Vikan - 18.04.1946, Blaðsíða 11
V3KAN, nr. 16, 1946
n
29
lllllMIMMMUIItllimilimillUIIIIIIMllll
IIMIMIUUHMIMMMIIIimMMIIIllinilMIIMIIlMMMIIIIIMI
Framhaldssaga:
MMMMMMMMMMMIMMMMMMH^
Ættfaðirinn
Eftir NAOMI JACOB.
IHIIIUIHUIUI
l■llr■l■lli■■■l•■■l■IU■IIIIU■■l■UI■l■ll■UHlUU■HIII■UU■HUIIHH^■UU■HI■U■mn^U^■■UU■■HH■UHU■lUl■■HUI■lUlU■■IUIIII•l■■l■■UHU■■■■■■■■■■■■l■■■l•v>
Lukoes hvæsti á eftir honum: „Látið þá bara
alla koma og þá skal ég kenna þeim, hvernig
aðalsmenn spila vist. Fjandinn hirði yður og yð-
ar keisaralega blóð.“
Sjötti kafli.
I.
Emanuel leit upp, svo að hann gat fundið blíð-
an vindblæinn, undanfara dögunarinnar, í and-
litið. Hann vissi, að hann var ölvaður af ást. Hon-
'um fannst ekkert vera hættulegt né fjarstætt á
þessari stundu, allt var tilvinnandi, ef þau gætu
aðeins framkvæmt áformið, sem Caro minntist á
i kvöld.
Caro hafði sagt, að á morgun — í dag ætlaði
hún að tala við hann, lýsa fyrir honum brögðun-
um, sem hún ætlaði að beita, til að þau gætu
sloppið undan því fargi, sem hvíldi alltaf á þeim.
fmyndunarafl Emanuels fékk nú vængi, og hon-
um var hugsað til þeirrar stundar, þegar draum-
ar hans og vonir yrðu að raunveruleika. Hann
gerði sér mynd i huganum af kyrrlátri, hreinlegri
þorpskránni. Gestgjafinn, rauðbirkinn í andliti, og
ljóshærða konan hans stóðu í dyrunum og buðu
þau velkomin. Kvöldverðinn áttu þau að snæða
við arineldinn, þar sem þau heyrðu snarkið í við-
arkubbunum og höfðu logandi kerti á borðinu hjá
sér. Það var þokkalegur, kjarngóður sveitamat-
ur, og ef til vill ein flaska af góðu víni með.
Caro myndi sitja gegnt honum og brosa til hans
yfir borðið, og augu hennar myndu ljóma af gleði.
En hvað hann sá hana greinilega fyrir sér!
Hvítskúraðir stigar, sem brakaði í, dyr voru
opnaðar; herbergi með stórum gluggum, en þaðan
varfagurtútsýni yfir snæviþakta fjallstinda. Hann
sagði við gestgjafann „Góða nótt.“ Dyrnar lok-
uðust, og hann hafði Caro í faðmi sér. Myrkur,
þögult, dásamlegt myrkur umlukti þau, aðeins
örfáar stjörnur blikuðu á himninum, og í gegn-
um gluggann voru þær að sjá eins og deplandi,
vingjarnleg augu.
Hann andvarpaði og fann, að allur líkami hans
skalf af ást til hennar. Ef til vill yrði þessi draum-
ur hans að raunveruleika á morgun -— eoa hinn
daginn. Hann ætlaði að vera svo góður, blíður og
umhyggjusamur við hana. Hann ætlaði að fá
hana til að hlæja og hlusta á hlátra hennar berg-
mála í fjöllunum, þegar þau gengu á ábreiðu úr
greninálum — þau ætluðu að gleyma Stanislaus
Lukoes fullkomlega; þau myndu aðeir'j muiu,
að þau voru saman og voru hamingjusöm, af því
að þau höfðu fundið hina fullkomnu ást.
Ösjálfrátt og án þess að líta upp, beygði hann
inn í garðinn heima hjá sér og gekk upp stein-
lagða götuna, sem lá að útidyrunum. Hann var í
þann veginn að setja fótinn á neðsta þrepið í
tröppunum, þegar hann leit upp og sá, að ein-
hver var að reyna opna dyrnar. Einhver, sem
fálmaði og skrölti með lyklinum fram og aftur og
reikaði um leið og bölvaði. Þetta var frændi hans,
Jean Hirsch, sem var að koma heim úr samkvæmi
og var auðsjáanlega undir áhrifum áfengis.
Emanuel kastaði í flýti yfir sig hermannakáp-
unni, til að hylja einkennisbúninginn, grímuna
setti hann fyrir andlitið og stóð síðan eins og
tígrisdýr, viðbúið að hremma bráð stna. Hann
þorði ekki að treysta Jean; ef upp um hann
kæmist, myndi það ekki einungis hafa illar af-
leiðingar í för með sér fyrir hann sjálfan, heldur
einnig fyrir Max von Habenberg. Það gæti svo
farið, að það myndi bitna um leið á Caro.
Jean sneri sér við og reikaði á fótunum. A
svipstundu hafði hann vafið einkennikápunni um
höfuðið á Jean og tók hann síðan í fangið. Rödd
Jeans, sem var óskýr en illskuleg heyrðist naum-
ast í gegnum þykkar kápufellingarnar, og Ema-
nuel bar hann að litlu herbergiskytrunni, þar
sem dyravörðurinn hafði aðsetur sitt á daginn.
Lykillinn var í hurðinni; hann sneri honum, opn-
aði hurðina og hrinti Jean þar inn. Hann þreif
um leið kápuna og læsti hurðinni. Með kápuna á
handleggnum gekk hann síðan inn í húsið.
Þegar Emanuel kom inn í herbergi sitt, reis
von Habenberg upp úr djúpum hægindastól. Var
hann klæddur í marglitan silkislopp og hafði
tóma vínflösku og vindlakassa við hlið sér. Hann
starði á hávaxna manninn, föla, fínlega andlitið
með svarta vangaskeggið og gáfulegu augun. „En
hvað þessi maður væri glæsilegur sem liðsfor-
ingi,“ hugsaði hann með sjálfum sér. Enginn í
lífverðinum jafnaðist á við hann. Jafnvel Rudolph
prins var eins og bóndastrákur við hlið hans.
„Góðan daginn, Gollantz!" sagði hann og
reyndi að slétta hárið, um leið og hann bauð
hann velkominn. „Hvernig gekk það?"
Fingur Emanuels voru önnum kafnir við hanka,
tölur og bönd. Hann brosti: „Ég á eftir að
þakka yður sem velgjörðarmanni mínum, og geri
ég það hér með af einlægum hug!“
„Það gekk allt vel, var ekki svo?“
„Jú prýðilega." Emanúel fór úr einkennis-
jakkanum og var nú á ullarskyrtunni einni og
hermannabuxunum og var jafnvel ennþá hærri
og glæsilegri en áður. „Johanni Strauss tókst
upp, gólfin voru prýðileg og maturinn ágætur."
„Og hún —,“ greip von Habenberg fram í.
„Hún var fullkomleikinn sjálfur!"
Þegar von Habenberg hafði klætt sig í ein-
kennisbúning sinn, mættust augu þeirra.
„Ég liefði gaman að vita, hver það er!“ sagði
von Habenberg stillilega.
„Eina konan, sem til er í heiminum."
„Þ !ta höfum við allir sagt á vissum tímabil-
um a ;efi okkar.“
„í þc ;,ta skipti er það þó sannleikur."
„Einhvern tima fæ ég ef til vill að vita þetta
—“ andlit hans varð alvarlegt og hann horfði
fast á Emanuel, „og þá mun ég segja henni, að
þer séuð mesta göfugmenni og að ég sé hreykinn
af því að eiga yður að vini. Eg hefi talað við
föður minn; hann varð mjög reiður, þaut upp
í vonzl.u — en storminn lægði þó mjög brátt og
nú leikur allt í lyndi. Hann lofaði að fyrirgefa
mér þessa flónsku mína og er þegar búinn að
því. En ég mun aldrei gleyma þessu — aldrei."!
Augu hans fylltust aftur af tárum og varimar
skul'.u.
Eman.iel lagði höndina á herðar von Haben-
bergs. „Hættið þessu," sagði hann biðjandi. „Þér
gerið mig skömmustulegan með því að tala um
þennan lítilfjörlega greiða, sem ég gerði yður.
Komið, lofið mér að fylgja yður til dyra því að
ég á erindi aftur þarna út. A leiðinni fram gang-
inn, hvíslaði hann að honum, hvað hefði hent
hann við dyrnar og hvemig hann hefði leikið á
Jean. Ungi liðsforinginn varð að styðja sig við
dyrastafinn, máttlaus af hlátri. Emanuel sagðí
við sjálfan sig, að hann væri sannur sonur kyn-
flokks sins — hann gæti látið allt enda með
glaðvænun hlátri. En hvað hann hló skemmti-
lega. Hann ýtti honum lítilega til hliðar, opnaði
útidyrnar og beygði sig fram, hlustandi.
„Sjáum til,“ sagði hann, „frændi mixm mót-
mælir þessari meðferð kröftulega."
Hann sneri lyklinum að dyravarðarkytrunni,
opnaði dyrnar og spurði: „Hver er þar? Komið
strax út!“ Jean kom fram, alveg örvita af reiði..
Emanuel gerði sér upp furðusvip og hrópaði:
„Jean. Hvað á þetta að þýða? Erum við allir
hálf brjálaðir ? "
„Brjálaðir — hreint ekki!" Jean stamaði af
vonzku. „Eg kom heim fyrir nokkrum klukku-
stundum og sá þá grímubúinn mann, sem leitað-
ist við að komast inn í húsið. Ég skipaði honum
að hypja sig burtu, annars myndi ég kalla á lög-
regluna. En allt í einu þreif hann mig í fang sér,
tróð upp í mig kefli og hrinti mér síðan hingað
inn. Meðan hann var að þessu hótaði hann að
reka mig í gegn með hnif, ef ég gæfi hið minsta
hljóð frá mér. Hann leitaði í vösum mínum, tók
peningaveskið, sem ekki aðeins talsverðir pening-
ar voru í, er ég átti, heldur einnig fé frá verzlun
Boads. Þegar harm hafði lokið því, skellti hann
hurðinn aftur — og lét mig liggja einan eftir."
Emanuel var eins og steingerfingur í framan.
„Liðsforinginn þarna," hann hneigði sig fyrir,
von Habenberg, „fór hérna framhjá. Hann heyrði
hrópin i þér og var svo vingjarnlegur að fara
og vekja mig.“
„Ég var að koma af grímudansleik," greip von
Habenberg fram í. „Segið mér, hvernig þessi
maður leit út.“
„Hvers konar maður hann var, herra liðsfor-
ingi?“ endurtók Jean ákafur. „Hann var eins
og ófreskja í útliti og með svart vangaskegg,
ruddalegur og hörundsdökkur og auðsjáanlega
glæpamaður. Hann talaði eitthvert hrognamál,
sem ég skildi ekki. Það var ekki um að villast.
að þama var þjófur á ferð,"
„Þetta hefir verið hræðilegur atburður fyrír
yður. Mynduð þér ekki þekkja þennan þjóf, ef
þér sæuð hann aftur?“
„Areiðanlega, herra liðsforingi!"
Emanuel, sem virtist mjög hár í síða silkisloppn-
um, stóð með krosslagða handleggi og horfði nið-
ur á frænda sinn. Það var ekki hægt að ráða
neitt af svip hans, en von Habenberg virtist
munnur hans hafa herpzt heldur saman og and-
litsdrættirnir vera kuldalegir.
„Jean, dymar eru opnar," sagði hann. „Ég
ætla að fara að hátta strax aftur, en fyrst fer
ég og fylgi liðsforingjanum og loka hliðinu. Góða
nótt!"
Jean var hræsnisfullur og auðmjúkur: „Góða
nótt, herra liðsforingi, og ég þakka yður kærlegá
fyrir; ég er meir en þakklátur. Ef þér hefðuð
ekki farið hérna framhjá, hefði ég mátt dúsa
þarna alla nóttina. Ég er auðmjúkur þjónn yðar,
von Habenberg liðsforingi. Ég mun muna eftir
hinu fræga nafni yðar, og má ég ennþá einu
sinni þakka yður fyrir!"
Þegar þeir vom á leiðinni að stóra garðshliðinu,
leit von Habenberg á alvarlegt andlit Emanuels.
„Hvað er að?“ spurði hann. „Þetta var í raun
og veru mjög hlægilegt; en þér eruð á svipinh
eins og þér hefðuð verði viðstaddur sorgaratburð,
Gollantz, vinur minn.“
„Það vjir þetta líka,“ svaraði Emanuel og augú
hans voru þunglyndisleg. „Þessi lýgni, litli þorp-
\