Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 4, 1945
ucimn mn
n b i iii i l i v
Hardangersaumur.
— * —
Matseðillinn
Afmæliskringla.
750 gr. hveiti, 150 gr. smjör, 125
gT. sykur, 1 teskeið kardemomm-
ur, 80 gr. lyftiduft, 100 gr. rúsín-
ur, 100 gr. súkkat, y2 1. mjólk,
2 egg.
Hveitið, helmingurinn af smjörinu
og sykrinum og kryddinu er hrært
saman. Mjólkin er hituð ofurlítið og
síðan hrærð saman við deigið ásamt
lyftiduftinu og eggjunum. Hrært
þangað til deigið er orðið mjúkt. Þá
er það látið standa í 20 mín. Það sem
eftir var af smjörinu og sykrinum
er hnoðað upp í deigið. Aftur látið
standa í 15 mín. Þá er það hnoðað og
rúsínumar og súkkulaðið látið út í.
Þá er löguð kringla úr deiginu, og
hún sett á vel smurða plötu, sem síð-
an er látin standa í 15 mín. Að lok-
um er borið egg ofan á kringluna og
hún bökuð í vel heitum ofni í þrjá
stundarfjórðunga.
Hveitibollur.
y2 kg. hveiti, 3% dl. mjólk, 60
gr. lyftiduft, 125 gr. sykur, y2
teskeið kardemommur, 50 gr.
rúsínur, 1 teskeið hjartasalt, 120
gr. smjör.
:' Hveitinu og sykrinum er hrært
saman, lyftiduftinu, kryddinu og
mjólkinni er blandað út í. Látið
standa í 30 min. og þá hnoðað í 15
•mín. Litlar bollur eru lagaðar úr deig-
inu og tvær til þrjár rúsínur settar í
hverja. Þá eru þær settar á vel
smurða plötu og egg borið ofan á
þær. Bakað í heitum ofni í 20 mín.
Skonsur.
200 gr. smjörlíki, 750 gr. hveiti,
65 gr. sykur, 2 egg, 2 tesk. ger-
duft og 1% peli mjóik.
Hveitið er sigtað, gerdufti og
kardemommum blandað vel saman
við ásamt smjörlíkinu. Þá er sett út
í sykur, egg og mjólk og hnoðað úr
þessu deig. Deiginu er síðan skipt í
sex jafna parta, og hver pártur flatt-
ur út í kringlótta, nokkuð þykka
köku. Hver kaka er skorin í fjóra
jafna parta og þeir settir á vel-
smurða plötu og bakaðir við jafnan
hita í 15 mínútur. Fimm mínútum
áður en kökumar eru teknar út úr
ofninum, eru þær smurðar með mjólk.
Þegar kökumar em orðnar kaldar,
eru þær skomar yfir til helminga,
smurðar með smjöri og iagðar saman
aftur. Borðaðar með tei eða kaffi og
niá gjarnan hafa marmelaði með.
Ástarkaka.
250 gr. smjörliki, 500 gr. hveiti,
375 gr. sykur, 2 egg, 1 teskeið
kanell, 1 tesk. negull, 1 teskeið
sódaduft, % tesk. gerduft, 1 peli
mjólk, 75 gr. súkkat, 200 gr. kúr-
enur, nokkrir sítrónudropar.
Smjörinu og sykrinum er vand-
lega hrært saman, eggin sett út í
annað í einu, og síðan negull, sóda-
duft og sítrónudopar. Hveiti og
mjólk sett út i til skiptis. Að lokum
em kúrenumar (eða rúsínur) og
smátt brytjað súkkat sett út í. Deig-
ið er látið x kökumót og bakað í
xniman klukkutíma.
Hér á myndinni em snotur og hlý-
leg náttföt. Jakkinn og buxumar eru
hvorttveggja úr flóneli, buxurnar í
dekkri lit, og með þeim lit er saumað
í beltið og framan á ermarnar á nátt-
jakkanum.
Efnið.
1 undirstöðuefni fyrir Hardanger-
útsaumum er notað bæði fíngert og
gróft efni, sem er auðvelt að dragá
úr þræði. Oftast er notað hið svo-
nefnda „Hardangerefni". Með þvi er
notað gam, sem er mátulega gróft.
1 flatsauminum á hvert einstakt
spor að þekja efnið aiveg, sporin
verða þess vegna að liggja þétt og
jafnt við hliðina á hverju öðm. Gam-
ið, sem saumað er með, verður að
vera grófara en þræðimir i efninu,
þó að eins og á „Hardangerefninu",
tveir samliggjandi þræðir séu reikn-
aðir sem einn þráður. Auk þess verð-
ur gamið að vera mjög mjúkt. —
Baðmullargam og perlugam, bæði
fint og gróft er notað í „Hardanger-
útsaum". Til þess að stoppa með er
1. mynd.
Svona er byrjað á flatsaumnum.
Þráðurinn er dreginn í þar, sem
saumað verður yfir á eftir.
venjulega notað fínna garn, en notað
er í flatsauminn. Til þess er notað
fínna perlugam. Hinir einstöku stafir
verða með því jafnari og sléttari og
allur útsaumurinn verður fallegri.
Myndimar, sem við birtum hér til
útskýringar á handavinnunni, em í
eðlilegri stærð og svo skýrar, að
auðvelt er að velja efni og gam eftir
þeim.
Byrjunarsporin í „Hardangersaumi".
Allur „Hardangersaumur" byrjar
með flatsaumi, og með hjálp hans er
allri handavinnunni skipt niður. Flat-
saumsumgjarðimar verður að sauma,
áður en þræðimir em dregnir úr efn-
inu. Venjulega er saumað yfir fjóra
þræði. Á sérstaklega fingerðu efni er
hægt að sauma yfir 8 eða jafnvel
ennþá fleiri þræði, en þó verður að
2. mynd.
Flatsaumur.
athuga það, að löng spor í umgjörð-
unum era ekki haldgóð, þar sem
klippt er út á milli þeirra.
Á þeim dúkum eða öðm, sem þarf
að þvo, verður að gæta þess, að
sauma vel þar sem klippt er, því að
þá er það sterkara. Ef eitthvað
„munstur" er þannig, að það krefst
þess að saumað sé yfir átta eða enn-
þá fleiri þræði í sömu röð, er stund-
um hægt að sauma tvær eða þrjár
raðir fyrir ofan hverja aðra, eftir því
hvað það þarf að vera breitt.
Hvemig á að skipa flatsaumnum
niður sést greinilega á myndum, sem
seinna munu birtast.
Til þess að festa útsaumsþráðinn,
þegar byrjað er, er hann dreginn í
gegnum efnið, þó aðeins á þeim stað,
sem seinna verður saumað yfir (sjá
Hér sést hvemig þræðimir eru
dregnir úr. Flatsaumurinn er saum-
aður fyrst.
mynd 1.) Flatsaumsporin verða á
réttunni að liggja bein eins og þræð-
imir í efninu. Nálinni með þræðin-
um er stungið upp á milli tveggja
þráða í efninu, síðan em taldir það
margir þræðir, (upp á við) sem ætl-
Framhald á bls. 15.
Ef lok á kmkkum eða flöskum em
föst, er oft hægt að losa þau með
því að taka með sandpappír utan um
þau.
Allir vita að
GERBER’S
Barnamjöl
hefir reynst bezta og
bætiefnarikasta fæða,
sem hingað hefir flutzt.
Fæst í
Verzlun
Theódór Siemsen
Sími 4205.
NB. Sendi út um iand gegn
póstkröfu. —