Vikan - 18.04.1946, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 16, 1946
,,Þér getið fljótlega kennt honum að hafa aug-
un á yður."
„Ef til vill — og það vilduð þér gjaman. Er
ekki svo?“
„Ekki er það ómögulegt. Þá gæti ég verið ró-
legur vegna ráðagerða minna. Yður gekk af-
hragðs vel með þetta fyrsta dirfskubragð."
„Hvað eigið þér við?“ spurði hún fljótlega.
„Nehal Singh fursti hefir boðið öllum hér á
stöðinni, sem fara vilja. Þetta minnir mig á stóra
vörpu, sem hann vonar að veiða í hinn eina fisk,
sem nann kærir sig nokkuð um, af öllum hópn-
um."
„Það gleður mig,“ mælti hún og endaði lagið
með sterkum tónum. „Þegar ég hætti mér út í
eitthvað, sem dirfsku þarf til, vil ég helzt að
mér mistakist það ekki.“
„Þér þurfið víst aldrei að vera hræddar um
það.“
Hann tók eitt nótnablað úr bunkanum, sem
hann hafði verið að blaða í.
„Syngið þér ekki þetta lag? Þetta er úppá-
haldslag mitt.“
„Bæn Elísabetar" úr „Tannhauser" — jú, sann-
arlega geri ég það. Það lag liggur mjög vel fyrir
rödd minni."
Travers sneri baki að dimmum garðinum og
lét olnbogana hvíla á handriðinu og horfði á
hana meðan hún söng — eða lét sem hann horfði
á hana. I raun og veru hafði hann augun allstað-
ar og ekkert af því, sem gerðist, fór fram hjá
honum. Plestir gestanna þögnuðu, er hin ein-
kennilega, rólega og ástríðulausa rödd hljómaði
til þeirra. Annars var þetta ekki einn af þeim
söngvum, sem var- í sérstöku uppáhaldi í Merut,
en ósjalfrátt setti gestina hljóða, vegna þess að
hann breytti svölunum í kirkju.
„Ef maður vissi ekki hvemig hún var, gæti
maður haldið, að hún væri heilög," hvíslaði
Carmichall í hrifningu að manni sínum.
„Við dæmum hana máske of hart,“ svaraði
hann, „og að minsta kosti er hún gestur okkar.
Hvað hefirðu eiginlega út á hana að sitja?"
„Hún er eigingjörn daðurdrós, sem eingöngu
er á veiðum eftir ríkri giftingu, og það bendir
ekki á neitt gott, að þrátt fyrir alla stna fegurð,
hefir henni þó ekki tekist að krækja sér í mann
í Englandi."
Carmichall ofursti þagði, en með sjálfum sér
var hann dálítið ergilegur yfir ógestrisni konu
sinnar.
Travers veitti þessu eftirtekt, en því næst varð
hanum litið til tveggja persóna, er sátu við eitt
af litlu borðunum og drukku kaffi. Það döknaði
yfir svip hans. Augnablik hvarf hin brosandi
gríma af andliti hans og augnaráðið varð ógn-
andi og ástríðufullt — en þetta varaði aðeins
augnablik, svo varð hann aftur hinn venjulegi,
góðlátlegi, ofurlítið hégómlegi Travers. Enginn
hafði veitt honum eftirtekt — allra síst Lois
Caruthers, er sat og starði á' Beatrice stórum,
dökkum augum.
„Hún er svo fögur og hefir svo fallegan svip,“
sagði hún við Stafford, er hallaði sér upp að stól
hennar, „ein af þessum fágætu manneskjum, sem
virðast hafa alla góða eiginleika til að bera.“
„Já, virðastendurtók hann með áherslu.
„Máske hún hafi þá i raun og veru," mælti hún
alvarlega, „við vitum ekkert um það." Hún þagn-
aði, en bætti svo við: „En ef svo væri ekki, fell-
ur mér það illa vegna furstans."
Hann gladdist yfir því, að hún lét hans eigin
hugsanir í ljós. Þetta eins og tengdi þau nánara-
saman. Og hann, sem annars aldrei viðurkenndi
hið leyndardómsfulla afl Austurlanda, lét allt í
einu hrífast af söngnum og hálfrökkrinu og hinni
þögulu nótt utan húss. Hann laut niður, svo að
hún aðeins gat heyrt hið lága hvísl hans:
„Eg elska yður," mælti hann.
Hún leit á hann og hann skildi, að hún hafði
vitað það lengi og var hamingjusöm yfir því.
Hann gerði enga tilraun að segja meira, því
að Beatrice hætti nú að syngja, enda þótt ýmsir
væru því mótfallnir, og Stafford varð allt í einu
þess var, að Travers veitti honum nána athygli.
Hann varð dálítið ergilegur enda þótt hann gæti
ekki grunað, að Travers hefði lesið litlu orðin
þrjú af vörum hans eins greinilega og hann hefði
heyrt þau, og hversu ríkt ímyndunarafl sem hann
hefði haft, hefði hann ekki getað órað fyrir, hvað
var að gerast bak við brosandi ásjónu Travers.
Travers laut yfir stól Beatrices. „Þúsund þakk-
ir,“ mælti hann hátt. „Þér syngið yndisiega."
Svo bætti hann við í hálfum hljóðum um leið og
hann safnaði nótnablöðunum saman: „Giftist
Stafford. Þér getið það, ef þér viljið. Hann er
MAGGI
OG
RAGGI.
Teikning eftir
Wally Bishop.
1. Láki: Hún er ágæt, komdu með mér til
hennar.
Raggi: Já, en ég verð að spyrja ömmu um leyfi
til þess.
2. Raggi: Amma! Má ég fara með honum Láka
til frænku hans, hún spáir í lófa!
3. Amman: Þú mátt það, Raggi! En þú verður
fyrst að fara upp og greiða þér og þvo þér um
hendurnar!
Raggi: Æ, amma! Ég skal greiða mér —.
4. Raggi: En láttu mig ekki þvo hendumar —
þá finnst mér það ekki vera minar hendur!
einmitt maðurinn, sem þér leitið að — og það
er ósk mín."
„Elskið þér Lois Caruthers?" mælti hún og
brosti til hans, eins og hún væri að þakka hon-
um einhverja gullhamra. „Ætlið þér að taka hana
fyrir eiginkonu yðar?“
„Já. Síðan ég kom hingað hefir það verið
ásetningur minn."
„Þá verðið þér að hjálpa yður sjálfur," mælti
hún kuldalega. „Hvers vegna ætti ég að hjálpa
yður."
„Vegna þess að þér hafið Iofað því. Verið nú
ekki með neina heimsku. Hann getur veitt yður
allt, sem þér æskið, og það myndi setja bæinn á
annan endann. En þér eruð máske hræddar við
að bíða ósigur?"
„Nei, ég er ekki hrædd við það," svaraði hún.
„En ef til.yÚÍ er það of seint."
„Að vissu leyti er það ef til vill of seint. En á
hinn bóginn er alltaf hægt að koma slíkum hlut-
um í kring þrátt fyrir allt.“
„Já, já, nú skal ég gæta að — nei, Mr. Travers,
þetta lag hefi ég ekki. Það stígur of hátt fyrir
mina rödd."
Hann skildi undir eins, að einhver nálgaðist,
er hún breytti svona skyndilega um umræðuefni,
og er hann sneri sér við, sá hann Mrs. Berry,
konu trúboðans, fyrir aftan sig. Hin köldu tor-
tryggnislegu augu hennar gerðu það að verkum,
að á augabragði breyttist öll framkoma hans í
hið venjulega brosandi yfirlæti.
„Auðvitað komið þér til að veita mér aðstoð
yðar að reyna að fá ungfrú Cary til þess að
syngja fyrir okkur eitt lag enn,“ mælti hann.
„Getið þér neitað okkur báðum, Mrs. Berry og
mér, þegar við leggjum bæði saman, ungfrú
Cary?“
Eiginlega var frú Berry komin til þess að biðja
Mr. Travers að vera mótspilamaður dóttur sinnar
í bridge, en þetta kom svo flatt upp á hana, að
hún tautaði aðeins nokkur orð, sem enginn skildi.
Beatriee hristi höfuðið. „Nei, nú verð ég að fara
heim. Mamma er veik eins og þið vitið og vagn-
inn var beðinn um að koma snemma. Hr. Travers,
þér verðið að gera skyldu yðar við bridgeborðið."
Með tíguleik og virðingu mikilli kvaddi hún
gestina og húsbændurna. Ekkert var það í fram-
komu hennar, sem benti til þess að hún hefði
verið sett til hliðar og gengið á snið við hana
þetta kvöld. Hún hafði gengið í harðan skóla.
VH.
Múrinn rofinn.
Það leið að kvöldi. Behar Asov og furstinn
gengu hægt fram og aftur í djúpri samræðu, en
sú samræða snerti aðallega viðhorf þeirra gagn-
vart hvor öðrum. Þetta var báðum fullkunnugt
um og á andlitum beggja stóð skráð óbifanleg
ákvörðun.
„Eg er þreyttur á þessu lífi, sem ég hingað til
hefi lifað," mælti Nehal Singh. „Höll mín er
orðin að fangelsi, sem ég verð að komast út úr
— ég verð að njóta lífsins og frjálsræðisins, bæði
hérna og utan húss."
„Ég veit hvað þú átt við,“ svaraði gamli maður-
inn beisklega. „Bölvunin hvíli yfir þér. Þú geng-
ur um meðal fjandmanna minna, og það er ég
sjálfur, sem af heimsku minni hefi opnað þér
leiðina. Það var ég, sem kenndi þér mál þeirra,
þekkingu þeirra og lög, svo að þú stæðir þeim
jafnfætis, já, meira en það, þegar þú stóðst meöal
þeirra. Og nú kemur hegningin."
„Það er ekki hegning. Það er vilji Brahma."
Gamli maðurinn hló háðslega. „Þú meinar vilji
djöfulsins og það hefir verið bölvun min og verð-
ur einnig bölvun þín. Já horfðu bara á mig. Þetta
er satt. Heldur þú að ég að ástæðulausu hafi
alið þig upp í einveru? Sonur minn, ég hefi liðið
svo mikið, að ég óska þess af alhug, að þú líðir
aldrei annað eins, og í hjarta mínu logar hatur,
sem aldrei slokknar," Hann þagnaði og beit á
vörina eins og hann liði líkamlegar þjáningar.
Svo bætti hann við: „Parðu ekki út og dveldu