Vikan


Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 10

Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 10
I 10 VIKAN, nr. 43, 1944 iir i ifi fll 1 1 1 A . m 1 E> ! III III ILl I II 0 Að grafa sinni gœfu gröf - Eftir Dale Carnegie. ' ======== (Framh. úr síðasta blaði). Matseðillinn Súrmjólkurbúðingur. y2 1. súr, hlaupin mjólk. 200 gr. sykur. % sítróna. 14 plötur matarlím. y2 1. rjómi. Romm- dropar. Ávaxtalitur. Mjólkin er þeytt með sykrinum, sítrónusafanum, rommdropunum, matarlíminu, sem hefir verið leyst upp, og rifnum sítrónuberki af % af sítrónunni er bætt út í. Síðan er ávaxtalitnum og þeyttum rjómanum bætt í. Búðingnum er hellt í vætt mót. Þegar hann er orðinn stífur, er mótinu hvolft, og búðingurinn borinn fram með þeyttum rjóma eða saft- sósu. Uppskriftin nægir handa 6—8 manns. Fiskréttur. (Cabillaud á l’anglaise). 2 kg. þorskur, % sítróna, salt, pipar, 100 kg. smjör, % 1. fisk- soð. Fiskurinn, sem á að vera fremur lítill, er hreistraður, roðið tekið af og fiskurinn rifinn frá beinunum. Fiskn- um er dýft niður í bráðið smjör, sítrónusafanum sprautað yfir hann og ofurlitlu af pipar og salti stráð yfir hann. Síðan er fiskinum rúllað saman og byrjað á breiðari endan- um. Fiskinum er haldið saman, með pVÍ £ð stinga þrjóni, sem dyfið hefir verið x feiti, í gegn um hánn. Þá er fiskurinn látinn í smurt mót, soðinu og því, sem eftir var af bráðna smjör- inu bætt út í. Að lokum er mótið sett í vel heitan ofn og bakað í 20 mínútur. Á meðan er soðinu oft ausið yfir fiskinn. Fiskstykkin eru siðan látin í hring á fatið. 1 miðjuna eru sett jarðepli. Tómatsósa er borin fram með þessu. Munið að krystall verður fallegur, ef hann er þveginn úr saltvatni. Tízkiimynd Þessi snotri dragtarkjóll er úr dökkbláu ullarefni. Að framan og á ermunum eru leggingar úr svart- og hvítröndóttu efni. Undir jakkanum má hafa blússu. HÚSRÁÐ Geymið í sérstöðu íláti allar brauð og kökuleifar, sem má svo seinna nota i brauðsúpu. Eitt í ævi þeirra virðist mér einn af áhrifamestu atburðum sögunnar. Þau voru eins og ég sagði áðan, tak- takmarkalaust hamingjusöm fyrst eftir að þau giftust. En nú, fjörutíu og átta árum seinna, þoldi hann varla að sjá hana. Stundum á kvöldin kom þessi gamla og bugaða kona, sem hungraði og þyrsti í ástúð krjúp- andi að fótum hans og grátbað hann að lesa fyrir sig þau þrungnu ástar- orð, sem hann hafði skrifað um hana i dagbók stna fyrir fimmtíu árum. Og hann las um þessa fögnx ham- ingjusömu daga, sem nú voru horfn- ir að eilífu, og þau grétu bæði. Svona var munurinn mikill, geigvænlega mikill á veruleika lífsins og ævintýra- draumunum, sem þau dreymdi fyrir langa löngu. Loks gat Tolstoy ekki lengur þolað hönnung hamingjuleysisins á heimili sínu, og þegar hann var áttatíu og tveggja ára flýði hann frá konu sinni í hríðarveðri eina októbernótt árið 1910, flýði í kulda og myrkri og vissi ekki, hvert hann átti að halda. Ellefu dögum seinna andaðist hann úr lungnabólgu á járnbrautarstöð einni. Hann bað þess á banadægri sínu, að konunni yrði ekki leyft að koma til sín. Þetta gjald greiddi greifafrú Tol- stoy fyrir nöldur sitt og jag og víl. Lesandanum getur kannske fund- ist að hún hafi haft ærna ástæðu til umkvörtunar. Það er allt annað mál. Urlausnarefnið er þetta: varð jagið henni að nokkru liði eða varð það til þess að gera illt verra? Eg held, að ég hafi ekki verið með öllum mjalla. Þetta var skoðun fni Tolstoy sjálfrar á þessu, þegar það var orðið of seint, Harmsagan í lífi Abrahams Linc- olns var einnig hjónaband hans. Ekki það að hann var myrtur, heldur hitt, að hann var giftur. Lincoln vissi ekki, að skotið var á hann, þegar Booth hleypti af byssu sinni. En í næstum því aldarfjórðung uppskar hann það, sem Hendon málflutnings- félagi hans kallaði beizkan ávöxt af sorg sambúðarinnar. Þetta var milt orðalag: sorg sambúðarinnar. 1 næst- um því aldarfjórðung kvaldi frú Lincoln hann með nöldri sínu og geð- vonzku. Hún var síkvartandi og alltaf eitt- hvað að finna að manni sínum, hann gat aldrei gert neitt, sem henni fannst rétt. Hann var síginaxla, hann var klunnalegur í göngulagi og ark- aði áfram eins og Indíáni. Hún skammaði hann fyrir, að engin lipurð væri i fótaburði hans, enginn virðu- leiki í hreyfingum hans, hún hrakti hann og hæddi hann til að fá hann til að ganga með tæmar beygðar nið- ur eins og hún hafði lært í heima- vistinni í kvennaskólanum í Lexing- ton hjá madömu Mentell. Henni líkaði ekki, hvað eyrun á honum stóðu mikið út í loftið. Hún sagði, að nefið á honum væri ekki beint og neðri vörin sígin, hann var horgrindarlegur, of fótstór og hand- stór, en höfuðlítill um of. Abraham Lincoln og Mary Todd Lincoln voru gerólik í öllu: í uppeldi, í skapi, í smekk, í hugsun og þau komu úr ólíku umhverfi. Þau vom hvort öðru til sífeldra leiðinda. Hvell og gjallandi rödd frú Lincoln heyrðist um þvera götuna, og allir í nágrenninu heyrðu látlaust rifrild- isköst hennar. Oft lýsti reiði hennar sér í öðm en orðum og dæmin um ofsa hennar eru mörg og efalaus. Hér er eitt dæmi. Lincolnshjónin bjuggu um skeið, þegar þau voru ný- gift, hjá fm Early, læknisekkju, sem þurfti að hafa ofanaf fyrir sér með matsölu. Einu sinni, þegar þau hjón vora að snæða morgunverð, varð Lincoln eitthvað á, sem vakti reiði hinnar bráðu konu. Nú man enginn, hvað það var. En í bræði sinni skvetti frú Lincoln fullum bolla af heitu kaffi framan í manninn sinn. Hún gerði það í augsýn hinna gestanna. Lincoln sat orðlaus og þögull og auðmýktur, þegar frú Early kom með þurrku og þurrkaði andlit hans og föt. Geðvonzka frú Lincoln var svo Framhald á bls. 15. Frímerki eru verðmæti. Kastið ekki verðmætum fyrir borð. Kaupi íslenzk frímerki hæsta verði eftir innkaupslista. — Duglegir umboðsmenn óskast um allt land til innkaupa á íslenzkum frímerkjum. Há ómakslaun! Leitið upplýsinga hjá: SIG. HELGASON, P. O. Box 121, Reykjavík. Allir vita að GERBEK’S Barnamjöl hefir reynst bezta og bætiefnaríkasta fæða, sem hingað hefir flutzt. Fæst í Verzlun Theódór Siemsen Sími 4205. NB. Sendi lit um land gegn póstkröfu. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.