Vikan


Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 2

Vikan - 25.01.1945, Blaðsíða 2
2 VTKAN, nr. 4, 1945 Pósturinn | a Kæra Vika! Viltu vera svo góð að birta fyrir mig kvæðið „Ó mig langar að fara í mömmuleik við þig.“ Það er úr „Allt í lagi lagsi.“ Með vinsemd. Sjöfn. Svar: Við birtum það í síðasta blaði, Vikunni nr. 3, 1945. Kæra Vika! Mikið er nú talað um framsókn Rússa í blöðunum og manna í milli og geturðu nú ekki sagt mér hvenær þessi fræga orusta við Tannenberg var háð, sem Hindenburg var fræg- astur fyrir? Stjáni. Svar: Orustan við Tannenberg var háð 26.—30. ágúst 1914, milli Þjóð- verja og Rússa, og er kennd við þorp- ið Tannenberg í Austur-Prússlandi. Það var ein af úrslitaorustunum á austurvigstöðvunum. Annar herinn rússneski beið þar gifurlegan ósigur og innrásarhættunni í Austur-Prúss- land var bægt frá. Þjóðverjar sóttu á frá vestri og norðri, en létu miðher- inn draga sig til baka og gátu með því móti umkringt Rússa og komið í veg fyrir, að þeir brytust í gegn. Þjóðverjar tóku 125 þús. fanga og mikið herfang. Þetta var fyrsti stór- sigur þeirra Hindenburgs og Luden- dorffs. Skátafélag Hafnarfjarðar. Hraunbúinn. é Skátafélag Hafnarfjarðar hefir nýlega gefið út sérlega myndarlegt blað með þessu nafni og er efni þess sem hér segir: Skátafélag Hafnarfjarð- ar. Mynd og ávarpsorð. Brautryðjandinn Sir Robert Baden Powell. Hvað mætir menn segja um skátafélagsskapinn. Stefán Júlíusson: Upp- eldisgildi skátafélagsskaparins. Indíánamyndir. William Saroyan: Dóttir hjarðmannsins. Smá- saga. Grein um Skátafélag Hafnarfjarðar, með fjölda mynda. 1 útilegunni, leikþáttur. Leikir, þrautir, gátur, felumyndir, skrýtlur, talnagátur, skemmtanir o. fl. Skátafélagsskapurinn er mjög hollur og þarfur og því gott fyrir unglinga að vera í honum, ef þeir geta tileinkað sér starf það, sem hann bygg- ist á. Er ekki nokkur vafi á því, að það er hið þarfasta verk að styðja að velgengni skáta- hreyfingarinnar, stofna deildir, þar sem þær eru ekki fyrir og efla starf þeirra, sem þegar hafa verið stofnaðar. Kæra Vika! Geturðu sagt mér nokkuð frá Benjamíni Gigli, söngvaranum mikla ? Grammófóneigandi. Svar: Beniamino Gigli er Itali, fæddur 1890. Hann tók við af Caruso sem aðaltenor Metropolitan óperunn- ar í New York. fylgja dalir og firðir sama lögmáli eins og rennandi vatn í ám og lækj- um ... Það er engum efa bundið, að vatnsrennslið hefir skapað dalina, og úrkoman vinnur allsstaðar verk sitt á sama hátt.“ Garbo er fædd og hvar, við erum að stæla um þetta. Rauðkolla. Svar: Greta Garbo er fædd 1906 í Sviþjóð og varð fyrst fræg fyrir leik sinn í Gösta Berling, eftir Selmu Lagerlöf. I Hollywood hefir Greta. leikið í mörgum stórmyndum. Kæra Vika! Viltu segja mér hvemig dalimir á Islandi urðu til? Drengur. Svar: Þessu er erfitt að svara nema i löngu máli, drengur minn. En til þess að gefa þér ofurlitla úrlausn, skulu hér settar nokkrar linur um þetta úr Lýsing Islands, en ef þér þykir gaman að svona efni, þá ætt- irðu að reyna að útvega þér og lesa bækumar eftir Þorvald Thoroddsen. „Grundvöllur alls skapnaðar Islands og landslags er hálendið, sem síðan hefir ummyndast af ágangi elds og vatna. Niður í hálendishelluna hefir vatnið smátt og smátt grafið sér rás- ir, sem á endanum urðu að dölum. Sumstaðar hafa spildur sigið og sum- staðar hafa eldgos hlaðið upp fjöll- um og gígaröðum, en hálendi og dal- ir era þó aðalatriði landslagsins. Vatnið hefir skorið sér jafnhliða rás- ir niður í hálendið og myndað smátt og smátt þau hin iöngu daladrög, sem stórár landsins renna eftir, og standa þau auðsjáanlega í nánu sam- bandi við hinn uppranalega halla landsins og hæðahlutföll, þó hafa á stöku stað brestir í jarðskorpu ráð- ið hinni fyrstu stefnu ánna. Að því er snertir stefnu og innbyrðis stöðu Kæra Vika! Þykist þú ekki flest vita, heill- in? Geturðu kannske frætt mig á því, hvort það er rétt að skógar dragi til sín úrkomu ? Mér þætti gaman að fá svar við þessu við tækifæri. Skógavinur. Svar: Ekki er það nú allskostar rétt, að Vikan þykist flest vita, en oft reynum við að fá upplýsingar um hitt og þetta, sem við eram spurð um. Svar við spumingu yðar fund- um við í Ársriti Skógræktarfélags- ins 1944 og hljóðar það þannig: „Fyrram var því oft haldið fram, að miklir ■ skógar drægju til sín úr- komu, en það hefir reynzt erfitt að rökstyðja þá staðhæfingu. Hins veg- ar hefir verið jafn erfitt að færa rök fyrir því, að skógar drægju ekki til sín úrkomu, svo að þetta er óleyst enn þá. Virðist ástæðulaust að gera mikið úr áhrifum skóga á veðurfar landanna í heild, nema að þau séu álíka skógi vaxin og Finnland eða Svíþjóð. 1 Svíþjóð eru margir á þeirri skoðun, að skógamir mildi mjög loftslagið og dragi úr snöggum um- skiptum veðurs." Kæra Vika! Viltu segja mér hvenær Greta Hundurinn horfir með velþóknun á húsmóður sina vera að mata lítinn kanínuunga. Útgefandi: VTKAN H.P., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.