Vikan


Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 4

Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 4
Strangur faðir. cSmdsaga Hefirðu tíma, pabbi?“ „Vitanlega. Ég hefi alltaf tíma •" til þess að tala við litlu stúlk- una mína!“ „Ég er nú annars tuttugu og tveggja ára!“ „I mínum augum, pabba þíns gamla, ertu ennþá mjög lítil stúlka“. „Já, ég veit það, og það breytist varla fyrr en ég kemst á fimmtugs aldur“. „Finnst þér það leiðinlegt, að ég skuli kalla þig litlu stúlkuna mína?“ „Nei, pabbi. En þú ferð með mig eins og ég væri alltaf fimmtán ára!“ „Geri ég það? Ég veit ekki af því“. „Það er þess vegna sem ég segi þér frá því. Þú ert mjög gamaldags og dæmir mjög strangt, og ég má ekkert —“ „Ég er, ef til vill, dálítið gamaldags, en dæmi ég eiginlega nokkuð strangt, það finnst mér ekki!“ „Jú, pabbi! Þú ert auðvitað strangast- ur við mig, en þú ert reyndar líka strang- ur við aðra!“ „Það hefir enginn ásakað mig um það áður!“ „Það eru ekki aðrir en ég, sem þora það!“ „Sei, sei nú! Eru menn beinlínis hrædd- ir við mig?“ „Já“. „En þú, Susanna litla, ert þá áræðnari en aðrir ættingjar?“ „Nei, það er ég í rauninni ekki — en ég er vitrari!“ „Og í hverju felst þessi vizka þín?“ „Ef ég segði þér það núna — þá kæmi hún ekki að neinu gagni!“ „En um hvað ætlarðu að tala við mig?“ „Það var um Anni —“ „Beztu vinkonu þína?“ „Já, ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu! Ég held, að ég vilji ekki þekkja hana lengur!“ „Hvað hefir hún gert?“ „Hún hefir leikið á mig!“ „Hvernig þá?“ „Og hún hefir leikið á foreldra sína á hinn svívirðilegasta hátt!“ „Það er auðvitað illt, en hún hefir, ef til vill, haft sína ástæðu til þess.“ „Heldurðu það, pabbi?“ „Já, maður á ekki að fella neinn dóm undir eins, heldur að heyra, hvað hinn hefir sér til málsbóta!“ „En þú veizt ekki, hvað Anni hefir gert! Hún gifti sig! Án þess að fá sam- þykki foreldra sinna!“ „Já, það er auðvitað ekki gott —“ „Nei, pabbi, það er hræðilegt." „Það má kannske segja það, en mér eftír f?e?ts ffpochez. fyndist nú samt ekki, að þú ættir að dæma svona strangt!“ „Það er alveg af og frá, að föður henn- ar lítist á piltinn“. „Er nokkuð út á hann að setja?“ „Ekki neitt. Hann hefir bara ekki hátt kaup“. „Nú, jæja, það er auðvitað ekki gott, en það getur lagast með tímanum“. „En pabbi, að þú skulir segja þetta!“ „Þarna sérðu, Susanne litla, ég er ekki eins vondur og þú helzt!“ „Hann er heldur ekki af því, sem kall- að er, „góðu fólki“. „En hann er duglegur og heiðarleg- ur?“ „Já, það er hann“. „Og þykir Anni vænt imi hann?“ „Hún elskar hann, pabbi!“ „Þá finnst mér það beinlínis kuldalegt af þér, ef þú þess vegna vilt ekki þekkja hana lengur!“ „En geturðu hugsað þér það, pabbi, að hún gifti sig, án þess að nokkur hefði minnsta grun um það!“ „Já, það gengur nú fram af mér“. „Já, er það ekki, pabbi, það er aga- legt!“ „Það gerði enginn slíkt á mínum tíma, en maður verður að minnast þess, að all- ar aðstæður í heiminum eru öðruvísi núna — hvers vegna gifti hún sig svona í leyni?“ „Af því að hún vissi, að gamli pabbinn hennar mundi gera allt, sem á hans valdi VEIZTU—? 1. Hver sagði þessa setningu: „Letin er móðir allra lasta“? 2. Hver orti þetta erindi: Ástríki faðir friðar, forskulduð mýktu gjöld; sól gengna senn til viðar sýnir hið dimma kvöld. Væg beinum veglúnum, vog rauna sig lini! Dugvana á daglínu dettur nóttin köld. 3. Hvað heitir höfuðborg Tíbet? 4. Hvenær er kvikmyndaleikarinn frægi, Clark Gable fæddur 5. Hver sagði: „Hvílíkur listamáður deyr, þar sem ég er“? 6. Hver samdi leikritið „Skrúðsbóndinn" ? 7. Hvað hét hestur Alexanders mikla? 8. Hver var Demosþenes? 9. Hvað var Bjami Thórarensen gamall, þegar hann orti Eldgamla Isafold? 10. Hvað er Sviss stórt? Sjá svör á bls. 14. VIKAN, nr. 4, 1945 stæði, til þess að koma í veg fyrir gift- inguna, og ég skil það svo vel —!“ „Mér finnst þú mjög hörð við Anni litlu. Hún er góð og dugleg, og það er hún, sem giftist, en ekki pabbi hennar —.“ „Néi, auðvitað ekki, en hugsaðu þér, 'pabbi, hvað hún hefir upp úr því! Þegar faðir hennar heyrir, að hún hafi gifzt, án samþykkis hans! Hann fyrirgefur henni það aldrei!“ „Jú, víst gerir hann það!“ „Nei, þú þekkir ekki gamla feður!" „Gamlir feður eru ekki eins trénaðir og þú hedur, Susanne litla —.“ „Er það ekki?“ „Nei, alls ekki, og þú skalt sjá til, að þegar faðir Anni hefir hugsað sig um í næði, og ef pilturinn er eins duglegur og þú segir að hann sé, þá lagast allt!“ „Er þér alvara?“ „Já, sannarlega.‘“ „En þau voru ekki gefin saman í kirkju!“ „Hvað segirðu?“ „Hana langaði til þess að hafa kirkju- brúðkaup, en hann vildi það ekki! Þú verður að viðurkenna það pabbi, að Anni getur ekki boðið pabba sínum það — ja, það finnst mér að minnsta kosti ekki.“ „Ég skal viðurkenna, að nú er mér nóg boðið —.“ „Þá hefi ég rétt til þess að áfellast Anni?“ „Nei, nei, alls ekki!“ „Hvernig geturðu sagt það, pabbi?“ „Þú verður að minnast þess, að hún elskar hann, og hún hefir, ef til vill, með döpru geði beygt sig fyrir óskum þessa unga ofstækisfulla manns!“ „Svona má auðvitað líta á málið, en mig furðar, að þú pabbi —.“ „Ég er alls ekki þessi gamli sérvitring- ur, sem þú hefir augsýnilega haldið að ég væri, og mér finnst, að öllu vel hugs- uðu, að þú ættir að fyrirgefa vinkonu þinni og vera henni hjálpleg með því að reyna að koma á sættum milli hennar og föður hennar!“ „Og þú álítur þá, að það sé hægt? Get- ur strangur og gamaldags faðir sætt sig við annað eins áfall?“ „Já, hann getur það. Hann veröur það!“ „Ö, pabbi, hvað þú ert góður og dá- samlegur faðir, og ég er svo hamingju- söm af því, að þú ert svona skilnings- góður og mildur dómari! Þú skalt fá koss fyrir það!“ „Svona, svona, kæfðu mig nú ekki, barnið mitt!“ „Og nú finnst mér, að þú ættir að opna eina gamla Bourgogne-flösku með matn- um í dag, þegar Jörgen Nielsen og frú koma hingað!“ „Jörgen Nielsen! Er sá náungi nú kvæntur ?“ „Já, pabbi. Hann kvæntist mér í gær, og Anni er svo ógurlega hneyksluð af þeirri ástæðu, en fyrst þú ert það ekki, þá er mér alveg sama um það, sem Anni segir!!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.