Vikan - 01.11.1945, Síða 6
6
nKAN, nr. 44, 1945
á móti; en hvers vegna ættu þær að fá að gabba
hann svona? Hvílík kvendi!“
Hermann opnaði gætilega dyrnar, gekk inn i
anddyrið og til hægri inn í viðhafnarstofuna. Þar
var enginn, og hann stóð um stund kyrr, hlust-
andi og lék bros um varir hans. Hvar var Maria ?
Ef til vill í svefnherberginu sínu, sem lá við hlið-
ina á viðhafnarstofunni — já, dyrnar þangað
inn voru opnar. Hann hlustaði og lágt hljóð barst
honum til eyrna. Það var líkast því sem Maria
hefði hvíslað. Hann brosti enn þá meir — ef tii
vill ímyndaði hún sér, að hún væri að tala við
hann. Sú hugsun gladdi hann, og hann stóð og
hlustaði.
„ó, ástin mín! Hvað þú ert dásamleg, hvað ég
tilbið þig!“ Hann gat ekki þolað þetta lengur.
Hún var ein — og hugsaði um hann.
Hann kallaði bliðlega: „Maria — Maria!“
Eitt augnablik varð dauðakyrrð, svo kvað við
önnur rödd, fljótmælt og skipandi: „Hvernig í
ósköpunum stendur á þessu?“—
Síðan heyrðist rödd Mariu, hvell og spyrjandi.
„Hver er þar?“
Hermann fann blóðið streyma til höfuðsins og
slá í gagnaugunum sem járnhamrar; hjartað var
í þann veginn að springa, og háls hans herpt-
ist saman. Hann gat ekki svarað. Hann stóð ná-
fölur, máttvana og með bleikar varir, um leið
og æðarnar, sem blóðið streymdi ofsalega í gegn-
um, þrútnuðu á enni hanS.
Dyrunum að svefnherberginu var hrundið upp,
og ungur maður með úfið hár og leiftrandi augu
kom þjótandi í stofuna.
„Hvern fjandann eruð þér að gera hérna? Hver
eruð þér? Þjófur! Þér getið verið viss um, að
þér verðið að bera ábyrgði á þessu, hver svo sem
þér eruð!“
Enn þá mátti Hermann eigi mæla. Rödd hans
var sem dauð, hálsinn sem iamaður. Hann kreisti
blómin milli handanna — blómin, sem höfðu átt
að gleðja Mariu og koma henni á óvart. Hvar
var Maria? Hvað var hún að skipta sér af þess-
um unga manni? Hann skalf, þegar Maria birt-
ist í dyrunum — Maria í knipplinga greiðslu-
treyju úr ljósu efni og með hárið slegið yfir herð-
arnar eins og rauðgyllt ský.
„Guð minn góður, Hermann!"
Þegar hann heyrði nafn sitt ránkaði hann við
sér. Hann rétti úr sér og stóð beinn, eins og her-
maður, sem hafði litið inn í fallbyssukjafta óvin-
anna.
„Ég bið yður fyrirgefningar, fröken" sagði
hann með rödd, sem hann varla þekkti sjálfur.
„Ég braut allar kurteisisvenjur með þvi að
troðast hingað inn. Þetta voru aðeins misgrip."
Hann gekk einu skrefi lengra fram, nálgaðist
unga manninn, lyfti blómunum, sem hann hélt
stöðugt á og sló hann yfir þvert andlitið.
Ungi maðurinn, sem var hár, friður piltur með
liðað hár og fallegt lítið vangaskegg, bar hend-
ina ósjálfrátt upp að kinninni, þar sem blómin
höfðu hitt hann. Hann varð eldrauður í framan
og augun skutu neistum af reiði.
„Þér skuluð fá að bera ábyrgð á þessu!“ sagði
hann hamstola.
„Hvenær sem þér viljið, herra!“
„Hvert er nafn yðar?“
Fingur Hermanns fálmuðu í vestisvasa hans.
Hann fann nafnspjald og rétti hinum það. Hann
tók á því, eins og snertingin gæti saurgað hönd
hans, leit á það, reif það í tætlur og kastaði því
á gólfið.
„Bölvaður!" stamaði hann örvita af reiði.
„Þrjóturinn þinn! Gerðist þú svo djarfur að sletta
þér í þetta. Gyðingaþræll!" Hann sneri sér að
Mariu, sem stóð stöðugt í dyragættinni. „Hugs-
aðu þér. Þessi rustalegi náungi dirfist að berja
mig! Þessi vesæla mannskræfa! Nú mun hann
gorta af því í París, að hann hafi barið Lucien
Marcel Saramier de Loménié í andlitið — og
og lifað samt! Er það ekki ánægjulegt ?“
Hermann leit andlit sitt í speglinum afskræmt
af reiði, heyrði sjálfan sig stama og fann, hvern-
ig hinn fyrri ofsi hans breyttist í nístandi hatur.
Ungi, hrokkinhærði og tízkuklæddi maðurinn
hafði notið þeirrar hylli, sem hann sjálfur hafði
naumast þorað að biðja um. Hann hafði hvílt í
faðmi hennar, fundið varir hennar og hlustað á
hvíslandi ástarorðin sem Hermann hafði ætíð
þráð að heyra.
Rödd hans var alveg róleg, þegar hann sagði:
„Herra minn, það er óþarfi að móðga mig meira.
Ég er fús til að ganga á hólm við yður, hvenær
og hvar sem er. Þvi fyrr, því betra.“
Hinn baðaði út höndunum; reiði hans hafði náð
hámarki sínu. „Fjandinn sjálfur!“ sagði hann.
„Getið þér ekki séð, að það er gjörsamlega óhugs-
andi? Hvernig ætti ég — hertoginn af Loménié-—
ganga á hólm við Júða, smá-mangara? Á síðari
árum hefir margt undarlegt borið við í Frakk-
landi, en enn þá hafa menn þó eigi séð afkomerid-
ur hinna elztu aðalsætta heyja einvígi við gyð-
inga kaupmann!"
„Þér eigið við, að þér neitið því að heyja við
mig einvígi,“ sagði Hermann hægt.
„Að ég neiti! Hvað ætti ég annað að gera?“
„Ágætt! Það er eins og að fá viðreisn. Ég að-
vara yður — öll París mun fá að vita þetta; París
á svo að dæma um, hver sé hugleysinginn."
Maria þaut fram og fórnaði höndum. „Þetta
getur ekki verið alvara þín? Það myndi spilla
öllu fyrir mér! Æ, ég treysti þér svo!“
„Auðsjáanlega eins og ég þér,“ sagði hann
kuldalega.
„Hvað kemur þér við það, sem fólk hugsar eða
segir um þig. Getur þú ekki skilið, að nú ert þú
mér einskis virði."
„Og svo vilt þú ljósta upp hneykslinu — þú
vilt eyðileggja líf mitt, Hermann!"
Hann starði á hana og ihugaði, hvernig hann
ætti að afbera það, að missa hana. Orð höfðu
enga þýðingu; hann gat talað napurt, látið í ljós
tilfinningaleysi -— en hann vissi, að ást hans á
þessari konu myndi ekki auðveldlega slokkna.
Hann átti í vændum nætur og daga, dimma af
sorg, einveru og samvizkubiti, og hann vissi, að
hann myndi brjóta heilann um, hvernig hann ætti
að fá að sjá hana aftur. Hann vissi, að jafnvel
núna gat hann ekki fengið sig til þess að særa
hana á nokkurn hátt. Varir hans voru lokaðar,
hendur hans bundnar.
„Nei, nei," sagði hann. „Ég skal ekki gera —
neitt, þú getur verið róleg.
BlessaS
bamið!
Teikning eftir
George McManus.
Lilli: Da—da—da—
Pabbinn: Þjónn! Gjöra svo vel að koma með reikninginn,
ég þarf að flýta mér!
Frú við næsta borð: Hugsaðu þér, ég . . .
Lilli: Go—go!
Frúin: Þau ætla víst að skilja . . .
Pabbinn: Verið þér sælir, James, þetta var prýðileg máltíð.
James: Það gleður mig, að þér eruð ánægður.
Lilli: Do—do!
Pabbinn: Nú hefir Lilli verið
góður drengur — það skal ég
segja mömmu!
Pabbinn: Hvað er þetta?
Mamman: Það er kventaska! Hvar hefir barnið
fengið hana ? Eða keyptirðu hana kannske handa mér ?
Mamman: Hlustaðu — kona tapaði tösku með miklúm
peningum á matsölustað -— lögreglan er að leita að þeim,
sem tók hana —
Pabbinn: Guð almáttugur! Hvað eigum við að gera? Það
er þessi taska!
Lilli: Go—go!