Vikan


Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 10

Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 5, 1945 pimn m íTiiiTuy Matseðillinn soðnum kartöflum. Enskt buff þolir ekki að standa lengi, því að þá verður það seigt. Ertu alvarlega ástfangin? Dr. Adams notar þetta próf til þess að úrskurða fljótlega, hvort sú (sá), sem eftirfarandi spumingar eru lagðar fyrir, sé alvarlega ást- fangin eða aðeins blinduð af fögrum líkama eða kynþokka. 1. Hafið þið mörg sameiginleg áhugamál ? 2. Ertu hreykin, þegar þu gerir samanburð á vini þínum og ein- hverjum, sem þú þekkir? 3. Þjáist þú af óróleikatilfinningu, þegar þú ert fjarri honum (henni) ? 4. Njótið þið þess að vera saman, jafnvel þótt þið rífist? 5. Hefir þú mikla löngun til þess að geðjast honum (henni), og ertu fús að sleppa því, sem þig hefir langað til hans (hennar) vegna? 6. Langar þig í raim og veru til þess að giftast honum (henni) ? 7. Hefir hann (hún) þá eiginleika, sem þú vildir gjarnan, að börriin ykkar erfðu? 8. Dást vinir þínir og kunningjar að honum (henni) og álíta, að þið yrðuð góð hjón? 9. Álíta foreldrar þínir, að þú sért ástfangin (foreldrar eru mjög skarpskyggnir á slíkt) ? 10. Ertu farin að hugsa um, hvemig þig langar til að brúðkaupið verði, bömin og heimilið? Ef þú getur með góðri samvizku svarað j á við, að minnsta kosti, sjö af ofangreindum spumingum, þá er úrskurður dr. Adams sá, að þú sért ástfangin. JÞessi snotri kjóll hefir þann kost, að sniðið fer öllum vel, hvort sem þær era háar eða lágar, grannar eða gildar. Efnið í kjólnum er hvítt „crepe“, borðamir, sem skreyta kjól- inn era grænir. Kjötréttur: Enskt buff. 1% kg. nautakjöt. 250 gr. smjör. 1 teskeið salt. 10 laukar. Ofur- lítið af pipar. 1 enskt buff er bezt að nota nauta- kjöt, og er þá venjulegast notuð krygglengjan eða innanvert úr læri. Bezt er að kjötið sé búið að hanga í 6 til 10 daga, eftir að því hefir verið slátrað, þá verður það meyrt og betra. Fyrst er kjötið þvegið með vel uppundnum léreftsdúk og síðan skor- ið í hæfilega stór stykki, þannig, að skurðflöturinn sé þvert á þræðina í kjötinu, loks barið lítið eitt og þrýst saman með hníf. Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og brúnaður í smjöri og hellt upp x skál og haldið heitum. Salti og pipar blandað saman og stráð yfir kjötstykkin. Þau era síðan brúnuð á pönnu, báðum megin, í 4 til 6 mínútur og snúið við öðra hvoru. Stykkjunum raðað á fat og haldið heitum. Dálitlu af vatni er hellt á pönnuna og látið sjóða vel. Síðan er lauknum, bránaða smjörinu og vatn- inu hellt yfir kjötið. Borið fram með Tómatsúpa. 4 lítrar kjötsoð. 80 gr. smjör. 80 gr. hveiti. 1 flaska tómat eða 2 kg. tómatar. y2 rifinn laukur. 100 gr. makkaronl. Soðið er hitað, smjörið brætt og hveitinu jafnað saman við. Þynnt út með sjóðandi soðinu og tómatsafinn látinn út í. Soðið hægt í 10 mínútur. Tómatsúpu má bera á borð með soðnu makkaroni, bökuðum brauðten- ingum, litum fiskibollum og mörgu fleira. GÓÐ RÁÐ. 1. Reynið aldrei að neyða mat ofan í bam á móti vilja þess. Takið matinn strax í burtu, þegar bamið snýr murminum í burtu eða sýnir á einhvern annan hátt, að það vilji ekki matinn. 2. Reitið ekki bamið tíl reiði, þegar maturinn er nálægt því. 3. Venjið yður á að láta hvorki kvíða né gremju í ljós, þegar bamið vill ekki borða, látið það ekkert á yð- ur fá. ÍSRÚN H.F. ISAFIRÐI, sem er eina útgáfufyrirtækið á Vesturlandi, hefir nýlega gefið út eftirtaldar bækur. Förunautar, eftir Guðm. G. Hagalín, safn 9 sagna eftir þetta merka og vinsæla skáld. Guilkistan, lýsing á sjómennsku og fiskveiðum fyrir Vesturlandi, eftir Árna Gíslason. Töfragripurinn, saga fyrir börn og unglftiga, eftir Guðmund Geirdal. Húsið í hvamminum, nútíma skáldsaga, eftir Óskar Aðalstein Guðjónsson, sem nú er efnilegastur í hópi yngri rithöfunda. Út vil eg — út, norsk saga um æskufjör, útþrá og æfintýri. Allar þessar ágætu bækur fást enn í bókaverzl- unum um land allt. ÍSRÚN H.F., ÍSAFIRÐI. Verzlunin Ðagsbrún Isafirði. — SIGRÍÐIJE IÖNSDÖTTIR. — Sími 103 og 35. Innflutningur á allskonar Veinaðarvörum og Fatnaði. Jóh. J. Eyfirðingur. Kaup og sala á allskonar landbúnaðarafurð- um, svo sem Húðum, Skinhum, Gærum, Ull o. fl. Starfrækir sláturhús. « I I *; é f é « Matvörur Hreinlætisvörur Metravörur Smávörur Sími 48. ísafirði. c« & % & & # I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.