Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 43, 1944 7
Islenzkar hjúkrunarkonur
efni bráðlega verða sent ráðuneytinu. Hins-
vegar er mér ljóst, að öll lagafyrirmæli
verða dauður bókstafur, nema unnt sé að
tryggja hjúkrunarkvennaskólanum við-
eigandi húsakynni og önnur starfsskilyrði.
Svo mjög sem er aðkallandi, að rúm á
•sjúkrahúsum verði aukið og nýjum heil-
brigðisstofnunum komið upp, verð ég að
telja, að þessi bygging verði að ganga fyr-
ir öllu. Fyrir því mælist ég til að ráðuneyt-
ið hlutist til um, að alþingi það, er nú situr,
heimili ríkisstjórninni að koma upp húsi
handa hjúkrunarkvennaskólanum svo
fljótt sem unnt verður og veiti sem rífleg-
ast fé til þeirra framkvæmda."
Þjóðkunnur og mikils metinn læknir,
Gunnlaugur Claessen, segir m. a. í grein
um „stéttarafmæli hjúkrunarkvenna“:
,,.... Það er ætíð auðveldara að slást í
förina, þegar aðrir eru komnir af stað og
búnir að hefja langferðina og áætla hana.
Yngri flokkar hjúkrunarkvennanna mættu
því gera sér Ijóst, að félagar þeirra, sem
hófu merkið og ruddu fyrstu leiðina fyrir
25 árum, voru ekki síður stórhuga en þær,
sem bætzt hafa í hópinn síðari árin og
þykir kannski miða hægar en skyldi til um-
bóta og kjarabóta. Fyrir 25 árum var ekki
til nein löggjöf um skyldur og réttindi
hjúkrunarkvenna; engin menntastofnun
handa þeim; ekki nein skipulögð samvinna
við hjúkrunarkonur Norðurlanda; enginn
lífeyrissjóður til öryggis, þegar árin fara
að færast yfir. ... En það verður að hugsa
hærra og hafa önnur og meiri markmið
með hinum nýja skóla en rétt aðeins að
veita nemunum lögskipaða lágmarksmennt-
un. Það er vitanlegt, að ný verkefni eru
sífellt að berast í hendur nútíma hjúkrun-
arkonum, og er þá einkum átt við heilsu-
verndarstarfsemina, sem vafalaust á sér
mikla framtíð. Eftir því, sem henni vex
fiskur um hrygg, og þegar kjör hjúkrunar-
kvenna batna frá því, sem nú er, fæ ég
ekki betur séð en gera verði meiri kröfur
Framhald af bls. 3.
um menntun þeirra. Heilsuverndarhjúkr-
unarkonunni eru einatt falin mjög ábyrgð-
armikil störf á eigin spýtur, og hún vinn-
ur ekki sífellt undir handarjaðri læknis
eins og þegar sjúkir eru stundaðir. . . . Það
geta legið ýmsar orsakir til þess, að konur
velji sér hjúkrun að lífsstarfi og atvinnu.
En ekki skal ég neinn dóm á það leggja,
hvort þær, sem það gera, séu yfirleitt öðr-
um konum fórnfúsari. Hitt vita þeir, sem
hafa verið þjáðir og þungt haldnir, að
hjálp sumra hjúkrunarkvenna er svo dýr-
mæt, að ekki verður metin til peninga . . “
Undir þessi orð læknisins gætu margir
skrifað, er þeim verður hugsað til hjúkrun-
arkvennanna.
Félag íslenzkra hjúkrunarkvenna var
stofnað í nóvember 1919, fyrir forgöngu
Christophine Bjarnhéðinsson og voru
stofnendurnir átta. I fyrstu stjórninni voru
Harriet Kjær, Aldís Helgadóttir, Jórunn
Bjgrnadóttir, Kristín Thoroddsen og Sig-
ríður Magnúsdóttir. Bjarney Samúels-
dóttir hefir setið lengst allra í stjórn fé-
lagsins, að undanteknum núverandi for-
manni. Stjórnina skipa nú:
Sigríður Eiríksdóttir, formaður, Elísa-
bet Guðjohnsen, varaformaður, Sigrún
Straumland, Sigríður Bachmann, ritari,
Guðrún Árnadóttir, gjaldkeri.
Sigríður Eiríksdóttir, form. Félags ísl.
hjúkrunarkvenna, er fædd 16. júní 1894 í
Miðdal í Mosfellssveit, dóttir Eiríks tré-
smiðs Guðmundssonar og Vilborgar
Guðnadóttur. Sigríður stundaði hjúkrunar-
nám í Kaupmannahöfn árin 1918—1922 og
lauk prófi við Kommunespítalann. Var
við framhaldsnám í Wien. Hún hefir verið
form. Félags ísl. hjúkrunarkvenna síðan
1924 og hjúkrunarkvennafélagsins ,,Líkn“
frá 1930, lengi fulltrúi og 1 stjórn Sam-
bands norrænna hjúkrunarkvenna og full-
trúi í stjórn Alþjóðasambands hjúkrunar-
kvenna. Hún er heiðursfélagi í samtökum
danskra og sænskra hjúkrunarkvenna, og
hefir ritað greinar í erlend hjúkrunarrit.
Pyrsti árgangur Hjúkrunarkvennaskóla Islands, ásamt nokkrum læknum, yfirljósmóður og
hjúkrunarkonum vorið 1934.
Hermaðurinn hér á myndinni sést
vera að kasta handsprengju.
Henry H. Arnold hershöfðingi (til vinstri á myndinni) sést hér vera
að óska ungum flugmanni til hamingju, hann hafði skotið niður
27 flugvélar.
Skrítlumynd.
Þessi mynd þarf ekki skýringar
við!