Vikan


Vikan - 01.11.1945, Blaðsíða 4

Vikan - 01.11.1945, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 44, 1945 Hin rétta móðir hans. Smásaga eftir Frederiek Harlitt Brennan. T>áðar konurnar, sem sátu við borð verj- andans, horfðu með athygli á litla drenginn koma sér fyrir með erfiðismun- um í stóru vitnastúkunni. Önnur konan var á fertugsaldri, klædd dýrindis loðkápu og auðsjáanlega af heldra fólki komin. Andlit hennar bar vott um fyrri fegurð; en var nú fremur fyrirgengilegt. Hún leit út fyrir að vera snyrtileg, ung kennslu- kona. Við borð ákærandans sat velklæddur, miðaldra maður með fallega, hvassa and- litsdrætti og lék napurt bros um þunnar varir hans. Hann horfði um stund á barn- ið fyrir framan vitnastúkuna, en þegar dómarinn sneri sér að drengnum, horfði hann kæruleysislega út um gluggann. ,,Þú heitir Neddie, er það ekki rétt?“ „Jú.“ „Hvað ertu gamall?“ ,,Ég er nærri átta. ára.“ „Veiztu til hvers þú kemur hingað?“ „Já, af því að það á að skera úr því, hvort ég á að vera hjá mömmu minni eða pabba. Maðurinn þarna er faðir minn, hann á heima í Boston, og — „Þetta er nú gott, Neddie. En segðu mér nú, viltu vera hjá móður þinni?“ „Já, eðlilega.“ „Er móðir þín góð við þig?“ „Auðvitað er hún það. Hún hefir ætíð eitthvað til þess að koma mér á óvart. Hún hefir nýlega gefið mér lítinn hvolp. Hann heitir Benny — og er svartur bolabítur og---------.“ „Neddie, margt fólk hefir sagt mér, að móðir þín vanræki þig og að hún sé vond við þig og komi þér til að gráta. Er það rétt?“ „Mamma hefir aldrei komið mér til að gráta — aðeins einu sinni, þegar ég rak tréflís í fingurinn á mér og hún dró hana út. Þetta eru hreinustu ósannindi." „Hvað sérðu móður þína oft, Neddie?“ „Auðvitað á hverjum degi.“ „Jæja. Veiztu, hvað það er að blóta og ragna.“ „Það er að leggja guðs nafn við hégóma.“ „Hefir þú heyrt móður þína blóta?“ „Hana mömmu? Ertu brjálaður!“ „Hefir móðir þín barið þig?“ „Aðeins einu sinni með hárburstanum sínum — og þá grét hún allan daginn út af því.“ „Hvers vegna barði hún þig.“ „Af því að ég hafði kveikt í gluggatjöld- unum með eldspýtu." „Veiztu, hvað áfengi er?“ „Þú átt við visky? Það er einhver drykk- ur, sem Arthur bifreiðastjórinn okkar drekkur." „Hefir þú séð móður þína drekka visky?“ „Ertu snarvitlaus! Visky er eitur og maginn í manni rotnar af því, ef enginn járnbotn er í honum, eins og er í magan- um hans Arthur.“ „Hefir móðir þín sagt þér það?“ „Arthur hefir sjálfur sagt mér, að hann hefði járnmaga.“ „Það er gott, drengur minn. En koma oft ókunnugir menn heim með móður þinni? Hefir þú séð menn, sem þú ekki þekkir, heima hjá þér?“ „Já, karlmenn heimsækja Trínu oft í eldhúsið.“ „En þú hefir aldrei séð ókunnugan mann í stofunum hjá móður þinni?“ „Aðeins Vashom lækni, hann kemur til að skoða mömmu, þegar hún hefir höfuð- verk.“ „Fer móðir þín með þig á skemmtanir?“ „Hvað er það?“ „Ég á við, fer hún með þig í leikhúsið og á kvikmyndasýningar?“ „Auðvitað gerir hún það. Við skemmt- um okkur ágætlega saman.“ „Þú hefir þá ekkert til að kvarta undan, þér finnst móðir þín vera góð, vingjarn- leg og ástúðleg?“ ^ihiiiiihhiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii •>, I VEIZTU— ? § 1. Kúla, sem skotið er til hægri frá flug- i vél á hraðri ferð, hefir tilhneigingu til \ að falla, en kúla, sem skotið er til \ vinstri vill fara uppávið. Hvernig er i | þetta skýrt? \ = 2. Hve margar eru reikistjömumar, auk \ | jarðarinnar? i | 3. Hvaða reikistjömur eru minni en i i jörðin ? i 1 4. Hvað er Síbería margir ferkílómetrar ? = i 5. Hvar em mestu kvikasilfursnámur í \ | Evrópu ? i í 6. Hvað heitir syðsti oddi Afríku? i þ 7. Hver af landkönnuðunum þremur, i Í y Scott, Shacleton eða Amundsen, komst í = fyrstur á suðurpólinn? I i 8. Hvað heitir sú tegund af leðurblökum, i sem leggst á skepnur og sýgur úr þeim i Í blóðið og hvar er heimkynni þeirra? i 9. Er norðurpóllinn kaldasti staður jarð- i i arinnar ? i i 10. Hvað heitir höfuðborgin á Sikiley? i Sjá svör á bls. 14. [ '''fiiiimiiiiiiiiiiiiiu.HHHHHHHiHiiHiiiiHHMHHiHHmHHHHHiHHfHHHiHii''' „Já, það finnst mér.“ „Það, sem þú hefir sagt er bein mót- sögn við vitnisburð ákærandans. Hefir móðir þín, Neddie, búið þig undir þetta og sagt þér, hvað þú ættir að segja.“ „Ég skil ekki við hvað er átt?“ „Hvað sagði hún við þig í morgun? Manstu það ekki?“ „Jú, hún spurði mig, hvort ég elskaði hana ekki, hvort ég væri ekki litli dreng- urinn hennar og hvort ég vildi ekki vera hjá henni — og þessi frú þarna — -----.“ „Bíddu hægur, Neddie. Það sitja tvær konur við stóra borðið, hvor þeirra talaði við þig áður en þú fórst í réttinn?“ „Mamma mín, sú, sem situr við hliðina á konunni í loðskinnskápunni.“ „Neddie, konan í loðskinnskápunni er móðir þín!“ „Nei, hún er ekki mín rétta móðir. Ungfrú Denling er móðir mín, enda þótt hún sé nefnd kennslukona mín. Það voru heimskir englar, sem villtust og sögðu kon- unni þarna, að hún væri móðir mín, en svo lét rétta móðir mín hana álíta það, til þess að særa ekki tilfinningar hennar.“ „Nú, því er þá þannig varið.“ „Hún álítur sig vera móður mína, en við höfum aðeins hent gaman að henni. Hún kemur einu sinni í mánuði og heimsækir okkur og þá er hún alltaf svo full. Joe segir, að hún hafi einnig járnmaga.“ „Dómari, við mótmælum þess---------.“ „Haltu áfram, Neddie, hversu lengi haf- ið þið ungfrú Denling hent gaman að frú Pryskin?“ „I mörg ár, eins lengi og ég man eftir mér. Ég get sagt þér, að við höfum oft gabbað hana. Hún talar stöðugt um lífs- starf sitt og hún getur ekki þolað litla drengi og það má aldrei gera hávaða í stof- unni. En móðir mín segir, að hún hafi mig, og að hún sé hamingjusöm, og hirði ekki um að syngja í útvarpið og leika í leik- húsum í New York.“ „Fyrirgefið, herra dómari, þetta barn er ekki fært um að vitna.“ „Bíðið þér við. Ég hefi aðeins eina spurn- ingu í viðbót. Neddie, þekkir þú föður þinn, manninn, sem situr þarna?“ „Já, hann hefir gift sig aftur og á þrjá litla drengi í Boston. Joe segir, að hann hirði ekki um að hafa foreldraréttinn yfir mér, hann vilji aðeins ekki hafa, að frúin í loðkápunni hafi yfir mér að segja, en ég hirði aðeins um hina réttu mömmu mína.“ „Við mótmælum, herra. dómari!“ „Rétturinn hefir heyrt nægilega mikið í þessu máli. Hvorugt foreldranna er hæft til að taka þetta barn að sér. Þess vegna tilnefni ég ungfrú Denling sem fjárhalds- mann barnsins, ef hún er fús til þess, að taka á sig þá ábyrgð.“ „Já, með ánægju, herra dómari!“ „Við mótmælum þessu. Barnið getur ekki borið vitni.“ „Borið vitni?“ Hvað á það að þýða?‘f spurði drengurinn og roðnaði af hræðslu. „Það var bara vitleysa, drengur minn.. Réttinum er slitið!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.