Vikan


Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 43, 1944 „Þú stóðst þig vel, vinur!“ Renny brosti biturlega. „Hvað kom fyrir?“ spurði Filippus. „Ég veit það ekki. Jú — ég get ekki skýrt það. En hesturinn sá einhvern, sem gerði hann hræddan — ó, pabbi, spurðu mig ekki!“ „Nú, það er líka sama. En Gallant er of skap- stór. Dugar ekki á keppnum." „Ég veit það.“ Hann horfði þunglyndislega á hestana og riddarana í einkennisbúningum er komu inn á sviðið. Hann sá Lúlú standa við girð- inguna, hún var að tala við manninn, sem sneri nú bakinu að sviðinuu og horfði með hrifningu á hana. Hendur hennar, sem héldu um girðinguna, voru beinaberar. Renny fann að nú væri hún að segja frá leyndarmáli hans með hinni léttúðugu tungu sinni. Aðalheiður ýtti við honum með blævængnum sínum. Hún spurði: „Hvers vegna léztu Malaheide sigra þig.“ „Ég vona að þú sért ánægð, amma,“ svaraði hann biturlega. „Mér þótti leitt að sjá sonarson minn sigraðan," svaraði hún. „Það var andstyggilegt." Malaheide sat í stúku Vaughans og brosti til- gerðarlega, og Róbert Vaughan tók með guggnu brosi á móti hamingjuóskum með honum. XXVni. KAFLI. Ráðagerðir æskunnar. Daginn eftir sagði Renny föður sínum frá því, að hann hefði snúist í öklanum, og hann vissi ekki, hvemig það hafði viljað til. Öklinn var dálítið bólginn, og Renny tók því ekki eins létt og hann var vanur að taka slíku. Hann var með dökka bauga undir augunum og leit út eins og hann hefði ekki sofið. Heimilislæknirinn kom og batt um öklann. Hann sagði að Renny væri þunglyndur og hann yrði að hvíla sig í hálfs- mánaðar tíma. Filipþus horfði áhyggjufullur á son sinn. Hvernig maður skyldi hann verða? Hann óskaði þess, að hann vissi, hvað byggi í honum. „Sigraður! Sigraður! Sigraður!" barmaði Renny sér, þegar hann studdist við staf og haltr- aði eftir stígnum með fram ánni. „Hvemig gat ég látið þennan bölvaðan dóna sigra mig. Ó, bölvuð kvensniftin! Ég vona, að ég sjái hana aldrei framar!“ En andlit hennar brosti stríðnis- lega til hans á milli laufblaðanna, og augu henn- ar horfðu á hann úr glampandi ánni. Hann dróst ósjálfrátt að staðnum, sem var beint á móti tjaldi Malaheide. Hann lagðist niður í hávaxið grasið og beið eftir að sjá Malaheide. Tjaldið var svo friðsamlegt, hreint og ósnortið þar sem það var falið á milli trjánna. Og þó bjó þessi eitumaðra í því! „Hann sigraði mig!“ endurtók Renny hvað eftir annað. Og hendur hans krömdu grasið. „Hann sveik mig! Hann prett- aði mig! Hann er sigurvegarinn! Og það er allt Lúlú að kenna!" Tjalddymar opnuðust, og Malaheide kom út með teketil í hendirmi. Hann var í svartri peysu og hvítum buxum, og kolsvarta hárið hans, sem Renny hafði aldrei séð öðruvísi en greitt slétt aftur, hékk nú fram á ennið eins og tvö horn. Hann gekk letilega eins og köttur en þó varlega niður að ánni, lagðist á hné og stakk handleggj- unum niður í ískalt vatnið. Hann skvetti vatni yfir höfuð og andlit eins og til þess að svala hitasótt, og síðan þurrkaði hann sér kröftuglega með handklæði, er lá á árbakkanum. Án þess að hann hafði tekið eftir því, hafði svanafjölskyldan komið siglandi úr bugðu í ánni. Nú var aðeins einn eftir af fjórum ungunum. Hvemig hinir höfðu horfið vissi enginn, en þessi endurteknu slys höfðu gert álftahjónin vör um sig. Þau syntu með ungann á milli sin, hann teygði fram gráan hálsinn og gaf frá sér undar- legt kurrandi hijóð. Allt í einu kafaði annar fugiinn, en hinn horfði á hann með athygli en sigldi svo með ungann við hlið sér fyrir nefið einmitt er Malaheide var að hrista handklæði sitt. Svanurinn, sem óttaðist að hér væri hætta á ferðum fyrir ungann sinn, breiddi úr stórum vængjunum og þaut í æðiskasti í áttina til Mala- heide. Eins og nautabani fyrir framan naut, veifaði Malaheide handklæðinu fyrir framan svaninn. Hann átti ekki von á þvi að vekja slíka æsing; svanurinn lagði niður vængina, synti alveg til hans og elti hann alveg upp á land. Malaheide þaut af stað og hvarf inn í tjald sitt, en eftir það sneri svanurinn aftur til ungans sins sigri hrósandi með aðra svörtu löppina fyrir ofan vatnsflötinn reiðubúinn að berja frá sér til þess að verja afkvæmi sitt. Síðan syntu þeir allir nið- ur ána aftur. Renny hafði horft á þennan atburð með mesta áhuga. Hann var enn þá að hugsa um það, þegar Malaheide kom út aftur til þess að ná í vatn á ketilinn. Reykinn lagði yndislega upp frá eldi hans, og matarlyktin ilmaði yfir vatnið. Renny lá út af og horfði á hann eins og hann væri hálfsofandi. Hann var að hugsa um ýmislegt. Hann lá þama í meira.en klukkustund, þangað til hann hafði séð Malaheide, sem nú var kom- inn í dökk jakkaföt, loka tjaldinu og ganga í áttina til Vaughanseignarinnar. Þá stóð Renny upp og gekk, ekki þjáningar- laus, til baka eftir stígnum og að brúnni og yfir • á hinn árbakkann. Hann gekk að staðnum þar sem Malaheide hafði fleygt frá sér handklæð- inu, og hann settist þar í skjól við runnana. Það var djúp haustkyrrð yfir öllu. Næturfrostið var nú horfið fyrir heitu, gulu sólskininu; það gjálfr- aði lágt í vatninu, þegar það skolaðist við hála steinana. Hann þurfti ekki að bíða lengi. Álftirnar tvær og unginn þeirra komu aftur í þessa kyrrlátu vík, þar sem þær voru vanar að dvelja heitustu stund- ir dagsins. Þegar þær vom komnar beint fyrir framan Renny, reis hann upp og kom úr fylgsni sínu og tók að hrista handklæðið ákaft fyrir framan álftina. Eitt andartak var hún svo undrandi, að hún var grafkyrr eins og höggvin í marmara. Svo tók hún að berjast um með vængjunum eins og ofsareiði hefði gripið hana, vatnið gusaðist um hana, og hún réðist til atlögu. En Renny var búinn undir það. Hann þaut til baka, um leið og hann sveiflaði handklæðinu fyrir framan álftina, er brölti þunglamalega á eftir honum. Hann var móður og hann verkjaði í öklann, þegar hann hljóp upp úr gilinu. Hann nam stað- ar dálitla stund og strauk hendinni um hökuna; svo haltraði hann inn í lítinn eikilund og yfir akur og upp á veginn. Þá sá hann einn vinnu- mann föður mins, er kom eftir veginum með tóman vagn, hann kom frá því að aka eplahlassi til jámbrautarstöðvarinnar. Renny kallaði á hann. „Heyrðu! Geturðu ekki ekið mér til Laceys aðmíráls. Ég meiddi mig í öklanum.“ Hann skreið upp á ekilssætið, og maðurinn, sem vildi ekki minnast á Gallant, sagði: „Ég frétti, að þér hafið staðið yður svo vel á hestasýningunni í gær, herra.“ „Ö, já — það gekk sæmilega." „Við heyrðum, að þér sigruðuð alla hina -— stóðuð yður mjög prýðilega -— segir Scotch- mere.“ „Það er fallega gert af Scotcmere. En ég vann ekki á Gallant, og það var ekki honum að kenna.“ „Slíkt getur komið fyrir, herra — og þér verð- ið kannske heppnari næst.“ Hann horfði með- aumkunarfullur á þreytulegt andlit piltsins. „Þeir segja að þessi hestur sé fandinn sjálfur endur- borinn.“ Renny svaraði ekki. Hann sat með krosslagða handleggi og hökuna niður á bringu meðan þeir skröltu eftir veginum, hann hugsaði aðeins um það eitt, að hann yrði að sjá Veru. Hún ein gat sefað þjáningar hans og rekið þessar hugsanir á flótta. Hún var úti í garðinum að tína blóm, þegar hann með mikilli fyrirhöfn skreið niður af vagn- inum. Hún gekk að hliðinu til þess að taka á móti honum. Hann nam staðar og þagði, þangað til vagninn var farinn og forvitið augnaráð mannsins hvíldi ekki á honum lengur. Svo haltraði hann til henn- ar og rétti henni höndina. „Ó, meiddirðu þig!“ sagði Vera. „Já,“ sagði hann og brosti dauflega, „bæði and- lega og líkamlega.", „Áttu við vonbrigðin í gærkvöldi ?“ „Sumpart. Ég er í svo vondu skapi.“ Hann sló í blómin með stafnum sínum. „Geturðu bætt það.“ „Vertu ekki að þessu!“ sagði hún. „Þú skemmir blómin!“ „Þau hafa frosið,“ svaraði hann ólundarlega. „Já, en ég tini þau beztu. Sjáðu!“ Hún hélt marglitum blómvendinum fyrir framan hann. Hann horfði á þau. „Blöð þeirra vefjast saman. eins og hár þitt — allir litlu, þéttu lokkarnir.“ MAGGI OG RAGGI. Kaggi: Það ic er laugardagur I' í dag Steini, og allir eiga að „ fara i bað, Steini!!. — 'ZH. * 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.