Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 43, 1944
Fráskili
Hver hringdi dyrabjöllunni, María .. ?“
„Það var kona, sem vill fá að
tala við frúna, hún bíður frammi í
forstofu."
„Hver er hún?“
„Frú Annalísa Níelsen!“
„Hvað segið þér? Fyrri kona mannsins
míns ...“
„Konan sagði, að frúin mundi áreiðan-
lega.taka á móti henni.“
„Hvers vegna ætti ég að gera eitthvað
fyrir hana?“
„Hún sagði líka, að þér munduð taka á
móti henni vegna yðar sjálfrar!"
„FVrir mig sjálfa! Hvað á hún við með
því? Jæja þá — biðjið frú Nielsen um að
koma inn.“
*
„Þér ætlið að tala við mig?“
„Já, takk.“
„Hefði yður ekki fundist það óþægilegt,
ef maðurinn minn væri heima, og þér hefð-
uð mætt honum?“
„Ég vissi, að hann væri ekki heima; og
auk þess hefir hann valdið mér svo mikils
sársauka, frá því að hann fór að líta á
yður, að mig munar lítið um einhver
óþægindi!"
„Ég hélt, að þér væruð farnar að jafna
yður eftir fimm ára skilnað?"
„Já, það var ég líka.“
„Það ber lítið á því!“
„Það er auðvitað dálítið undarlegt fyrir
mig að koma hingað í þetta hús, sem ég
hefi sjálf búið í, og þar sem þér og hann
búið nú —.“
„Það var líka mér að kenna, að hann
seldi það ekki og keypti annað í staðinn,
þegar við giftumst, en hann gat ekki hugs-
að til þess að flytja í annað hús.“
„Nei, hann var húsinu tryggur.“
„En til hvers komið þér hingað? Hvaða
gagn er að þessum óþægilega fundi okk-
ar?“
„Ég kem til þess að aðvara yður!“
„Við hverju?“
„Örlögum mínum!“
„Hvað eigið þér við með því?“
„Þér tókuð manninn minn frá mér, og
nú eigið þér sjálfar á hættu að missa
hann!“
„Það er ekki satt!“
„Þér vitið vel, að það er satt?“
„Já, já, ég veit það, og ég er örvingluð
af því — en það er andstyggilegt af yður
að koma hingað til þess að njóta hræðslu
minnar — andstyggilegt!!“
„Ég kem til þess að hjálpa yður!“
„Mér!“
„Já, það virðist, ef til vill einkennilegt,
og það er ekki af því að ég hafi samúð-
með yður, þó að ekki sé til í þessum heimi
nein uppreisn handa þeim, er verður fyrir
Smásaga
eftir Jens Locher
órétti, þá er kannske til hegning handa
þeim, er fremur óréttlætið!“
„Og sem hegning fyrir það, að Jóhanni
leizt betur á mig, þá á ég nú að missa
hann?“
„Nei, yður er áreiðanlega nógu hengt
með þeim ótta, er hefir gagntekið yður
undanfarið!"
„Já, ég er hrædd, ó, ég er svo hrædd!
Hann fjarlægist mig meira með hverjum
degi, sem líður — hvernig á ég að fara
að því að halda í hann, ég er þó falleg
enn þá —!“
„Það er undarlegt, að þér spyrjið mig
að því! Ekki gat ég haldið í hann, þegar
þér vilduð taka hann frá mér.“
„Þekkið þér konuna, sem hann vill nú
eignast? Er hún fallegri en ég?“
„Fyrst þér gátuð tekið hann frá mér,
gæti þá ekki einhver önnur auðveldlega
tekið hann frá yður?“
„Hvers vegna ætti það að vera auð-
velt?“
„Af því að sumum mönnum finnst þeir
bæta upp þann órétt, er þeir gerðu fyrstu
konunni, með því að taka þá þriðju!“
„Þér segið satt; ég held, að hann hafi
aldrei gleymt yður alveg!“
„Jú, en hann hefir aldrei fyrirgefið yður,
að hann kom svona fram við mig!“
„Þér eruð víst betur gefin en ég.“
„Maður verður gáfaður af því að
þjást —.“
„En þar sem þér viljið mér ekki neitt
illt, hvers vegna komuð þér þá hingað?“
„Ég ætlaði að aðvara yður! Þér eruð
svo dapurlegar. Það sést á yður, að þér
eruð hræddar um að missa manninn yðar,
og þér hafið líklega líka ásakað hann —?“
i :
[ VEIZTU—?
■ " I I. I I I MUB ■
■ ■
■
■ ■
1. Hvenær var enska skáldið William i
: Makepeace Thackeray uppi og hvar :
fæddist hann?
2. Hvenær var sænska skáldið Kari
Mikael Bellman uppi?
3. Eftir hvem er þessi vísa, og úr hvaða ■
kvæði er hún?
■
Tungan geymir i tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
darraðar ljóð frá elztu þjóðum;
heiftar eim og ástarbríma,
örlaga-hljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum — geymir í sjóði.
■
4. Hvað hefir gorillan margar tennur? |
: 5. Hvað var örkin hans Nóa stór?
i 6. Hvenær var hin fræga franska leik- :
kona Sarah Bemhardt uppi?
; 7. Hver var ættfaðir Bourbonfjölskyld-
unnar ?
8. Hvar er Casablanca?
9. Hver var Gaetano Donizetti og hvenær
var hann uppi?
10. Hvaða ár er kvikmyndaleikarinn Nelson
Eddy fæddur?
Sjá svör á bls. 14.
„Vitanlega!“
„Það megið þér ekki gera! Þér*hafið
áreiðanlega sagt honum, að hann væri
vondur og miskunnarlaus við yður, og sú
kona, sem hann biðlaði til, væri leiðinleg
og undirförul?“
„Hvernig vitið þér það?“
„Af því að ég sagði það sjálf við mann-
inn minn, þegar þér —.“
„En hún er svona!“
„Svona eru þær venjulega!“
- „Þér eigið við, að ég líka —?“
„Ég kom til þess að hjálpa yður, fyrir-
gefið yður get ég ekki!“
„En hvað á. ég að gera?“ .
„Þér reynið að gæta hans, þér eruð af-
brýðisamar, þér ásakið hann — alveg eins
og ég gerði!“
„Vitanlega geri ég það!“
„Gerið þvert á móti. Látið sem þér séuð
hamingjusamar, stríðið honum dálítið með
þessu, eins og það væri bara yfirsjón,
sýnið ást yðar ekki með sorg, heldur með
gleði. Verið ungar, fallegar, hælið honum
og gerið hann ánægðan með heimilið! Mun-
ið að sú, sem ætlar að taka hann frá yður,
er jafnhrædd og þér. Hrædd um að það
heppnist henni ekki. Konur, sem taka
eiginmenn annarra, eru alltaf hræddar um
að hljóta sömu örlög sjálfar. Hefði ég
verið jafnvitur þá og ég er nú, þá hefðuð
þér aldrei tekið Jóhann frá mér, en ég
syrgði og flýði af hólmi. Það megið þér
ekki gera. Þér getið sigrað enn. Þér eruð
fallegri en hún, og þér eruð reyndari!
Berjist — berjist fyrr en það er um sein-
an!“
„Ég skal gera eins og þér segið — en
hvers vegna komið þér hingað og hjálpið
mér svona vel?“
„Það geri ég fyrir mig sjálfa. Ég þoli
ekki meiri biturleika í hug mér, þá gæfist
ég upp. Ef Jóhann skilur nú líka við yður,
þá væri það, eins og ég hefði verið vegin í
annað sinn og reynst léttari. Ég verð að
trúa því, að ég á mínum tíma hafi verið
svikin vegna konu, sem var eina rétta
eiginkonan handa honum, og ekki aðeins
af því að hún væri yngri, og þess vegna
tapaði aftur fyrir annarri, sem er enn
yngri. Þá fyndist mér lífið alltof tilgangs-
laust og ekki vert þess að lifa.“
Skrítlur.
Gesturinn: Mér þykir þjónustustúlkan haga sér
frekjulega gagnvart yður.
Húsmóðirin: Já, en maður verður að þola
gömlum hjúum margt. Hún er búin að vera hjá
mér i þrjá mánuði.
Bílstjóri (eftir að hafa ekið á slátrarasendi-
svein): Er nokkuð að þér?
Drengurinn: Við skulum sjá, hérna er lærið og
þama er lifrin, en hvar era nýrun?
Hún: Ég verð að segja þér það, pabbi er orð-
inn gjaldþrota.
Hann: Þetta vissi ég alltaf, að hann mundi
finna upp á einhverju til þess að stía okkur
sundur.