Vikan


Vikan - 01.02.1945, Qupperneq 13

Vikan - 01.02.1945, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 5, 1945 13 | Dægrastytting Felumynd. Móðirin: „Þú ert óþekkur, Kalli! Hvar er kennslukonan?" Getið þið fundið hana? Kóngsdóttirin og geithafurinn. Barnasaga. Það var einu sinni konungur, sem átti yndis- fagra dóttur; nafni hennar hefi ég gleymt, en fólkið kallaði hana alltaf „Frekju". Það var ekki fallegt nafn, og ástæðan til þess að henni var gefið það var sú, að kóngsdóttirin var ákaflega ráðrík og frek. Alltaf sagði hún: „Ég vil fara í nýja kjólinn minn! Ég vil fá fleiri jarðarber að borða! Ég vil aka út í gull- vagninum!" Konungurinn hefði auðvitað átt að ala hana betur upp, en hann var svo góður og skemmti- legur maður, sem alltaf hló og sneri því upp í gaman, þegar einhver kvartaði undan framkomu dóttur hans. Svo kom einn góðan veðurdag biðill til kóngs- dótturinnar. Það var laglegur og hraustur ungur kóngssonur, hann var góð bogaskytta, en hvorki rikur né voldugur. Kóngsdótturinni fór að þykja mjög vænt um hann, og hún sagði: „Ég vil giftast kóngssyninum!" „Það færðu ekki!“ svaraði ógurleg rödd — og áður en kóngsdóttirin gat áttað sig á því, hver talaði, var henni lyft frá jörðinni og feykt í burtu langt, langt í burtu, þangað til hún kom til hallar vindanna, sem er við heimsenda. Það var konungur vindanna, sem hafði numið kóngsdótturina á brott, og nú var það ekki til neins, að kóngsdóttirin sagði: „Ég vil“ — því að það var enginn, sem hlustaði á það sem hún vildi. Dag nokkurn gekk hún úr höllinni, sem var uppi á háu fjalli, og hún reikaði lengi um, þangað til að fór að dimma. Þá ætlaði hún að snúa aftui' til hallarinnar, en þegar hún sneri við, þá stóð geithafur fyrir framan hana og varnaði henni vegar. „Farðu í burtu geithafur!" sagði hún. En hann stóð kyrr. „Heyrirðu ekki, að ég sagði þér að fara?" endurtók kóngsdóttirin dálítið hærra. Geithafurinn hreyfði sig ekki af staönum. „Já, ef þú vilt ekki fara með góðu, þá skaltu gera það með illu! “ sagði kóngsdóttirin og greip í hornin hans til þess að draga hann í burtu af götunni. En hvað sem kóngsdóttirin rykkti og dró í geithafurinn, stóð hann kyrr eins og klett- ur. Kóngsdóttirin settist niður dálitla stund og kastaði mæðinni, þvi að það var erfitt að toga svona í geithafurinn. „Já, en ég vil komast áfram!" sagði hún og stökk upp og fór á ný að toga í geithafurinn. En nú var hann orðinn reiður, hingað til hafði hann þolað þessa framkomu kongsdótturinnar, af því að hann vjldi ekki flytja sig, en nú keyrði fram úr hófi — allt i einu beygði hann höfuðið og stangaði kóngsdótturina, svo að hún flaug langt, langt upp í loftið. En minnist þess, að þetta var á heimsenda, þar sem kommgur vindanna bjó -— þar er hvass- ara en nokkurs staðar annars staðar! Og nú ýtti geithafurinn kóngsdótturinni fram af klettimum, svo að vindurinn náði í hana. Hún fauk, og hún fauk, og hún fauk áfram, hún var svo rugluð, að hún hafði enga hugmynd um það, hvar hún var stödd, fyrr en hún kom auga á kirkjuturninn í bæ föður síns. Hugsið þið ykkur, að svona hafði hún fokið IHaupfélag Isfirðinga Símar: 96; skrifstofur 106 og 196; Sláturhúsið og Fiskverkun 29. StOBrsta matvöru- og nýlenduvöruverzfun á Vesturlandi S E L UR : Alls konar byggingarefni, kol og salt. Tekur fisk til verkunar. KAUPFÉLAG ÍSFIRDINGA IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII : Útibúið á ísafirði

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.