Vikan - 18.04.1946, Blaðsíða 5
VTKAN, nr. 16, 1946
5
___ Framhaldssaga:
Ævintýri á Indlandi
5
SKÁLDSAGA eftir J. A. R. Wylie.
fyrsta degi, er þér voruð komnar inn í garðinn,
verið vissar um að finna musterið, að ég nú ekki
tali um furstann?"
„Mr. Travers hafði séð fyrir öllu þessu,“ svar-
aði hún rólega. „Það kostaði hann aðeins nokkrar
rúpínur að fá að vita hvar musterið var og hve-
nœr furstinn væri vanur að koma þangað. Þjónn,
sem rekinn hafði verið úr vistinni, visaði mér á
leynidymar inn í garðinn — hitt allt kom af
sjálfu sér.“
Ofurstinn hristi höfuðið.
„Enda þótt ég gangi alveg fram hjá persónu-
legum skoðunum mínum, Miss Cary, hafið þér
hætt yður inn á hættulega braut. Það eru marg-
ar leyndardómsfullar sprengjur hér á Indlandi,
sem maður ætti ekki að fikta neitt við, og þær,
sem eru nálægt trúarbrögðunum, eru verstar.“
„Hvemig er furstinn annars?" skaut nú Webb
inn í. „Er hann ljótur, heimskur, með herðakistil
eða hvað?“
Beatrice hleypti brúnum. „Ég skal segja yður
það, að hann er sá fallegasti maður, sem ég hefi
nokkm sinni séð “
Saunders, sem sat við hlið Travers, greip nú
tækifærið, er Beatrice þagnaði, til að koma með
frétt, sem um stund hafði brunnið á vörum hans.
„Heyrið, þér Travers. Voruð þér ekki með
Nieholson á háskólanum í Eton?“
„Nei, hann var þar áður. Stafford þekldr hann.“
Stafford leit við. „Hvern þekki ég?“
„Adam Nicholson — er það ekki?“
„Jú, auðvitað. Hvað er um hann?“
„Ég fékk bréf frá honum í morgun, þar sem
hann segir, að hann hafi fengið sex mánaða leyfi
og komi hingað til Memt. Störfin við landamærin
hafa víst orðið honum full erfiö, svo að hann verð-
ur að fá ofurlitla hvíld."
Ofurstinn brosti. „Ef Nicholson er líkur því,
sem hann var, er hann var liðsforingi, þá þekkir
hann ekki það hugtak. Hann hefir afkastað stór-
virki meðal hinna innfæddu. Þeir tilbiðja hann,
svo að nærri liggur að þeir hafi stofnað nýjan sér-
trúarflokk og valið hann sem verndarengil.“
Stafford hló. „Mig undrar það ekki. Svona var
það líka á háskólanum. Pélagarnir vildu ganga
i eld og vatn fyrir hann.“
Það var svo mikil aðdáun og hrifning í rödd
hans, að Beatrice veitti því eftirtekt, einnig Lois
mætti að lokum augnaráði hans, en hann var
lengi búinn að leita hennar með augunum.
„Hver er þessi fyrirmyndarmaður ?“ spurði
Beatrice.
„Nicholson, kapteinn við 4. gurka herfylkið,"
svaraði hann. „Þið verðið eflaust góöir vinir.
Og hann getur veitt yður allar þær upplýsingar,
sem þér æskið miklu betur en ég; hann dvelur
oftast meðal innfæddra og uppgötvar hina fárán-
legustu hluti. Ég get aldrei skilið þá löngun."
„Ég heldur ekki,“ mælti Webb. „Guð varð-
veiti mig frá að hafa nokkuð saman við þessa
þröngsýnu og skítugu innfæddu menn að sælda.“
„Hvers vegna skyldi maður fyrirlíta fólk, þótt
það hafi annan hörundslit?" mælti Beatrice.
„Það gæti mér aldrei komið til hugar."
„Þér eruð líka óvenjuleg," mælti Stafford, „en
það breytir ekki þeirri staðreynd, að maður ætti
að hafa sem minnst mök við hina infæddu."
„Að furstanum undanteknum."
„Jafnvel ekki að honum undanteknum," mælti
Stafford alvarlega. „Eins og ég tók fram áðan,
finst mér rangt að hafa umgengni við fólk —
Forsae'a * Margrét Caruthers og
® ’ Kristín Stafford erufyrst
einar í herbergi, en síðan flýja menn þeirra,
Stefán og Harry inn til þeirra undan upp-
reisnarmönnum. Harry skýtur konu sína,
svo að hún falli ekki í hendur þeirra. Múg-
urinn ræðst inn á þau. — Það er boð hjá
Mrs. Carmichall, hún kynnir fósturdóttur
sína, Lois Caruthers fyrir Mrs. Cary. Staf-
ford kapteinn 35 ára, hefi upplýst að ungi
furstinn, Nehal Singh, 25 ára, er hámennt-
aður maður. I musterinu hittir hann ó-
vænt konu, sem villst hefir þangað inn,
en Nehal Singh þekkir heiminn ekkert af
eigin rejmd. Beatrice Cary, sem hafði hitt
furstann í musterinu, fer með Travers til
miðdegisverðar ofurstans.
og ég tala nú ekki um að njóta gestrisni þess —
sem maður getur ekki skoðað sem jafningja
sína.“
Lois Caruthers hafði hlustað þögul á viðræðu
þeirra, en sneri sér nú að Stafford og augu henn-
ar leiftruðu.
„Er nú eiginlega mikil ástæða til að fyrirlíta þá
svo mjög, en líta svo stórt á sjálfan sig?“ spurði
hún og rödd hennar titraði af niðurbældri
gremju.
Það dökknaði yfir svip Staffords. „Þér talið
eins og ensk skólastúllca, sem hefir verið að lesa
„Ljós Asíu,“ eða einhverja aðra bók, sem gengur
út á eitthvað svipað efni. Landið er nógu gott, en
aðeins sá, sem i rauninni aldrei hefir stigið
fæti sínum út fyrir England, getur trúað á róma-
tík og skáldskap i sambandi við hina innfæddu."
í þetta eina skipti lét Lois ekki sefast af breyt-
ingu þeirri, er varð á rödd hans, er hann talaði
til hennar, og hún leit næstum hatramlega á
hann, en beindi svo augnaráði sínu að Beatrice
Cary. Augnablik horfðust þær í augu. Einhver
spurning var í augnaráði Beatrice, sem gerði
Lois skelkaða, og henni létti stórum, er konurnar
stóðu upp frá borðinu. Travers opnaði dyrnar
fyrir hana, og þegar hún gekk fram hjá, beygði
hann sig niður að henni og hvíslaði brosandi:
„Bara að næsta klukkustund væri liðin."
Þegar hann settist aftur, sá hann Carmicel
vera niðursokkinn í að lesa bréf, sem hann svo
rétti Stafford.
„Lesið þetta," mælti hann. „Það kom meðan
við sátum undir borðum og ég var að enda við
að lesa það. Það lítur út fyrir, Travers, að heppnin
ætli að fylgja ráðagerð yðar.“
Rómur hans var svo gremjulegut, að Travers
gat varla stilt sig um að brosa, er hann gægðist
í bréfið yfir öxl Staffords.
„Ég finn hvorki upphaf né endir í þessu bréfi,"
mælti hann. „Hver er meiningin?"
„Jæja, það er vel ofið inn í orðaskrúð Austur-
landa. En meiningin er í fáum orðum sú, að furst-
inn af Merut biður alla viðstadda brezka liðsfor-
ingja að sýna sér þann heiður, að vera viðstaddir
hátíðahöld, er hann ætlar að halda í aldingarði
sínum í næstu viku, og ég hefi leyfi til að bjóða
eins mörgum gestum og mér sýnist að auki. Auð-
vitað er kvenfólkinu líka boðið," bætti hann við
all byrstur.
„Þetta lætur nú eiginlega slcratti vel í eyrum,"
mælti Webb ánægjulega. „Það ætti að geta komið
dálitlu skriði á lífið hérna í Merut, ef maðurinn
kann sig dálítið."
„Að hugsa sér að hið allra helgasta skuli opn-
ast okkur óverðugum," mælti Sanders með sem-
ingi og kveikti sér í vindli. „Hvað ætlið þér að
gera, herra ofursti, ef ég má vera svo djarfur að
spyrja?"
„Segja já, auðvitað. Það er engin leið að komast
hjá þvi. Það er kaldhæðni örlaganna, að við
skulum verða tilneyddir að látast verða óumræði-
lega hrifnir og heiðraðir og allt þess háttar."
Hann leit út eins og þrumuveður. „Auðvitað eruð
þér í sjöunda himni, Travers?"
„Já, ábyggilega," svaraði Travers mjög ánægð-
ur. „Ég hneigist ekkert að hleypidómum, herra
fursti, og ég held að Miss Cary og ég hafi unnið
Merut töluvert gagn með því að f jarlægja múrinn
^milli hins stjórnandi fursta og ensku íbúana."
3 Þar með féllu umræður þessar niður og
rskömmu síðar hurfu karlmennimir inn til kvenn-
anna. Hljóðfserið hafði verið látið út á svalirnar,
undir einn hinna marglitu lampa. Beatrice Cary
lék á hljóðfærið og söng undir. Rödd hennar var
eins og andlitið, en hún var róleg — hrein, mjúk
og falleg. Travers gekk beint til hennar.
„Ég vissi ekki að þér sunguð," mælti hann,
þegar hún hætti að syngja, „að minsta kosti ekki,
að þér hefðuð svona ljómandi rödd. Hver upp-
götvaði það?“
„Miss Caruthers," svaraði hún í hálfum hljóð-
um. „Hún tók mig að sér.“
Hún brosti til hans meðan hún lék forleik að
nýjum söng.
,,Já. Þurfti þess sannarlega með. Versti tím-
inn er alltaf, þegar eftirmatnum er lokið. Og það
verð ég að segja kvenfólkinu hérna til hróss, að
það sparar ekki púðrið, þegar einhver er viðstadd-
ur, sem því gest ekki sem best að."
„Hvað sögðu þær?“
„Sögðu! Ekkert orð. Þær fyrirlitu mig gersam-
lega. Og hefði Miss Caruthers ekki komið mér til
hjálpar, hefði ég haft allerfiða aðstöðu."
„Það var fallega gert af henni," mælti hann
hlýlega.
„Já, var það ekki? Sérstaklega þar sem henni
er ekkert um mig gefið.“ *
„Hún er þó ekki afbrýðisöm?"
„Ekki held ég það — ég fell henni bara ekki í
geð. En annars geðjast mér ekki heldur að henni
— en það er ekki hún ein, sem mér fellur ekki.
Ég lít allt kvenfólk sem eðlilega fjandmenn
mína.“ Hún raulaði brot úr .laginu og mælti svo:
,,En það gerir ekkert til — ef þér haldið yðar
hluta samningsins, skal ég vissulega framkvæma
minn, þrátt fyrir allar konur veraldarinnar. Ég
læt ekki reka mig af hólmi fyrr en ég hefi kló-
fest eftirsóttasta manninn rétt við nefið á hinum
ljótu dætrum þeirra."
Travers skemmti sér prýðilega. „Og hver er
þetta?" spurði hann. „Gæti það t. d. ekki verið
undirritaður ?“
„Nei," mælti hún og hristi höfuðið. „Hvað pen-
ingana snertir er þvi ekkert til fyrirstöðu, en
staða yðar — hvað er það að vera bankastjóri?
Nei, það þarf meira til. Peningar eru nógu góðir
út af fyrir sig, en peningar og góð staða, það er
nokkuð annað. Mr. Stafford hefir hvorttveggja."
,,Nú, Stafford — sjáum til! Hvernig fellur yður
annars við hann?"
„Mjög vel. Fyrst var hann dálítið merkilegur,
en ég vandi hann fljótlega af því. Það voru hon-
um heldur en ekki vonbrigði, að ég skyldi verða
sessunautur haris undir borðum. Augu hans áttu
annríkt hinum megin við borðið — þegar hann
þá ekki horfði á mig.“