Vikan


Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 5

Vikan - 01.02.1945, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 5, 1945 5 Ný framhaldssaga: ................... Hver er Evans ? ............ Sakamálasaga eftir Agatha Christie „Kannske hefir hann haldið, að þú hafir séð eitthvað, sem þú álítur einskisvert, en sem var í rauninni þýðingarmikið. Þetta virðist kannske asnalegt, en þú skilur við hvað ég á?“ Bobby kinkaði kolli. „Já, ég veit, hvað þú átt við, en það er samt mjög ólíklegt." „Ég er sannfærð um, að kletturinn kemur þessu eitthvað við. I>ú varst þama á staðnum — fyrsti maðurinn.“ „Thomas var þar líka,“ minnti Bobby hana á. „Og enginn hefir reynt að gefa honum inn eitur.“ „Þeir eiga það kannske eftir,“ sagði Prankie glaðlega. „Eða það hefir kannske misheppnast." „Þetta virðist allt mjög langt sótt.“ „Ég held að það sé alveg rökrétt. En bíddu, allt er þegar þrennt er.“ „Hvað?“ „Starfið, sem þér var boðið. Það er auðvitað smávægilegt atriði, en það var skrýtið, þú verð- ur að viðurkenna það. Ég hefi aldrei heyrt getið um útlend fyrirtæki, sem sóttust eftir óþekkt- um, fyrrverandi sjóliðum." „Sagðirðu óþekktum?" „Þú varst ekki kominn í B. L. B. þá. En þú veizt, hvað ég meina. Þú sást eitthvað, sem þú áttir ekki að sjá — eða svo álíta þeir (hverjir sem þeir eru). Nú, þeir reyna fyrst að losna við þig með því að bjóða þér atvinnu í útlandinu. Svo þegar það tekst ekki, þá reyna þeir að drepa þig.“ „Væri það ekki nokkuð hrottalegt? Og að minnsta kosti mjög mikil áhætta?“ „Ó, morðingjar eru alltaf svo hræðilega fram- hleypnir. Eftir því sem þeir fremja fleiri morð, því fleiri langar þá til að fremja." „Eins og þriðji blóðbletturinn," sagði Bobby og minntist eftirlætis skáldsögu sinnar. „Já, og líka í lífinu sjálfu, — Smith og kon- umar hans og Armstrong —.“ „En Frankie, hvað í ósköpunum á ég að hafa séð?“ „Það er nefnilega vandamálið," samþykkti Frankie. „Ég veit, að það hefir ekki verið, þegar manninum var hrint fram af, af því að þá hefðir þú sagt frá því. Það hlýtur að vera eitthvað við- víkjandi manninum sjálfum. Hann var kannske með fæðingarblett eða vanskapaðan fingur eða eitthvað líkamseinkenni." „Þú ert að hugsa um dr. Thomdyke, sé ég. Það gæti ekki verið neitt þvílíkt, af því að lögregl- an hefði séð það eins vel og ég.“ „Vissulega. Þetta var della úr mér.“ „Þetta er mjög skemmtileg tilgáta,“ sagði Bobby, „og mér finnst ég vera mjög þýðingar- mikil persóna, en ég tiúi samt ekki, að það sé meira en tilgáta.“ „Ég er viss um að ég hefi á réttu að standa.“ Frankie stóð upp. „Ég verð að fara núna. Á ég að líta inn til þín aftur á morgun?“ „Ó, gerðu það! Þvaðrið í hjúkrunarkonunum er svo tilbreytingarlaust. En meðal annarra orða, þú kemur fljótt frá London?“ „Góði minn, undir eins og ég heyrði um þig, þá flýtti ég mér til baka. Það er ekki daglegt brauð að vinum manns sé gefið inn eitur á svona rómantískan hátt.“ „Ég veit elcki, hvort það er svo rómantiskt að gleypa morfín," sagði Bobby og smjattaði á. „Jæja, ég lít inn á morgun. Á ég kannske að kyssa þig?“ a . Bobby Jones er að leika * golf með Thomas lækni. Bobby missir boltann niður í gjótu og þeg- ar heinn fer að leita hans, finnur hann þar dauðvona mann. Læknirinn fer að sækja hjálp, en Bobby er kyrr hjá manninum. Maðurinn segir aðeins þessa einu setningu: „Hvers vegna báðu þau ekki Evans?“. Síðan deyr hann. Bobby finnur mynd af fallegri konu í vasa dauða mannsins, en lætur hana aftur á sinn stað. Bobby hefir áhyggjur út af því, að hann á að leika á orgel við kvöldmessu hjá föður sínum, séra Thomas Jones, klukkan sex. En ókunnur maður kemur og býðst til að leysa hann af hólmi og vera hjá líkinu þangað til læknir- • inn kemur aftur. Bobby fer heim og lendir honum í orðasennu við föður sinn. Eftir þetta fer Bobby í ferðalag með járnbraut og hittir þar æskuvinkonu sina lafði Franc- es Derwent, sem segir honum, að það hafi komið á daginn, hver dáni maðurinn er. Bobby og Frankie tala saman um væntan- leg réttarhöld. Frú Cayman segir hinn dána, Alex Pritchard vera bróður sinn, sem lítið hafi dvalizt á Englandi. Cayman og kona hans þakka Bobby. Bobby vill fara í bílafyrirtækið með Badger Beadon, en föð- ur hans lízt ekki á það. Bobby hafði fengið bréflega tilboð um atvinnu erlendis. Hann verður á óskiljanlegan hátt fyrir morín- eitrun og liggur nú á spítala. Forsag „Það er ekki smitandi," sagði Bobby hvetjandi. „Þá ætla ég að fullkomna skyldu mína við sjúklinginn. Hún kyssti hann létt. „Sé þig á morgun aftur.“ Hjúkrunarkonan kom inn með te handa Bobby, og Frankie fór út um leið. „Ég hefi oft séð myndir af henni í blöðunum. Hún er samt ekkert lík þeim. Og ég hefi auðvit- að líka oft séð hana aka i bílnum sínum, en ég hefi aldrei komið svona nærri henni áður. Hún er ekkert drambsöm, er það?“ „Ó, nei, nei!“ sagði Bobby. „Ég mundi aldrei segja um Frankie að hún væri drambsöm." „Ég sagði við systur, sagði ég, hún er svo blátt áfram, ekkert tilgerðarleg. Ég sagði við systur, hún er alveg eins og þú og ég, sagði ég.“ Bobby, sem var ákaflega ósamþykkur þessu áliti, svaraði engu. Hjúkrunarkonan, sem varð fyrir miklum vonbrigðum af áhugaleysi hans, fór út úr herberginu. Bobby var skilinn eftir í þönkum sínum. Hann lauk við að drekka teið sitt. Svo fór hann að brjóta heilann um, hvort eitthvað gæti verið til í hinni furðulegu tilgátu Frankie, og að lok- um var hann ákveðinn á móti henni. Hann kom auga á vasana með liljunum. Það var afskaplega fallega gert af Frankie að færa honum öll þessi blóm, og þau voru auðvitað yndisleg, en hann óskaði þess, að hún hefði heldur fært honum nokkrar leynilögreglusögur. Hann leit á borðið, sem var við hliðina á rúminu. Þar var ýmislegt drasl, þar á meðal vikublaðið í Marchbolt og John Halifax. Hann tók upp John Halifax. Éftir fimm mínútur lagði hann það frá sér. Fyrir mann, sem var vanur bókum eins og Þriðji blóöbletturinn, Myrti erkihertoginn og Ævintýri Florentine Dagger, skorti John Halifax allt að- dráttarafl. Hann andvarpaði um leið og hann tók upp sið- asta tölublað vikublaðsins í Marchbolt. Nokkrum augnablikum síðar þrýsti hann á bjölluna undir koddanum af svo miklum krafti, að hjúkrunarkonan kom hlaupandi á harða spretti. „Hvað er að, herra Jones? Hefir yður versn- að?“ „Hringið upp í kastalann," hrópaði Bobby. „Segið við lafði Frances, að nún veröi að koma hingað aftur undir eins.“ „Ó, herra Jones, þér getið ekki sent slik skila- boð.“ „Get ég það ekki?“ sagði Bobby. „Ef ég mætti rísa upp úr þessu bölvaða rúmi, þá munduð þér fljótt sjá, hvort ég gæti það eða ekki. En þar sem svona stendur á, þá verðið þér að gera það fyrir mig.“ „En hún er varla komin heim.“ „Þér þekkið ekki þann græna." „Hún mun heldur ekki hafa drukkið teið sitt.“ „Heyrið, stúlka góð,“ sagði Bobby, „það þýðir ekkert að þræta við mig. Hringið eins og ég segi yður að gera. Segið henni að hún verði að koma strax, af þvi að ég þurfi að segja henni nokkuð, sem er mjög mikilvægt.“ Hjúkrunarkonan fór gjörsigruð en samt treg. Hún leyfði sér að breyta skilaboðum Bobbys lítilsháttar. Ef það væri ekki til neinna óþæginda fyrir lafði Frances, þá vildi herra Jones gjarnan að hún kæmi, þar sem hann þurfti að tala við hana, en ef það gerði lafði Frances ónæði, þá skyldi hún ekki leggja það á sig. Lafði Frances svaraði stuttlega, að hún kæmi undir eins. „Þið getið verið sannfærðar um það,“ sagði hjúkrunarkonan við starfssystur sínar, „hún er ástfangin af honum og ekkert annað." Frankie kom með miklum gusti. „Hvað á þetta að þýða að gera boð eftir mér svona í hvellinum." Bobby sat uppi í rúminu og var með eldrauð- an blett á báðum vöngum. Hann hélt á vikublað- inu í Marchbolt. „Sjáðu þetta, Frankie." Frankie horfði. „Nú?“ spurði hún. „Þetta er myndin, sem þú áttir við, þegar þú sagðir, að hún væri eins og þessi frú Cayman.“ Bobby benti með fingrinum á nokkuð ógreini- lega prentaða mynd af ljósmynd. Undir henni stóðu þessi orð: Myndin, sem fannst á dauöa manninum, og með hennar hjálp var komist að því, hver hann var. Frú Amelía Cayman, systir hins látna. „Eg sagði það, og það er satt. Eg sé enga ástæðu til þess að vera að rugla út af þvi.“ „Ekki heldur ég.“ „En þú sagðir —.“ „Ég veit, hvað ég sagði. En sjáðu nú til Frankie.“ — Bobby talaði með mjög mikilli áherzlu. — „Þetta er ekki myndin, sem ég stakk aftur í vasa dána mannsins ...“ Þau horfðu á hvort annað. „Ef svo er,“ sagði Frankie hægt, „þá hljóta annað hvort að hafa verið tvær Ijósmyndir —.“ „Sem er ekki líklegt —.“ „Eða —.“ Þau þögnuðu. „Maðurinn — hvað hét hann-“ sagði Frankie. , ,Bassington-ffrench! “ sagði Bobby.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.