálf tíu? Ekki Ralph Paton, sem var í lystihúsinu með konu sinni. Ekki Charles Kent, sem var þegar farinn. Hver var það þá ? Þá kem ég með slungnustu — djörfustu spurningu mína: Var nokkur hjá honum?“ Poirot hallaði sér fram og smellti þessum síð- ustu orðum sigri hrósandi á okkur, hallaði sér svo aftur með svip þess, sem hefir hitt ákveðið mark. Raymond virtist samt ekki hafa orðið fyrir miklum áhrifum og reyndi að mótmæla lítils- háttar. ,,Ég veit ekki, hvort þér ætlið að stímpla mig lygara Poirot, en málið er ekki komið einungis undir vitnisburði mínum. Munið, að Blunt majór heyrði lika Ackroyd tala við einhvem. Hann var á stéttinni fyrir utan, og heyrði ekki orðin greini- lega, en hann heyrði vel raddirnar." Poirot kinkaði kolli. wTfig hefi ekki gleymt því,“ sagði hann rólega. ,,En Blunt majór hélt, að Ackroyd væri að tala við yður.“ Eitt andartak virtist Raymond ráðþrota. Svo náði hann sér. „Blunt veit'núna, að honum skjátlaðist," sagði hann. „Það er alveg rétt,“ sagði hinn maðurinn. „Það hlýtur samt að hafa verið einhver ástæða til að hann hélt það|“ sagði Poirot hugsandi. „Ó! nei,“ hann lyfti hendinni í mótmælaskyni, „ég veit hvaða ástæðu þér ætlið að gefa — en það er ekki nóg. Frá því í upphafi málsins hefir mér þótt eitt undarlegt — og það eru orðin, sem Raymound heyrði. Það hefir furðað mig, að eng- um hefir þótt þau neitt skrýtin." Hann þagnaði dálitla stund, svo sagði hann hægt: „ . . . Þessar peningabeiðnir hafa vérið svo tíðar, uppá siðkastið, að mér finnst ómögulegt að Sinna þeim lengur. Finnst yður ekkert einkenni- legt við þetta?“ „Ekki finnst mér það,“ sagði Raymound. — „Hann hefir svo oft lesið fyrir mig bréf og notað þá næstum þessi sömu orð.“ „Alveg rétt,“ hrópaði Poirot. „Það er það, sem ég er að tala um. Mundi nokkur maður taka svona til orða, ef hann væri að tala við annan? Ómögulegt að það geti verið partur af samræð- um. Nú, ef hann hefði verið að lesa fyrir bréf —“ „Þér eigið við, að hann hafi verið að lesa bréf upphátt," sagði Raymond hægt. „Þó svo hafi ver- ið þá hlýtur hann að hafa verið að lesa það fyrir einhvern." „Hvers vegna? Við höfum engan vott af því, að nokkur hafi verið í herberginu. Munið, að þið heyrðuð ekki nema rödd Ackroyds." „Enginn mundi lesa slíkt bréf upphátt fyrir sjálfan sig — ekki nema hann hafi ætlað að blekkja." „Þið hafið öll gleymt einu,“ sagði Poirot blíð- lega. „Ókunnuga manninum, sem kom á mið- vikudaginn." Þau störðu öll á hann. „Já,“ sagði Poirot, „á miðvikudaginn. Það er í sjálfu sér ekki þýðingarmikið hver maðurinn var. En ég hefi áhuga á verzlunarfyrirtækinu, sem hann vinnur hjá. „Hljóðritafélagið," sagði Raymond. „Ég skil það núna. Þér haldið að það hafi verið hljóðriti?" Poirot kinkaði kolli. „Þér munið eftir þvi, að Ackroyd hafði lofað að kaupa hljóðrita. Ég forvitnaðist til að spyrjá um það hjá áðumefndu fyrirtæki. Svar þeirra er, að Ackroyd keypti hljóðrita af sölumanni þeirra. Ég veit ekki, hvers vegna hann leyndi því fyrir yður." „Hann hlýtur að hafa ætlað að glteðja mig með því,“ sagði Raymound. „Hann hafði barnslega ánægju af því, að gera fólk undrandi. Hann hefir ætlað að þegja yfir því í einn dag eðæ svo. Hefir líklega Ieikið sér að því, eins og það væri nýtt leikfang. Já, þetta er rétt. Þér hafið á réttu að standa — enginn mundi nota nákvæmlega þessi orð í venjulegum samræðum." „Það útskýrir líka,“ sagði Poirot, „hvers vegna Blunt majór hélt að þér væruð inni í skrifstof- unni. Hann heyrði ekki nema orð og orð, svo að hann hélt ósjálfrátt, að það væruð þér. Hann var að huga um allt annað, hvítu veruna, sem hann hafði séð. Hann hélt, að það væru ungfrú Ack- royd. En í rauninni var það hvíta svuntan hennar Ursulu Bourne, sem hann sá, þegar hún var að læðast út í lystihúsið." Raymond hafði náð sér eftir fyrstu undrunina. „En þrátt fyrir það,“ sagði hann, „þá er aðal- kjarni málsins óbreyttur, þessi uppgötvun yðar er stórkostleg, mér hefði aldrei dottið slikt í hug. Ackroyd var á lífi klukkan hálf tíu, fyrst hann var að tala í hljóðritann. Það virðist augljóst að þessi maður, Charles Kent, hafi verið farmn þá. En Ralph Paton —?“ Hann hikaði og horfði á Ursulu. Hún roðnaði, en svaraði rólega. „Við Ralph skildum tæplega kortér fyrir tíu. Ég er viss um, að hann kom aldrei nærri húsinu. Hann ætlaði ekki að gera það. Hann vildi sízt af öllu hitta stjúpföður sinn. Hann hefði verið mjög hræddur við það.“ „Það er ekki af því, að ég efist um sannsögli yðar,“ sagði Raymond. „Ég hefi alltaf verið sann- færður um það, að Paton kapteinn væri saklaus. En maður neyðist til þess að hugsa um dómstól- inn — og spurningamar, sem eru lagðar fyrir mann. Hann er í mjög óheppilegri aðstöðu, en ef hann gæfi sig fram —." Poirot greip fram í. „Er það ráðlegging yðar, að hann ætti að koma f ram ? “ „Vissulega. Ef þér vitið, hvar hann er —.“ „Ég veit, að þér trúið ekki að ég viti það. Og þó var ég að segja yður rétt áðan, að ég vissi allt. Sannleikurin um upphringinguna, fótsporin á gluggakistunni og um felustað Ralph Pat- ons —.“ „Hvar er hann?“ spurði Blunt hvasst. „Ekki langt i burtu,“ sagði Poirot brosandi. ,4 Cranchester ? “ spurði ég. Poirot sneri sér að mér. „Þér spyrjið mig alltaf um það. Þér hafið sér- stakt dálæti á þessari hugmynd yðar um Cran- chester. Nei, hann er ekki-í Cranchester. Hann er þarna'." Hann gaf þýðingarmikla bendingu með þumal- fingrinum. Allir sneru sér við. Ralph Paton stóð í dyrunum. Erla og unnust- inn. Teikning eftir Geo. McManus. Hermaðurinn: Varstu hækkaður í tign? Oddur: Nei, en ég fékk fri í dag. Og nú ætla ég að sima til unnustu minnar og segja henni gleðitíðindin. Oddur: Nú síma ég til Erlu; ég ætla ekki að gera það í herbúðunum, því að strákamir gera alltaf grín að mér. Oddur: Halló Erla, sæl ástin Erla: 0, Oddur. Mér þykir svo vænt um að heyra til þín. mín! Þetta er hann Oddur þinn! Ég er að fara til Stinu frænku, hún er uppi í sveit og er Hvemig líður þér, elskan? orðin veik — — — Oddur: Ólánið eltir mig! Nú fæ ég ekki frí aftur fyrr en eftir þrjár vikur — og hvemig á ég að eyða deginum?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.