Vikan - 01.11.1945, Side 12
12
VIKAN, nr. 44, 1945
— til þess að leysa úr flækjunni. Þótt ég sé
ekki forvitin að upplagi, hefi ég þó góða hæfi-
leika til að komast að þvi, sem ég vil fá að vita.
Þetta mun stafa af því, að ég hefi lifað svo
íengi í andrúmslofti sjúkrahúsanna, en þau eru
sönn gróðrarstía allskonar umtals um náung-
ann, að visu ekki illkvitnislegs umtals, því að
hjúkrunarkonur eru ef til vill þær einu konur í
heiminum, sem misnota ekki þá aðstöðu, sem
þær hafa, til þess að heyra ýmislegt við fram-
kvæmd skyldustarfa sinna.
Þó ég tæki það ekki með í reikninginn, að
morðin voru framin i, suðurálmunni — mér
fannst ég reyndar bera talsverða ábyrgð á
þeirri álmu sjúkrahússins — þá voru það aðrar
og alvarlegri ástæður, sem fengu mig til þess
að láta málið til mín taka. Fyrst og fremst má
nefna þetta . með morfinsprautuna, og því næst
hin undarlega framkoma Maidu um nóttina. Og
loks, að Jim Gainsay hlaut að hafa verið innan
takmarka sjúkrahússins þá nótt, þar eð ég fann
vindlingaveskið hans úti i garðinum.
Sjúkrahúsin ættu að vera friðhelg, og mér
fannst það vera brot á öllum mannlegum lögum,
að svona hræðileg atvik skyldu hafa getað átt
sér stað innan veggja okkar. Ég gerði mér far
um að tortryggja allt og alla og enda þótt mér
finnist það ekkert hól fyrir mig, verð ég þó að
játa, að þetta heppnaðist mér furðulega vel og
það án þess ég þyrfti að leggja mig fram!
Mér fannst margir hlutir grunsamlegir og þó
að ég sé venjulega nokkuð góð að hugsa og yfir-
leitt ákveðnari en aðrar konur, þá var mér samt
ómögulegt að komast að beinni niðurstöðu.
Ég hugsaði allan daginn um Maidu, og þegar
Lance O.I.eary kom til mín um klukkan 6 um
kvöldið og bað kurteislega um að mega tala
við mig, vissi ég varla, hvort ég átti að gleðj-
ast eða hryggjast yfir þvi.
Við fórum inn á biðstofuna til að fá að vera
í næði. Það er sá staður, sem hefir heldur dapur-
leg áhrif . á mann, húsgögnin klædd leðri og
mynd af mærinni frá Orleanee á bálinu eina
skrautið í herberginu. Það var dimmt yfir, stöð-
ugt ringdi og skýin hengu yfir höfði manns-
Tröppurnar við aðalinnganginn voru rennblaut-
ar, það glampaði á þær. Á þessum leiðu dögum
sá maður ekki einu sinni til sólar. Allt þetta
jók enn á dapurleikann.
O’Leary var alveg eins vel tilhafður og dag-
inn áður, en hann leit svo hugsi út að það var
eins og hann væri ekki í þessum heimi. ÉS hefi
séð sama svipinn á listmálara, sem ég þekti
einu sinni — og á góðri og guðhræddri • nunnu,
sem ég vann einu sinni með, þegar ég var
hjúkrunarnemi.
Það var samt sem áður ekkert óviðkunnan-
legt við hann. Hann var yfirleitt nokkuð þögull,
blátt áfram og unglegur. Þetta — og hin óvenju
skæru gráu augu hans, gerðu hann ólíkan öll-
um öðrum.
Hann spurði mig nokkurra spurninga almenns
eðlis, hvernig ég hefði það og hvort allt gengi
vel. Svo stakk hann hendinni í rasann, eins og
óafvitandi og náði í litla rauða blýantsstubbinn.
„Ungfrú Day var yður til aðstoðar í suður-
álmunni nóttina milli sjöunda og áttunda þessa
mánaðar?"
„Já, við erum á næturvakt saman þessa viku
og þá næstu.“
- „Hvað hefir hún verið lengi á St. Önnu sjúkra-
húsinu?"
. „I 3 ár.“
„Er hún ekki góð hjúkrunarkona ? Köld og
ákveðin?“
„Það stendur enginn Maidu á spörði.“
„Þér eruð vinkona hennar?“
„Ég dáist mjög að henni,“ svaraði ég áköf.
„Hún er mikil persóna, réttlát og áreiðanleg."
„Hm — —.“ Hann byrjaði að velta hinum
ómissandi blýanti milli fingranna.
„Er það ekki svo, að hjúkrunarkonumar
þekki hverjar aðrar vel, þegar þær hafa verið
á sama stað um nokkurn tíma — og er ekki
sama máli að gegna með læknana?
,,0-jú,“ svaraði ég hikandi. Ég vissi ekki vel,
hvað hann vildi fá fram með þessari spurningu.
„Ungfrú Day gæti litið út fyrir að vera
mikill vinur vina sinna, en svarinn óvinur óvina
sinna ?
Þetta var alveg rétt, svo ég lét mér nægja að
kinka kolli.
„Hún var mikill vinur ungfrú Letheny og -—
og Lethenys læknis?“ '
„Nei, það varla hægt að segja,“ svaraði ég
hægt. „Við voru öll nokkurn veginn jafnmiklir
vinir. Við vorum oft gestir hjá Corole."
„Jæja, svona álíka mikið og ég. Hún er mjög
dugleg til aðstoðar við uppskurði.“
„Er hún það?“
MAGGI
OG
KAGGI.
Téikning eftir
Wally Bishop.
1. Raggi situr fyrii- aftan Evu. Hann er prakk-
ari. Hann dýfir fléttunum hennar ofan í blekið.
2. Eva: Þú ert óþokki!
3. Eva: Ég læt ekki svona patta fara illa með
mig! Nú skal ég sýna þér, hvernig hægt er að
nota fléttu, sem er búið að dýfa ofan í blek!
4. Eva: Svona karlinn, farðu nú og vittu,
hvernig stúlkunum líst á þig!
„Já.“
„Til þess þarf kjark og sterkar taugar og
ákveðin handtök.“
„Já,“ svaraði ég og fór að verða óróleg.
Hann þagði nokkur augnablik. Augu hans
hvíldu á hinum dökku skýum úti.
„Vilduð þér nú, ungfrú Keate, segja mér enn
einu sinni og það nákvæmlega, hvað þér tókuð
til bragðs eftir að þér funduð hr. Jackson lát-
inn?“
„Ég fór út úr stofu 18 til þess að ná í kerti
þegar ég kom aftur stóð ungfrú Day í dyrunum
við stofu 18. Það reið af elding á því augnabliki,
svo að ég sá hana greinilega — og svo talaði
hún meira að segja við mig.“
„Og hvað sagði hún?“
„Það var aðeins eitthvað um óveðrið. Hún
hefði verið önnum kafin við að loka gluggunum
í álmunni."
„Vissi hún að Jackson var dáinn?“
„Nei — auðvitað ekki. Hvemig dettur yður
slíkt í hug. Hún vissi það ekki fyrr en ég kveikti
Ijós og hún sá hafln.“
„Henni hefir þá brugðið við?“
„Já .-— auðvitað."
„Og svo skildist mér að hún hafi gengið eftir
ganginum I myrkrinu og inn í skrifstofuna til
þess að hringja í Letheny? Fór hún þetta af
fúsum vilja, eða færðist hún undan því?“
„Ég — hún —
Hann tók strax eftir hikinu á mér.
„Hún vildi kannske ekki hringja til hans?“
„Það var svo dimmt í ganginum að maður sá
ekki handa sinna skil,“ svaraði ég. „Og veðrið
var hræðilegt.“
, „Já, já, ég skil það svo vel,“ svaraði O’Leary
vingjarnlega.
„Ungfrú Letheny sagði ungfrú Day að Letheny
væri ekki heima------,“ hélt hann rólegur áfram.
„Og þá var ungfrú Day svo ráðagóð, að hún
hringdi á Balman lækni. Ætli hún hafi þekkt
símanúmerið hans ? Eða var þ? komið ljós á
skrifstofuna ?“
„Nei, hún varð að hringja fyrst á miðstöð til
þess að fá símanúmerið hans.“
„Og svo kom Balman hingað út svo að segja
strax?“
„Já, það liðu ekki margar mínútur. Hann á
heima fremst í Lake-Street og það er ekki lengi
farið í bifreið."
„Og vöktuð þér svo ekki Hajek lækni á meðan.
„Jú. Hann sefur í litla herberginu á bak við
stóru skrifstofuna. Hann er vanur að svara öll-
um símahringingum að næturþeli og fram-
kvæma það, sem gera þarf eða beðið er um. Ef
hann þá sefur ekki of fast,“ bætti ég við ill-
kvitnislega og hugsaði um hve vont var að
vekja hann, þegar við höfðum einmitt mest not
fyrir hann.
„Af hverju kallaði ungfrú Day ekki á Hajek
lækni heldur en að gera Balman aðvart?"
„Hún reyndi það, en gat ekki vakið hann.
Auk þess var Balman fyrsti aðstoðarlæknir svo
það lá beinast við að ná í hann í svona alvarlegu
tilfelli."
„Og svo vöktuð þér sjálfar Hajek upp ? Sögðuð
þér honum ekki hvað komið hafði fyrir?“
„Nei, ég var allt of æst til þess. Ég bað hann
einungis að flýta sér niður á stofu 18. Ég held
líka, að ég hafi dregið hann í áttina til dyranna.
Ég reif í jakkann hans og —.“
„1 jakkann? Var hann þá full-klæddur ?“
O.Leary starði beint í augu mér.
„Já, sagði ég og þagnaði skyndilega því mér
kom annað í hug. „Hann hlýtur að hafa verið
úti um nóttina — úti í rigningunni?"
„Hvers vegna haldið þér það?“
„Jakkinn hans var blautur."
O.Leary margsnéri blýantstubbnum.
„Hvað skeði því næst?“ spurði hann nokkru
síðar ósköp rólega.
„Því næst? Ja — ég náði í nokkur smákerti og
fór aftur inn í stofu 18. Þar voru þau öll, Maida