Vikan


Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 1

Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 1
Vestmannakórinn, sem heimsótti Reykjavík í sumar Það hefir farið i vöxt a undanförnum árum, að kórar tækju sig upp og færu I ferðalag að heiman, til þess að gefa öðrum en nágrönnum kost á að heyra söng sinn. Er þetta mjög vel til fundið og líklegt til að var ætlunin að birta þessa mynd af Vestmannakórnum hér í blaðinu í sumar, um þær mundir sem kórinn var á ferðinni, en af því varð þó ekki af sérstökum ástæðum. Vikunni þykir alltaf fengur í að birta kórmyndir, af því að hún veit, að það er vinsælt efni í blaðinu. Á Aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911, söng bland- aður kór í fyrsta sinn í Vestmanneyjum undir stjóm Brynjúlfs Sigfússonar söngstjóra. Var það á útiskemmtun. að glæða sönglííið í landinu. Síðan hefir Brynjúlfur við ýms tækifæri stjórnað blönduðum kór í Vestmannaeyjum, t. d. á þjóðhátíðinni, 17. júní og 1. des., og árið 1925 gaf hann kórnum nafnið Vestmannakór. 1937 voru svo lög samin fyrir kórinn og stjórn kosin. Frá þeim tíma hefir kórinn haldið uppi skipulögðu starfi, haft sjálfstæða konserta í Eyjum og farið söngferðir. Vestmannakórinn var einn af stofnendum Landssambands ísl. blandaðra kóra og kvennakóra. ** Fremsta röð (talið frá vinstri): Ósk Pétursdóttir, Aslaug Johnsen, Svava Jónsdóttir, Margrét Biríksdóttir, Brynjúlfur Sigfússon, söngstjóri, Sísí Gísla- dóttir, undirleikari, Klara Tryggvadóttir, Bergþóra Amadóttir, Asa TorfadótUr, Vilborg Guðjónsdóttir, Freyja Kristjánsdóttir, Ingrid Sigfússon, Guðrún Agústsdóttir. önnur röð: Anna Jónsdóttir, Bima Bjömsdóttir, Alda Bjömsdóttir, Margrét Gestsdóttir, Margrét Johnsen, Asta Sigurðardóttir, Aðalheiður Amadóttir, Ragnhildur Eyjólfsdóttir, Sigríður SteinsdótUr, Njála Guðjónsdóttir, Asta Guðmundsdóttir, Ingveldur Þórarinsdóttir, Torfhildur Sigurðar- dóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir. Þriðja röð: Sveinn Guðmimdsson, formaður kórsins, Júlíus Þórarinsson, Hermann Guðmundsson, Konráð Bjamason, Þorsteinn Guðjónsson, Armann Guðmundsson, Vilhjálmur Jónsson, Þorsteinn Sigurðsson, Ami Johnsen. Fjórða röð: Vigfús Jónsson, Oddgeir Hjartarson, Sigurður Bogason, Ragnar Benedlktsson, Hannes Hrelnsson, Sigurður Sœmundsson, Ingólfur Guðmundsson, Kjartan Jónsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.