Vikan


Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 11

Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 11
 VIKAN, nr. 4, 1945 11 <i»»iniiiii«imiiiiii»iiiniiiiii«iiMmiiiiiiiiiii*ii«iiin*»iiHHM»MH*»*i«*««i“*'**“,»»**M|**,,,lll,lll,ll,,,,,,,,,,,,,,,,l,,,m....iiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii IAIIA Ný framhaldssaga:.... 2 E 11 i r MAZO D E LA ROCHE. iiiiiiiiimmiiir^. .............................................................................. i iimimiimiimimiimmiimmiimiimmimmmimmmimimimiimimmilmmiiimmmmmmmiimmiimmmimiimiLv augun hans sýndust allt of stór í litla andlitinu; hann var í grágrænum jakka, stuttbuxum og grænum sokkum, sem náðu upp að berum brún- um hnjánum. Hann gekk þvert yfir akurinn, klifraði yfir girðingu og tók að ganga eftir tröð, sem lá með- fram blautum veginum. Hann sá brátt hús smiðs- ins á milli tveggja stórra álmtrjáa. Lævirki sat þar á grein, og þegar hamarshöggin í smiðjunni hættu dálitla stund, heyrðist hinn skæri söngur hans. Wakefield nam staðar i dyrunum til þess að hvíla sig dálítið. „Góðan daginn, John!“ sagði hann við John Chalk, smiðinn, sem var að smíða skeifu á stóran hest. „Góðan daginn,“ svaraði Chalk og leit upp bros- andi, því að þeir Wake voru góðir vinir. „Gott veður!" 1 „Já, fyrir þá, sem hafa tíma til þess að njóta þess. Ég hefi svo mikið að lesa í dag.“ . „Þú kallar kannske ekki það, sem ég geri, vinnu?“ spurði Chalk. „Jú, en það er skemmtileg vinna. Ekki eins og saga og ritgerðir." „Hitgerðir?" „Já, maður verður að skrifa margt, sem maður hefir ekkert gaman af. Síðasta ritgerðin mín hét: „Gönguför um vorið." „Það hlýtur að vera auðvelt. Þú ert nú rétt að koma af göngu." „Ó, það er allt annað. Þegar maður þarf að setjast niður og skrifa um það, verður allt svo vitlaust. Maður byrjar: — Það var dásamlegan vormorgun — og svo getur maður ekki fundið upp á meiru til að skrifa um.“ „Hvers vegna skrifarðu ekki um mig?“ Wakefield skellihló. „Hver heldurðu að nennti að lesa eitthvað um þig?“ Samræðurnar dofnuðu nú smá saman af sjálfu sér, því að smiðurinn var að hamra á skeifunni. Wakefield andaði að sér yndislega ilminum, sem var í smiðjunni. Chalk setti frá sér stóra fótinn, sem hann hafði hamrað á, og sagði: „Það var einu sinnni maður, sem orti ljóð um smið. „Undir kastaníutrénu," hét það. Hefir þú lesið það?“ „Já, ég þekki það. Það er ágætt! En það er ekki um smið eins og þig, sem drekkur þig íull- an og gefur konunni þinni glóðarauga og berð börnin þín“. „Heyrðu nú“, sagði Chalk illilega. „Hættu þessum móðgunum, annars kasta ég hamrinum í þig“. Wakefield hörfaði dálítið aftur, en hélt áfram rólegur. „Þarna sérðu sjálfur. Það er ekki hægt að skrifa ritgerðir eða kvæði um smioi eins og þig. Þú ert ekki fallegur. Og séra Fennel segir, að við eigum að skrifa um það, sem er fallegt.“ „Ég veit vel, að ég er ekki fallegur", sagði Chalk með mótþróa. „En ég er ekki eins vondur og þú heldur". „Hvað áttu við?“ Wakefield talaði næstum með sama skólameistaratón og presturinn. „Ég er ekki svo vondur, að þú getir ekki skrif- að um mig, á ég við!“ „Já, en, Chalk, ef ég nú skrifaði allt, sem ég vissi um þig og léti svo Fennel lesa það. Mundi þér kannske líka það?" „Ég hendi hamrinum í hausinn á þér, ef þú ferð ekki strax i burtu héðan", kallaði Chalk og ýtti hestinum út úr smiðjunni. Wakefield stökk fimlega til hliðar og hélt Forsaea: Wakefield Whiteoak, níu ® * ára gamall drengur, mjór og magur, er að leika sér makindalega úti í náttúrunni, þegar Renny, elzti bróðir hans, kemur að honum og ávítar hann fyrir að vera að slæpast, í stað þess að læra hjá séra Fennel. Renny tekur af honum marm- arakúlur, sem drengurinn hafði verið að leika sér með. Wakefield fer að gráta, en röltir síðan af stað til prestsetursins. svo áfram eftir veginum — sem allt í einu var orðinn mjó gata. Áhyggjurnar voru horfnar eins og dögg fyrir sólu, hann var aftur laus og lið- ugur. Þegar hann nálgaðist hús með skraut- legri girðingu í kringum garðinn, sá hann lítið sexára gamalt stúlkubarn, sem var að sveifla sér fram og aftur á hliðinu. „Ó, Wakefield!" kallaði hún hrifin. „Komdu hingað og ýttu hliðinu fram og aftur fyrir mig. Flýttu þér!“ „Allt i lagi, vina litla", sagði Wake- field virðulega. „Ég skal ýta hliðinu ad infinitum. Verbum sapienti!" Hann ýtti hliðinu fram og aftur af öllu afli; barnið hló fyrst, en tók svo að æpa, og að lokum komu aðeins nokkur hikstandi hljóð, þeg- ar hraðinn varð meiri og meiri og fótfesta henn- ar ekki eins örugg. Dyrnar á húsinu voru opnaðar, og móðir barnsins birtist í gættinni. „Láttu hana í friði, óþægi strákurinn þinn“, hrópaði hún, um leið og hún kom hlaupandi dóttur sinni til hjálpar. „Ég skal segja bróður þínum frá þessu". „Hvaða bróður?" spurði Wakefield um leið og hann gekk nokkur spor aftur á bak. „Ég á fjóra bræður eins og þér vitið". „Þeim elzta, vitanlega. Hann á þetta hús“. Sjálfstraust Wakefields var nú vaknað á ný. „Það mundi ég ekki gera, ef ég væri þér, frú Wigle. Renny tekur það nærri sér að refsa mér, af því að ég er svo hjartveikur — og það er þess vegna sem ég er ekki í skóla — og hann yrði auðvitað að refsa mér, ef einhver kona kvartaði undan mér, þó að það væri Muriel, sem bað mig um að sveifla hliðinu, og ég hefði aldrei gert það, ef ég hefði ekki vitað, hvað Muriel væri dugleg á þessu sviði. Auk þess er það alls ekki víst, að bróður mínum líki það, að Muriel leiki sér á hliðinu hans, og lcann- ske hann hækki húsaleiguna, ef hann heyrði það. Hann er skrýtinn náungi, og hann verður stundum öskureiður, þegar maður á þess sízt von“. Frú Wigle var undrandi á svipinn. % „Jæja“, sagði hún og klappaði Muriel, sem var enn þá grátandi — „en ég vildi óska að hann gerði við þakið hérna, því að það lekur niður í beztustofuna mína i hvert skipti sem rignir!" „Ég skal tala um það við hann. Ég skal sjá um. að gert verði við það þegar í stað. Treystið mér frú Wigle." Hann gekk af stað mjög hreyk- inn af sjálfum sér. Hann sá nú þegar kirkjuna, sem stóð á lít- illi trjávaxinni hæð, með ferhymda turninn, sem teygði sig næstum því ógnandi til himins. Afi hans hafði látið reisa kirkjuna fyrir sjö- tíu og fimm árum. Afi hans, faðir hans og móð- ir hvildu nú í kirkjugarðinum undir henni. Bak við _ kirkjuna var prestssetrið, þar sem hann las hjá prestinum. Nú hægði hann á sér. Hann var nú' rétt fyrir framan búð frú Brawns. Frú Brawn hafði ekki aðeins brjóstsykur heldur einnig súkkulaði, vin- arbrauð, kökur og ýmsa drykki. Búðin var fremsta herbergið í litla húsinu hennar, þar var komið fyrir hillum og búðarborði, og vör- urnar lágu á borði við gluggann. Honum fannst hann vera kraftalaus og þreyttur. Tungan limd- ist fast í munni hans af eintómum þorsta. Mag- inn var alveg tómur. Það var áreiðanlegt, að aldrei hafði nokkur maður í heiminum verið eins hressingarþurfi og hann, og enginn átti færri peninga til þess að borga með. Hann rannsakaði innihald vasa sinna, en þó að það væri ýmislegt verðmætt í þeim, að honum fannst, þá átti hann ekki grænan eyri, en peningar voru það eina, sem frú Brawn tók tillit til. Hann sá nú rauðleitt andlit hennar í glugganum og hann brosti ísmeygilega, af þvi að hann skuldaöi henni þrettán cent, og hann hafði enga hugmynd um, hvort hann gæti nokkum tíma losað sig úr þeirri skuld. Hún kom til dyra. „Góðan daginn, ungi maður! Hvernig gengur með peningana, sem þú skuldar mér? Hún var rembilega hvöss." „Ó, frú Brawn, ég er ekki vel frískur í dag. Ég fæ stundum svo vond köst. Þér hafið kann- ske heyrt það. Haldið þér, að ég gæti fengið einn sítrón ? Og peningarnir" -—- hann strauk nendinni um ennið og hélt áfram hikandi. „Ég hefði ekki átt að fara út húfulaus. Hvað var það, sem ég ætlaði að segja? ö, jú, það var um borgunina. Ég skal segja yður, að ég á bráðum afmæli, og þá gefa allir mér peninga. Þá mun- ar mig ekkert um einn dollara". „Hvenær áttu afmæli?" spurði frú Brawn og var þegar farin að blíðkast. Hann þrýsti aftur hendinni á ennið, síðan á magann, þar sem hann hélt að hjartað væri. „Ég mað það ekki vel, því að það eru svo margir afmælisdagar í fjölskyldunni minni, að ég rugla þeim öllum saman, en ég kemst bráð- um að því“. Um leið og hann talaði, hafði hann gengið inn i búðina og stóð nú og hallaði sér upp að búðarborðinu. „Einn sítrón og tvö strá, þá eruð þér vænar", muldraði hann dauflega. Hann horfði með velþóknun á, að frú Brawn náði í flösku, og opnaði hana og rétti honum hana. „Hvernig líður ömmu þinni?“ spurði frú Brawn. „Agætlega, þakka yður fyrir. Við vonum, að hún lifi það að verða hundrað ára. Hún gerir sjálf allt, sem hún getur til þess, því að hún vill sjá, hvernig við höldum upp á hundrað ára afmæli hennar. Það á að vera stór veizla með dans og fiugeldum. Hún segist ekki vilja missa af þvi, þó að við mundum auðvitað ekki halda veizlu, ef hún deyr áður, og hún getur ekki misst af neinu, sem ekki á sér stað, þó að það sé hennar eigin afmælisveizla." „Þú ert sannarlega mælskur." Frú Brawn horfði með aðdáun á hann. „Já, það er ég,“ sagði hann með hæversku. „Ef ég væri ekki mælskur, þá væri úti um mig, því að ég er yngstur i stórri fjölskyldu. Við amma tölum bæði mikið, hún á sinn hátt, en ég á minn. Við finnum nefnilega bæði, að við eigum kannske ékki eftir að lifa I svo mörg ár, þess vegna er um að gera að njóta alls sem bezt á meðan við lifum." ,,ó, talaðu ekki svona. Þú verður áreiðanlega bráðum frískur." Augu frú Brawn voru alveg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.