Vikan


Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 4

Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 4
i 4 VIKAN, nr. 5, 1945 Leiktu á fiðiuna — fyrir mig einan — Smásaga eftir Henri Duvernois. Ahverju kvöldi lék kvennahljómsveit, „Tatarastúlkunnar“ stóð á auglýs- ingunum í litla veitingahúsinu. Á hverju kvöldi fékk monsieur Desco- met sér sama sætið nálægt hljómsveitinni, og hann brosti til stúlknanna, þegar þær stilltar og kurteisar tóku sér sæti bak við nótnastólana. Mademoiselle Berte, sem ennþá var í stuttum pilsum, og með flétt- ur, sem lágu á bakinu, sat við slaghörp- una. Mademoiselle Lise lék fyrstu fiðlu og stjórnaði hljómsveitinni; auk þess voru þrjár aðrar. Mademoiselle Lise var frá Belgíu — mademoiselle Berte frá Norður-Frakk- landi — engin stúlknanna var tatari, en það gerði ekkert til, þær voru allar lag- legar og heiðarlegar stúlkur, og það voru þær kröfur, sem gestgjafinn fyrst og fremst gerði. Á mínútunni eitt komu annað hvort feður eða mæður til þess að sækja ,,tatara“ dætur sínar, sem læddust út, strax og þær höfðu leikið síðasta lagið, og lófatak áheyrendanna dundi. Þá reis monsieur Descomet líka úr sæti sínu, þegar hann hafði tæmt það, sem eft- ir var í bolla sínum og gekk hljóðlega í burtu. Eins og maður getur ímyndað sér, þá hafði ástarguðinn Amor líka komið inn í ‘veitingahúsið ásamt stúlkunum, sem voru ungar og fallegar. Monsieur Descomet, sem var á fertugs- aldri, ríkur og piparsveinn, hann hafði ekki verið lengi að velja. Hann var kurteis og lítillátur maður, svo að hann hafði ekki verið kröfuharður. Mademoiselle Lise var of merkileg með síg og örugg — mademo- iselle Berte var of ung, svo voru tvær ung- ar stúlkur með leiftrandi svört augu, sem horfðu ástleitin á gestina undir löngum, svörtum augnahárunum, honum leizt ekki á þær. Þá var eftir lítil, snotur stúlka, sem stóð fyrir aftan, næstum falin bak við tjald. Þar sem hún stóð 'þarna og lék á fiðluna sína og horfði niður, fannst monsieur Descomet hún hlyti að vera efni í mikla listakonu. Hún var mjög fríð, með beint, dálítið stutt nef og fallegan alvarlegan munn. Þegar hún lék, þá lagði hún alla sál sína í leikinn. Á eftir faldi hún sig feimnislega á bak við tjaldið. Monsieur Descomet elsk- aði hana af því að hún var svo bljúg og feimin. Hann sagði við þjóninn: „Heyrið, Eusébe, hvað heitir litla stúlk- an, sem er alltaf hálffalin bak við tjaldið?“ „Það er mademoiselle Sophie. Vinkonur hennar stríða henni alltaf.“ Hann þorði ekki að halda áfram að spyrja. En eins og allar óframfærnar sálir, þá dreymdi hann yndislega drauma. Hann dreymdi um að nema hana á brott úr veit- ingahúsinu og fara með hana heim í fall- ega húsið sitt. Hann sá í anda falleg kvöld, þegar hún léki fyrir hann einan. Kvöld eitt um lokunartíma, sá monsieur Descomet að komin var rigning. Hann hafði regnhlíf með sér, og þegar made- moiselle Sophie kom út úr veitingahúsinu, áræddi hann að ávarpa hana. „Má ég fylgja yður heim, mademoiselle — eins og þér sjáið, þá er ég með regn- hlíf —. Mademoiselle tók tilboði hans — já, og hún leiddi hann meira að segja. Þegar þau leiddust eftir götunni, fór monsieur Descomet að tala um hljómlist. Mademoiselle Sophie varð undir eins þögul — það leið dálítil stund áður en hún fór að tala aftur, og þá talaði hún aðeins um vinkonur sínar. „Þér getið ekki ímyndað yður, hvað þær eru óvingjarnlegar við mig, monsieur," sagði hún. Hann dirfðist að þrýstá handlegg henn- ar. Svo sagði mademoiselle Sophie honum frá því, að hana dreymdi um — framtíð örugga og hamingjusama — ekki með ung- um manni, nei, hún þráði frið og ró, lítið [ VEIZTTJ—? 1. Hver var Walt Whitman og hvenær var hann uppi? 2. Hvenær og hvar fæddist Bjarni Thor- arensen ? [ 3. Hvenær andaðist Alexander mikli og hve gamall var hanri þá? 4. Eftir hvern er þetta erindi og úr hvaða kvæði: Sést því á sumri miðju fjalls á skrauthnúfum skartið vetrar; þvi vill ei heldur þiðna á vori : himinhrím á höfði öldunga. 5. Hvenær var rithöfundurinn Jules Verne uppi og hverrar þjóðar var hann? ■ 6. Hver var Quintus Horatius Flaccus og hvenær var hann uppi? ■ 7. Eftir hvern er Gullna hliðið? : 8. Hver var Oskar Wilde? [ 9. Hvar er borgin Karlsbad og hve há er íbúatala hennar ? 10. Hver er Franz Lehar? Sjá svör á bls. 14. fallegt hús í úthverfi bæjarins. —Það var eins og talað út frá hjarta Descomets. Þegar hann kvaddi hana áræddi hann að segja: „Má ég fá að fylgja yður heim einhvern tíma seinna, mademoiselle ?“ „Með mestu ánægju, monsieur!“ Daginn eftir var ekki talað um annað í hljómsveitinni en að sú „mállausa“ hefði unnið stóran ástasigur — það nefndu þær Sophie. Og þetta uppnefni þarf skýringar við. Sophie lék nefnilega ekki, heldur lézt gera það. Með boganum sínum, sem var smurður með sápu í staðinn fyrir harpiks, fylgdi hún eins vel og hún gat hreyfingum hinna. Þegar lagið var búið, faldi hún sig bak við tjaldið, af því ‘að hún fann, að hún átti ekkert í hrifningu áheyrendanna. Gestgjafinn hafði valið hana af því að hún var falleg, og af því að hann vildi gjarnan hafa fleiri í hljómsveitinni — í veitingahúsinu við hliðina var tólf manna hljómsveit. Mademoiselle Sophie þráði af öllu hjarta að finna mann, sem vildi kvænast henni og bjarga henni úr þessu leiðinlega hlutverki. Svo að monsieur Descomet var eins og sendur af himni ofan. Þegar tímar liðu nægði honum ekki að fylgja henni að dyrunum — kvöld eitt læddist hann inn. Fölur af geðshræringu, gekk hann inn í litla, fátæklega herbergið hennar, sem var baðað í tunglsljósi. Þau stóðu lengi saman við gluggann án þess að tala — Sophie stóð fast upp að honum, og hann þorði ekki að hreyfa sig. Hann horfði á hana. „Mikið er dá — dásamlegt útsýni hérna,“ stamaði hann. Svo sneri hann sér í burtu frá glugg- anum og opnaði fiðlukassann, sem lá á borðinu. „Leiktu fyrir mig,“ sagði hann. „Það væri dásamlegt í — í tunglskininu — leiktu fyrir mig einan------“. Stúlkan var orðin mjög föl. Nú var draumurinn hennar búinn — hún tók ósjálfrátt fiðluna sína og bogann. Nú varð hún að játa allt. Monsieur Descomet mundi verða vonsvikinn og reiður. Hann mundi fara og taka með sér alla von hennar um rólega og örugga framtíð, sem hún þráði svo ipjög. ' „Viljið þér ekki gera það fyrir mig, mademoiselle, Sophie?“ Þá datt henni allt í einu ráð í hug. „Ég vildi ekkert gera fremur,“ sagði hún, og rödd hennar skalf, ,,en öll hljóm- list gerir mig svo óhamingjusama. Sjáið þér til, fyrsti og eini unnusti minn kenndi mér að leika á fiðlu. Hann var dásamlega fallegur. I hvert skipti, sem ég tek bogann í hönd mér, minnist ég hans!“ „Þér elskuðuð hann?“ „Já, af öllu hjarta!“ Örvinglaður af afbrýði tók hann bog- ann af henni. „Látið mig fá hann. Ég vil heldur tala við yður.“ Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.