Vikan


Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 7

Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 5, 1945 7 ÍJTVEGSBÆRINN ISAFJÖRÐUR. (Framhald af bls. 3). an staðið framarlega á tanganum, eða þar sem nú hefur um langan tíma heitið Neðstikaupstaður. Eftir að losað var um einokunarböndin og allir þegnar Danakon- ungs gátu að nafni til fengið verzlunar- leyfi, risu upp tvær verzlanir á ísafirði... Hvergi er þess getið, að kaupmenn eða bændur við ísafjarðardjúp hafi komið sér upp þilskipum til fiskveiða á fyrstu þrem áratugum 19. aldarinnar. Sá maður, sem fyrstur gerir út þilskip frá ísafirði, er Jens kaupmaður Benedictsen ...“. Hann var „sonur Boga sagnfræðings á Staðarfelli, höfundar Sýslumannaævanna. Hann fædd- ist á Bíldudal 1806, lærði ungur verzlimar- störf og fékkst við þau alla ævi síðan. Árið 1829 fluttist hann til Isafjarðar og tók að stunda þar verzlun af hinu mesta kappi ... Jens kaupmaður hóf þilskipa- útgerð skömmu eftir að hann settist þar að. Fyrsta þilskip hans var jakt, 8V2 lest að stærð . . .“. I framhaldi af þessu segir Gils frá því í Skútuöldinni, að um og eftir 1840 hafi komizt skriður á útgerðarmál ís- firðinga. Árni Sandholt hafði allstór skip í förum og lét þau stunda fiskveiðar yfir sumartímann og ýmsir fleiri fóru að fást þarna við útgerð, en merkastur þeirra var Ásgeir skipstjóri og útgerðarmaður Ás- geirsson, frá Rauðamýri í Nauteyrar- hreppi. Hann var brautryðjandi í útgerð- ar- og verzlunarmálum, og átti frumkvæð- ið að stofnun sjómannaskóla og ábyrgðar- félags þilskipa. Rak hann, og síðan sonur hans, umfangsmikla verzlúnar- og útgerð- arstarfsemi á ísafirði. Svo er sagt, að Neðstakaupstaðar- bryggja sé elzta hafskipabryggja á íslandi. Það er talið sennilegt, að hún sé gerð á árunum 1874—76 og að minnsta kosti fyrir 1880. Það er verzlun, útgerð og hin ágæta höfn, er hefir gert ísafjarðarbæ að því, sem hann er: höfuð- stað og menningarmiðstöð Vesturlands. Samgönguskilyrði, nema á sjó, hafa að vísu verið þar afar-örðug. Bærinn er ekki í sambandi við akvegakerfi landsins, og þótt fjörðurinn sé ekki nema átta kíló- metra langur, er ekki akvegur nema öðru megin hans. í átta ár hefir staðið yfir að koma vegi frá Kirkjubóli til Arnardals, og talið er, að enn þurfi tvö ár til að koma honum þangað. Nú er mjög að rofa til á samgöngusviðinu þar vestra, því að háfn- ar eru þangað flugferðir frá Reykjavík. Er það hin mesta samgöngubót og mun þó eiga eftir að verða enn betur um þau mál búið í nánustu framtíð og er mikill áhugi á flugmálum vestra. Það þykir, sem vonlegt er, fljót og góð ferð að fara á rúmum klukkutíma frá Isafirði til höfuð- borgarinnar. Það er skemmtilegt að sigla inn „sund- in“, þó að f jallaþrengslin séu nokkuð mikil. Pollurinn er, eins og fyrr segir, hin prýði- legasta höfn, en miótt er sundið, sem skip- in fara um. Fjórir dalir eru inn úr f jarðar- botninum: Engidaiur, Dagverðardalur, Tungudalur og Seljalandsdalur. 1 Engidal er raforkuver kaupstaðarins. Fram Dag- verðardal liggur akvegur til Súgandaf jarð- ar, Önundarfjarðar og Dýrafjarðar mn hæsta fjallveg á Islandi (Breiðadalsheiði). I Tungudal er ljómandi skenxmtilegt sum- arbústaðahverfi og verulega fallegt, en á Seljalandsdal er hin landskunna paradís skíðafólksins. Skíðavika Isafjarðar safnar árlega hundruðum gesta til bæjarins. Is- firðingar eiga vandaðan skíðaskála. Þar starfar skóli fyrir skíðakennara á vetr- um. Hér skulu nú talin fiskiðjufyrirtæki, sem starfa á ísafirði: Niðursuðuverksmiðj- an, Fiskimjöl, Hraðfrystihús Ishúsfélags Isfirðinga, Hraðfrystihús H.f. Norðurtang- inn. Auk þess eru tvö beitugeymsluíshús í bænum: Ishús Hafnarsjóðs í Neðstakaup- bóksali, Tómasson, verið lífið og sálm í sönglífi bæjarins í áratugi. Á ísa- firði er prentsmiðja, mikil bókaútgáfa og þrú blöð gefin þar út. Af skólum eru: Barnaskóli, gagnfræðaskóli, fyrir um 130 nemendur, húsmæðraskóli, og kvöldskóli fyrir iðnaðarmenn. Annað hvort ár eru haldin sjómanna- og vélstjóranámskeið. Bókasafn Isafjarðar er mikið notað og hefir haft opinn lestrarsal síðan laust eft- ir 1930. Guðmundur G. Hagalín rithöfund- ur er bókavörður. Ágætt kvikmyndahús er í bænum og er það eign verkalýðsfélag- anna. Bærinn á og þessi fyrirtæki: Raf- veitu, kúabú á Seljalandi, sjúkrahús og elli- heimili; bátahöfn, bæjarbryggju og miklar uppfyllingar. Útgerð stunda ýms félög og einstaklingar, sem of langt væri upp að telja, þó að þar sé auðvitað að leita aðal- stoða bæjarfélagsins. Skip og bátar við bryggju á Isafirði, stað og Ishús Kaupfélags ísfirðinga. Af öðrum fyrirtækjum eru: Nótastöð Péturs Njarðvík, Vélsmiðjan Þór og tvær skipa- smíðastöðvar. Önnur iðnfyrirtæki eru: Smjörlíkisgerð Isafjarðar og Húfuiðjan Hektor, auk tveggja klæðskeraverkstæða og margra húsgagnaverkstæða, en stærstu verzlanir: Kaupfélag Isfirðinga, Verzlun Björns Guðmundssonar, Verzl. Björninn, Verzl. Dagsbrún, Bræðraborg og Bókaverzl. Jónasar Tómassonar. Verzlunarsvið Isa- fjarðar er fyrst og fremst Ðjúpið og Strandirnar, en einnig eru nokkur viðskipti vestur á firði. Margháttuð félags- og menningarstarf- sem er á Isafirði: Verkalýðsfélag, sjó- mannafél., vélstjóra- félag, skipstjórafé- lag; skáta-, kven-, knattspyrnu-, og skíðafélög, stúkur og Rauðakrossdeild. — Sunnukórinn er aðal sönFrféla.við. — Hefir Jónas, tónskáld og Bæjarstjórar hafa þar verið Ingólfur Jónsson lögfræðingur frá ársbyrjun 1930—’34, Jón Auðunn Jónsson 1934, nokkra mánuði. Jens Hólmgeirsson 1935—'40, Þorsteinn Sveinsson lögfræðingur 1940 —’43 og Jón Guðjónsson 1943 og síðan. Hann er fæddur 2. október 1895 að Sæbóli á Ingjaldssandi. Htskrifaðist úr Verzlunarskóla Islands árið 1913. Vann árin 1914 til 1916 hjá Á. Ásgeirssonar verzl- un í Súgandafirði. Gerðist starfsmaður hjá Eim- skipafélagi Islands 1917, en yfirbókari þar frá 1919 til 1943, er hann réðist til Isafjarðar sem bæjarstjóri. Jón er kvæntur Kristínu Kristjáns- dóttur, frá Suðureyri í Súgandafirði. Sjúkrahúsið á ísafirði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.