Vikan


Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 12

Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 5, 1945 hana. með öryg-gisnælu, og þegar hann sá blóðið drjúpa úr litla sárinu, gat hann ekki þolað við lengur; hann bar bamið inn til fátækrar, skozkr- ar konu, sem var með fimm börn, sem hún átti til þess að hugsa um, og bað hana um að hugsa um dóttur sina, eftir því sem hún bezt gæti. Hún hugsaði vel um litlu stúlkuna, en vanrækti um leið algjörlega bömin sín, og kapteininn borgaði henni vel fyrir það. Veðrið batnaði, og þau sigldu in til Quebec yndislegan morgim í maí. En þau bjuggu aðeins í eitt ár í Quebec. Húsið í St. Louisgötu var kalt og dimmt og fullt af minningum um óhugnanlega fortið. Kirkjuklukk- ur hljómuðu alltaf í eyrum þeirra, og Filippus, sem komst að því, að Aðalheiður fór stundum í leyni til rómversk-kaþólskrar messu, fór að óttast, að hún gjörðist kaþólsk. En eins og þau höfðu verið nógu lengi í London til þess að láta mála af sér myndina, þá vom þau nógu lengi í Quebec til þess að eignast son. Gagnstætt Ágústu litlu þá var hann hraustur og duglegur. Þau nefndu hann Nikulás eftir frændanum, sem hafði arfleitt Filipus að húsinu. Með tvö böm í köldu og óþéttu húsi, með Aðalheiði, sem var svo heilsulítil að þau vom alltaf kvíðin, og með alitof marga Frakka í Quebec, þá áleit Whiteoak kapteinn ráðlegast að leita að einhverjum öðrum stað til frambúðar. Whiteoak kapteinn átti vin, fyrrverandi brezk- indverskan ofursta, sem hafði setzt að á hinum frjósama stað við suðurenda Ontario. Héma, skrifaði hann, em vetumir mjög mildir. Það snjóar litið, og á hinum löngu, heitu summm ræktum við mikið af komi og ávöxtum. Hér er- um við að mynda nýlendu af ágætu fólki. Þú og hin gáfaða eiginkona þín væmð hjartanlega vel- komin hingað til okkar. Húsið í Quebec var selt. Mahonihúsgögnin, mál- verkin, bömin tvö og bamfóstran voru send á þennan útvalda stað. Vinurinn Vaugham ofursti, hýsti þau í næstum heilt ár, á meðan verið var að reisa hús þeirra. Filippus Whiteoak keypti þúsund ekmr af frjó- sömu landi af stjómini, og yfir miðja landar- eignina rann lítil á, sem var full af marglitum urriðum. Hluti af jörðinni var ræktaður, en mest var óræktað og ósnortið. Þama vom há og ótrúlega þétt greni- og fumtré, ásamt eik og álmi, þetta var hinn dásamlegasti staður fyrir óteljandi söngfugla, skógardúfur, akurhænsni og lynghænur, þarna var líka mikið af refum, kan- ínum og broddgöltum. Og með fram ánni var ilmandi kjarr, þar sem vatnarottur, þvottabirnir og bláir hegrar héldu til. Vinnuaflið var ódýrt. Hópur verkamanna var fenginn til þess að búa til enskan lystigarð úr skóginum, og til þess að reisa hús, sem átti að bera af öllum öðmm í nágrenninu. Þegar því var lokið, var það lika sómi héraðsins. Það var fer- hymt, rautt múrsteinshús með stórum dyrum úr steini, stórum kjallara, þar sem eldhúsið og vinnufólksherbergin voru, á fyrstu hæð var geysistór dagstofa, bókasafn, (það var nefnt svo, þótt þar væri í rauninni ekki margar bækur), borðstofa og svefnherbergi. Uppi vom sex stór svefnherbergi, og á löngu, lágu háaloftinu voru líka tvö svefnherbergi. Gluggakarmar og hurðir vöm úr hnotutré. Ur fimm ömum lagði reyk- in upp úr reykháfnum, sem stóð upp úr trjátopp- unum. Af rómantískri tilfinningarsemi nefndu Aðal- heiður og Filippus staðinn Jalna, eftir bænum þar sem þau höfðu fyrst kynnzt. Allir vom sammála um, að það væri fallegt nafn, og Jalna væri hús, sem alltaf væri mannmargt og skemmtilegt. Andrúmsloftið þar var þmngið af vellíðan. í þessu stóra vistlega húsi i miðjum trjágarðinum með stóm akbrautinni og þúsund ekrum eins og grænt teppi á allar hliðar, voru Whiteoakamir eins hamingjusamir og mönnum er mögulegt að vera. Þeim fannst þau vera algjörlega slitin frá móðurlandinu, þó að þau sendu börn sín í skóla í Englandi. Á Jalna eignuðust þau tvo syni. Annar var nefndur Emest, af því að Aðalheiður, rétt áður en hann fæddist, hafði verið svo hrifin af sög- unni um Emest Maltravers. Hinn var nefndur Filippus eftir föðursínum, Nikulás, sáelzti, kvænt- ist i Englandi, en eftir stutt og órólegt hjóna- band, fór konan frá honum með ungum írskum liðsforingja, og Nikulás fór aftur til Kanada og sá hana aldrei meir. Emest kvæntist aldrei, en eyddi öllum tímum í að kynna sér verk Shake- speare. • Hann hafði auk þess alltaf verið heldur heilsu- lítill. Filippus, sá yngsti, kvæntist tvisvar. 1 fyrra MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. Málarinn: Sæll, drengur minn, áttu heima hérna ? Raggi: Jam! Málarinn: Ég sá engan heimamann, en taldi víst, að ég mundi mega mála þessa fallegu hlöðu. Raggi: Ég skal spyrja frænda minn að því. — Raggi: Frændi segir, að það þurfi ekki að mála hlöðuna, en honum þætti vænt um, ef þú vildir gera svo vel að mála fyrir hann íbúðarhúsið og fjósið! skiptið dóttur skozk læknis, sem hafði sezt að nálægt Jalna, og aðstoðað við fæðingu tilvon- andi tengdasonar síns. Hún hafði eignast Möggu og Renny. Önnur kona hans var hin fallega, unga bamfóstra, sem hann hafði fengið til þess að hugsa um böm sín, sem höfðu snemma orðið móðurlaus. Með annari konu sinni, sem öll fjöl- skyldan kom undarlega fram við, átti hann fjóra syni. Eden, sem var þeirra elztur, var nú tuttugu og þriggja ára, Pievs tuttugu, Finch sextán og Wakefield litli níu ára. Filippus hafði alltaf verið eftirlæti föður síns, og þegar kapteinninn dó, arfleiddi hann yngsta son sinn að Jalna og öllum ekrununum — þær voru reyndar ekki lengur þúsund, því að hann hafði neyðzt til að selja eitthvað af þeim til þess að greiða brjálæðislegar skuldir Ernests og óhóf Nikulásar. Þeir höfðu fengið sinn hluta — og meira til, fjandinn hirði mig, bölvaði Whiteoak kapteinn. ■ Hann hafði aldrei kært sig um einkadóttir sína, Ágústu. Hann hafði, ef til vill, aldrei fyrir- gefið henni hinn hræðilega tíma um borð á skip- inu frá Englandi til Kanada. En þó að hann hefði aldrei kært sig um hana, hafði hann heldur aldei haft ástæður til að kvarta undan henni. Hún hafði gifzt mjög ung — áhrifalausum ung- um Englendingi, sem seinna hafði komið þeim öll- um á óvart með því að erfa barónstitil vegna óvænts dauða einhvers frænda. Þó að faðir Ágústu hefði aldrei getað fyrir- gefið henni hinn flókna útbúnað hennar á hinni frægu ferð, þá átti móðir hennar enn þá erfið- ara með að fyrirgefa henni, að hún varð hærri aö tign í mannfélaginu en hún sjálf! Raunar var Court-fjölskyldan miklu fínni en Buckley- fjölskyldan; hún var hafin upp yfir nafnbæt- urnar, og Sir Edwin var aðeins fjórði barónn; V en það var samt hart að heyra Agústu ávarp- aða „yðar náð“. Aðalheiður var mjög ánægð, þegar Sir Edwin dó, og einhver frændi erfði nafnbótina, þannig að minna bar á Ágústu eftir það. Allt þetta gerðist fyrir mörgum árum. White- oak kapteinn var fyrir löngu dáinn. Filippus og báðar konur hans voru dáin. Renny var húgbónd- inn á Jalna, og Renny sjálfur var þrjátíu og átta ára gamall. Það var eins og tíminn stæði kyrr á Jalna. Frændur Rennys, Nikulás og Ernest álitu hann ekkert nema stóran skóladreng. Og gömlu frú Whiteoak fannst synir sínir alltaf vera smástrák- ar og Filippus heitinn, veslings, lítið, dáið vöggu- bam. Hún hafði setið við sama borðið í næstum sjö- tíu ár. Við þetta sama borð hafði hún setið undir Nikulási og matað hann. Nú sat hann við hlið hennar, feitlaginn maður, sjötíu og tveggja ára gamall. Við þetta sama borð hafði Ernest æpt af hræðslu, þegar hann í fyrsta skipti heyrði hvellinn í knalli. Nú sat hann við hina hlið henn- ar, hvíthærður — en það var hún ekki sjálf. Hún var farin að rugla dálítið. Hún sá syni sína fremur sem smástráka en það, sem þeir voru núna. öteljandi sólargeislar höfðu skinið inn um gluggana á Jalna og á Whiteoakfjölskylduna, þegar þau sátu eins og í dag, þau borðuðu, drukku mikið te, og allir töluðu í einu. Hver einstakur fjölskyldumeðlimur sat á sín- um ákveðna stað við borðið með þungu diskun- um og fötunum og enska silfurborðbúnaðinum. Wakefield átti lítinn hníf og gaffal og slitinn silfurbikar, sem hafði gengið í arf frá bróður til bróður, og oft hafði honum verið kastað í kæti yfir í hinn enda stofunnar. Við annan borðend- ann sat Renny, húsbóndinn, langur og mjór, með þykkt dökkrautt hár, andlitið var mjó- slegið og augun voru leiftrandi og brún; beint á móti honum sat Magga, eina systir lians. Hún var fjörutíu ára, en leit út fyrir að vera eldri vegna þess að hún var dálítið feitlagin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.