Vikan


Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 3

Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 5, 1945 3 »■ / Utvegsbœrinn Isaljördur (Sjá forsíðu). Skutulsf jarðareyri fékk verzlunarréttindi árið 1786, en bæjarréttindi og bæjarstjórn 1866. I»á voru þar röskir 200 íbúar. Nú eru á Isafirði tæp 3000 manns. íbúatalan hefir því fimmtánfaldast. egar rætt er um „höfuðstað Vesturlands“, fsafjörð, er ekki úr vegi að byrja á upphafinu og segja frá því, hvernig nafn fjarðarins, Skutulsfjarðar, sem bærinn stendur við, er til komið. 1 Landnámu segir, að Helgi, sonur Hrólfs úr Gnúfufelli, hafi farið til fslands að vilja frænda sinna. Þegar hann kom í Eyjaf jörð, var þar albyggt. „ ... eftir það vildi hann utan og varð afturreka í Súg- andafjörð; hann var um veturinn með Hall- varði, en um vorið fór hann að leita sér bú- staðar; hann fann fjörð einn og hitti þar skutil í f læðarmáli; það kallaði hann Skutils- f jörð; þar byggði hann síðan .. .“. Þótt byrjað hafi verið svona langt aftur i tímanum, er ekki ætlunin að rekja hér sögu staðarins, enda ekki rúm til þess. ísaf jörður hefir lengi verið mikill verzlunar- og útgerð- arbær, og eru skipin, sem þaðan hafa gengið að undanförnu 14—25 tonna landróðrabátar, 40—80 tonna útilegubátar og eitt 300 tonna síldveiðá- og flutningaskip. Þar er og fjöldi opinna vélbáta. í hinu stór-fróðlega riti, Skútuöldin, eftir Gils Guðmundsson, er sagt frá því, í kaflanum um ísafjörð, að snemma hafi „kaupmenn og siglingamenn veitt því athygli, hversu góð hafnarskilyrði eru á sumum stöðum við ísafjarðardjúp. Meðan Þjóðverjar ráku hér verzlun á 15. óg 16. öld, höfðu þeir einhverja helztu bækistöð á Lang- Fiskþurrkun í Neðstakaupstaönum. (Myndin úr „Skútuöldín“). Skipshöfnin á Geysi, einu af smáskipum Ásgeirsverzlunar. Skipstjórinn, Sigurbjöm Kristjánsson, er yzt til hægri í fremri röð. Myndin er úr „Skútuöldin I.“, eftir Gils Guðmundsson. Isafjörður. eyri í Álftafirði. Þar er hin ágætasta höfn fyrir innan eyrina og verzlunarviðskipti auðveld um allt Djúp.......... Önnur bezta höfnin við Isa- fjarðardjúp var fyrir innan Skutulsf jarðareyri, og er hún með þeim ágætum frá nátt- úrunnar hendi, að hún á vart sinn líka, þótt leitað sé um gjörvallt landið. Þarna munu kaupmenn snemma hafa tek- ið sér bólfestu. Árið 1602, þegar einokunarverzlunin var stofnsett, var Sltutulsf jarðar- eyri eða Isafjörður, eins og staðurinn nefndist síðar, einn af hinum föstu verzlunarstöð- um landsins. Kaupsviðið tók yfir Súgandafjörð, Isafjarð- ardjúp, Jökulfirði og Horn- strandir, allt að Geirólfsgnúp. Líklegt má telja, að hús ein- okunarkaupmanna hafi jafn- Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.