Vikan


Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 6

Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 6
6 VII. Sloppið við dauðanu. Frankie ók stóra græna bílnum sínum að stóttinni fyrir framan stórt, gamaldags hús, en yfir dyrunum var áletrað „St. Asaphs“. Frankie stökk út, sneri sér við og dró fram stóran vönd að Iiljum. Síðan fór hún og hringdi dyrabjöllunni. „Há ég fá að líta inn til herra Jones?“ spurði Frankie. Augu hjúkrunarkonunnar athuguðu bílinn, liljurnar og Frankie af miklum áhuga. „Hvað er nafnið, með leyfi?“ „Lafði Frances Derwent.“ Hjúkrunarkonan var mjög hrifin, og sjúkling- urinn hækkaði mjög í áliti hjá henni. Hún fylgdi Frankie upp í herbergi á fyrstu hæð. „Hérna er gestur til yðar, herra Jones. Hver haldið þér, að það sé ? óvænt ánægja fyrir yóur.“ „Nei, svei mér þá!“ sagði Bobby steinhissa „ef þetta er ekki Frankie!" „Sæll, Bobby, ég kem hérna með þessi venju- legu blóm. Þau eru náttúrlega heldur jarðar- fararleg en það var svo takmarkað úrval. „Ó, lafði Frances," sagði hjúkrunarkonan, „þau eru yndisleg. Ég skal setja þau í vatn.“ Hún fór út úr stofunni. Frankie settist á stól, sem var augsýnilega „gestastóll“. „Jæja, Bobby,“ sagði hún. „Hvað á allt þetta að þýða?“ „Það er ekki furða, þó þú spyrjir," sagði Bobby. „Ég er aðalumræðuefnið hér á staðnum. Ekki minna en átta morfínpillur. Þeir ætla að skrifa um mig í „Læknistíðindum“ og í B. L. B. „Hvað er'B. L. B.“ greip Frankie fram í. „Brezka læknablaðið." „Jæja. Haltu áfram. Teldu upp eitthvað rneira". „Veiztu það, stúlka mín, að hálf pilla er stór- hættulegur skammtur? Ég ætti að vera dauður sextán sinnum. Það er satt, að menn hafa náð sér eftir sextán pillur — en það er samt ágætt eftir átta, finnst þér það ekki ? Ég er hetja dagsins. Þeir hafa ftldrei haft annan eins sjúk- ling og mig.“ „En hvað það er gaman fyrir þá.“ „Já, er það ekki? Það er eitthvað að tala um ;við alla hina sjúklingana." Hjúkrunarkonan kom inn aftur og bar liljurn- ar í blómsturvösum. „Er það ekki satt, systir?" spurði Bobby. „Þið hafið aldrei haft annan eins sjúkling og mig?“ „ó, þér ættuð alls ekki að vera hérna“ sagði hjúkrunarkonan. „Þér ættuð að vera í kirkju- garðinum. En menn segja, að það séu aðeins þeir góðu, sem deyja ungir.“ Hún hló að fyndni sinni og fór út úr stofunni. „Þarna séroU,“ sagði Bobby. „Sannaðu til, að ég verð frægur um allt England.“ Hann hélt áfram aö tala. Öll merki minnimátt- arkenndar, sem hann hafð: sýnt, er þau Frankie sáust síðast, voru nú horfin. Hann hafði mikla og singjarna ánægju af því að segja frá hverju smáatrioi í þessu sjúkdómstilfelli sínu. „Þetta er nóg,“ sagði Frankie og greip fram í fyrir honum. „Ég er ekkert mjög hrifinn af magadælingum. Þegar maður hlustar á þig, þá er það eins og enginn hafi nokkum tíma tekið inn eitur áour. „Skrambi fáir hafa fengið átta morfínpillur og lifað það af“, sagði Bobby hreykinn. „Hvað er þetta, þú ert bara ekkert hrifin!“ „Mjög leitt fyrir þá, sem eitruðu fyrir þig“. sagði Frankie. „Eg veit það. Leiðinlegt að eyða til ónýtis svona ágætu morfíni.“ „Það var í bjórnum?" „Já. það voru einhverjir, sem fundu mig sof- andi, reyndu að vekja mig, en gátu það ekki; ég var eins og dauður. Þeir urðu þá hræddir, báru mig inn í hús, sem var þar nálægt, og sendu eftir lækni —“ „Ég veit allt, sem kemur næst,“ sagði Frankie fljótt. „Fyrst héldu þeir, að ég hefði tekið það inn viljandi. Svo þegar þeir heyrðu sögu mína, fóm þeir a. leita að bjórflöskunni og fundu hana, þar sem ég hafði kastað henni, og svo var löggin send til efnagreiningar. Það hefir augsýnilega verið nóg eftir til þess.“ „Engin vitneskja um það, hvernig morfínið komst í flöskuna?" „Nei, engin. Þeir hafa talað við þá á veitinga- húsinu, þar sem ég keypti flöskuna og opnað aðrar flöskur, og allt hefir verið í fínasta lagi.“ „Einhver hlýtur að hafa sett eitrið í bjórinn á meðán þú svafst?" „Það er einmitt það. Ég minnist þess, að papp- írinn yfir stútnum var ekki alveg límdur við.“ Frankie kinkaði kolli hugsandi: „Jæja," sagói hún. „Það sannar, að það, sem ég sagði í járnbrautinni um daginn var alveg rétt.“ „Að manninum — Pritchard — hefði verið hrint fram af klettinum." „Það var ekki í lestinni. Þú sagðir það á stöð- inni,“ sagði Bobby aumingjalega. VIKAN, nr. 4, 1945 „Það er sama.“ „En hvers vegna —“ „Elskan mín — það er augljóst mál. Hvers vegna skyldi nokkur vilja ryðja þér úr vegi? Ekki ert þú erfingi að auði eða neinu.“ „Ég gæti verið það. Einhver rík frænka, sem ég hefi aldrei heyrt getið, frá Nýja-Sjálandi eða einhvers staðar, hefði getað arfleitt mig að öllum péningunum sinum." „Vitleysa. Ekki án þess að þekkja þig. Og ef hún þekkti þig ekki, hvers vegna þá að arfleiða fjórðu soninn af peningum? Og á þessum erfið- leika tímum, áttu' jafnvel ekki prestar fjóra syni! Nei, þetta er allt mjög augljóst. Enginn mundi græða á dauða þínum, svo að það er útilokað, þá gæti hefnd komið til mála. Þú hefir kannske ein- hverntíma tælt dóttir einhvers lyfjafræðings ?“ „Nei, ekki svo að ég muni,“ sagði Bobby alvar- lega. „Ég skil það. Maður tælir svo marga að það er engin leið að hafa tölu á því. En ég gæti sagt það óumhugsað, að þú hefir aldrei tælt neina." „Þú kemur mér til þess að roðna, Framkie. Og þvi þurfti það að vera dóttir lyfjafræðings ?“ „Frjáls aðgangur að morfíni, það er ekki auð- velt að ná i morfín.“ „Jæja, ég hefi ekki tælt neina dóttur lyfja- fræðings." „Og því áttu engan óvin, sem þú veizt um?“ Bobby hristi höfuðið. „Þama sérðu,“ sagði Frankie sigri hrósandi. „Það hlýtur að hafa verið maðurinn, sem hrinti hinum fram af. Hvað álítur lögreglan?" „Þeir halda, að það hafi verið einhver vitfirr- ingur." „Bull og vitleysa. Vitfirringar ganga ekki með óleyfilega forða af morfíni á sér og leita ekki að skrjúnum ölflöskum til þess a.ð setja það í. Nei, einhver hrinti Pritchard fram af klettinum. Einni mínútu eða tveim síðar komst þú á vett- vang, og þá heldur hann, að þú hafi séð hann gera það og ákveður að koma þér lika fyrir kattarnef." „Ég lield, að þetta standist ekki nánari athug- un, Frankie." „Hvers vegna ekki ?“ „Nú, i fyrsta lagi, þá sá ég ekki neitt." „Já, en hann vissi það ekki.“ „Og ef ég hefði eitthvað séð, þá hefði ég sagt frá því við málsrannsóknina." „Ég býst við því,“ sagði Frankie treglega. hún var að hugsa í nokkrar mínútur. Erla og unnust- ínn, Teikning eftir George McManas. Eria: Élsku Oddur minn, þú veizt ekki, hvað ég er einmana, þegar þú ert ekki hjá mér! Oddur: Þú verður að bera þig vel — við eigum i styrjöld — þú mátt til með að vera hughraust eins og ég —. Oddur: Mér finnst þessar tiu mínútur síðan ég skildi við hana vera óralangur tími! Oddur: Elskan mín! Ég hringdi þig upp bara til þess að vita, hvort þú værir ekki hughraust. eins og ég —. Oddur: Ég má til með að skrifa henni strax, ég veit hún saknar niín svo mikið —. Oddur: Ég held ég verði að hringja aftur til hennar, þó að ég sé nýbúinn að skrifa — ég vil ekki láta hana vera einmana —.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.