Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 5, 1945
Pósturinn
um ekki til þess að annað hafi verið
þýtt á íslenzku eftir þennan höfund
en þessi bók.
Kæra Vika!
Geturðu sagt okkur hvort það sé
satt að Dorothy Lamour sé dáin.
Þyrftum að vita það sanna um þetta
sem allra fyrst. Hilla og Heiða.
Svar: Við getum huggað ykkur
með því, að leikkonan er ennþá á
lífi, að-því er við bezt vitum.
Kæra Vika!
Viltu gjöra svo vel og segja okkur
hvar blaðið „Photoplay" fæst og
hvað árgangurinn kostar og hvað
mörg blöð koma á ári. Væntum
eftir svarl í næsta blaði.
Tveir leikaravinir.
Svar: Bókaverzlun Eimreiðarinnar
býst við að fá blaðið bráðlega; en
þeir geta ekkert sagt um það, hvað
blaðið muni kosta né hve mörg blöð
koma út á ári.
Kæra Vika!
Getur þú sagt mér eitthvað um
skáldkonuna Margaret Mitchell og
hvort nokkuð sé annað til eftir hana
á íslenzku, en bókin „Á hverfanda
hveli“. Er hún lifandi ennþá? Vonast
eftir svari í næsta blaði. Aðdáandi.
Svar: Margaret Mitchell (frú J. R.
Marsh) er fædd árið 1901. Fyrsta
bókin, sem gefin var út eftir hana,
var „Gone With the Wind“ (Á hverf-
anda hveli). Það var árið 1936. Fyrir
þessa bók varð Margaret Mitchell
fræg á mjög skömmum tíma. Við vit-
Kæra Vika!
Viltu vera svo góð og birta fyrir
mig kvæðið við lagið „I fjarlægð"
eftir Karl O. Runólfsson í næsta
blaði. Ein 11 ára.
Svar:
1 FJARLÆGÐ.
Þig, sem í fjarlægfð fjöllin bak við
dvelur
og fagrar vonir tengdir lif mitt við,
minn hugur þráir, hjartað ákaft
saknar,
er horfnum stundum ljúfum dvel ég
hjá.
Heyrirðu ei, hvem hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína
ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
Kæra Vika!
Gleðilegt nýár og þökk fyrir allar
skemmtilegu sögumar og greinamar
síðastliðið ár!
Nú langar mig að spyrja þig hvaða
litir klæði mig bezt. Ég er 29 ára,
dökkhærð, brúneygð, með rjóðar
kinnar, brúnleitt hörund árið í kring,
en taktu það með í reikninginn þegar
þú svarar mér að ég hvorki mála
mig né púðra.
Með vinsemd.
Sveitastúlka af Norðurlandl.
Svar: Brúnir og gulir litir munu
fara þér bezt. Annars munu flestir
litir fara þér vel.
Kaupfélag Isfirðinga. (Sjá grein á bls. 3 og 7).
H.f. Njördur
ÚTGERÐAEFÉLAG
AUSTURVEG 2 - SlMI 206
ISAFIRÐI Stofnað 9. maí 1938.
Félagið á nú og gerir út sex 15 smálesta
fiskibáta frá ísafirði.
K A U P IR : Útgerðarvörur,
Veiðarfæri
og Olíur.
S E L U R : Fisk og fiskafurðir.
Þeir útsvarsgjaldendur Reykjavíkurbæjar, sem hafa ekki enn greitt
að fullu útsvar sitt frá s. 1. ári, eru alvarlega áminntir um að gera það
nú þegar.
Dráttarvextir hækka um mánaðamótin.
Þar sem allir atvinnuveitendur eru ábyrgir fyrir útsvarsgreiðslmn
starfsmanna sinna, er þeim bent á að kynna sér nú þegar, í bæjarskrif-
stofunum hvort starfsmennimir skulda útsvar.
Um þessi mánaðamót ber atvinnuveitendum að gera bæjarsjóði fulln-
aðarskil á útsvörum starfsfólks síns. Hafi þeir eigi gert það fyrir 5. febrúar
næstkomandi verður tafarlaust látið fara fram lögtak, hjá atvinnuveit-
endum sjálfum, til tryggingar útsvarsskuldum starfsmannanna, án frekari
aðvörunar.
Fyrsti gjalddagi útsvara 1945 verður 1. marz næstkomandi.
Skrifstola borgarstjóra
Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.