Vikan


Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 15

Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 43, 1944 15 Að grafa sinni gæfu gröf. Framhald af bls. 10. fávísleg og ofsaleg og ótrúleg, að það er furðulegt að lesa um það sjötíu og fimm árum seinna, hversu óvirðulega hún gat hagað sér eins og svarkur við opinber tækifæri. Hún brjálaðist að lokum, og það er máske það miskunnsamasta, sem um hana verður sagt, að geðbilunin hafi ávallt búið í henni. Bn breytti þetta nöldur og rifrildi Lincoln nokkum skapaðan hlut? Að einu leyti. í>að breytti afstöðu hans til hennar. Það varð til þess, að hann sá eftir giftingunni, og hann forðað- ist konuna eins og hann gat. 1 Springfield voru ellefu málaflutn- ingsmenn og þeir höfðu ekki allir nóg að gera. Þess vegna höfðu þeir þann sið, að fara ríðandi stað úr stað, þar sem dómarinn þingaði og bættu þann- ig við sig störfum í átta þinghám umhverfis. Þeir reyndu allir nema Lincoln að koma sér svo fyrir, að þeir kæmust heim til Springfield um helgar. En Lincoln hraus hugur við heimkom- unni. 1 þrjá mánuði á vorin og i þrjá mánuði að haustinu var hann sífellt að heiman. Hann hélt þessum sið ár frá ári. Viðurgemingurinn á sveitagistihús- unum var ekki einlægt á marga fiska, en hann vildi heldur þola þau óþæg- indi en búa við þrotlaust nöldur og geðvonzku konu sinnar. Þetta var það, sem frú Lincoln, Eugenia keisarafrú og Tolstoy greifa- frú höfðu upp úr nöldri sinu. Það skapaði ekkert nema sorg i lífi þeirra. Þær lögðu allt í rústir, sem þær unnu mest. Dómarinn Bessi Hamburger, sem hefir fjallað um þúsundir hjónaskitn- aðarmála í New York, segir, að ein höfuð orsök þess, að eiginmenn yfir- gefi heimili sin, sé nöldur konunnar. Það hefir líka verið sagt, að mörg konan hafi höggvið sundur hjónaband sitt með mörgum litlum olnboga- skotum. Drengir I Washington rétta Bauða krossinum hjálparhönd. Félagsskapur drengja í Washington hafði safnað saman álitlegri fjárupp- hæð, sem þeir gáfu Rauða krossinum til þess að kaupa fyrir sjúkrabifreið. Einar H. Kvaran: RITSAFN 6 bindi fæst nú í vönduðu skinnbandi «»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»:♦»»:♦ Tlrval 5. hefti, er komið í bókabúðir. EFNI Fáninn . „Mannfagnaöur“ 1 Farartæki framtíðarinnar . . The Atlantic Monthly 5 Eru reykingar óskaðlegar? . . Lífgun drukknaðra . Magazine Digest 14 Gift fyrir Guði —, smásaga . . Er hægt að verjast þreytu? . . Hundar vísa blindum veg . . . . . . World Digest 32 Smáir matarskammtar framvegis Everybody's Week\y 38 Um blóðþrýsting . Strand Magazine 42 Hraðlestir loftsins Þetta auga sér (því sem næst) allt . . The Trinidad 50 Manndómur æskunnar Bergmálsmælirinn . . Business Week 57 Hin írsku sjónarmið Maclean's Magazme 60 Viðarherzla . American Forests 66 Málspjöll og blótsyrði Visir 68 Hárlitun er hættuleg Consumers Report 70 Háskaleg blóðblöndun Journal of the American Medical Association 73 Einfeldingar eru ekki hættulegir Hygeia 75 Maturinn, sem nú fer forgörðum . Magazine Digest 81 Bókin: Klukka handa Adanoborg, framh., eftir John Hersey 87 Hefi ávallt fjölbreytt úrval af svissneskum herra armbandsúrum, vatnsþétt og þola högg. Ennfremur ýmsar góðar og þarflegar jólagjafir. Gottsveinn Oddsson úrsmiður Laugavegi 10 gengið inn frá Bergstaðastræti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.