Vikan


Vikan - 18.04.1946, Blaðsíða 15

Vikan - 18.04.1946, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 16, 1946 15 PÓSTURINN. Framhald aj bls. 2. þetta kvæði er á prenti, en mig lang- ar anzi mikið til að fá það í heild, en enginn, sem ég hefi spurt veit hvar það er. Getur þú nú ekki hjálpað mér, Vika mín, fundið fyrir mig kvæðið og birt það? Með beztu óskum, þín Trygg. \ Svar. Þessar línur eru úr kvæðinu Unnustan eftir þýzka skáldið Goethe, þýtt af Matthíasi Jochumssyni, en hér tekið úr Ljóð eftir Gíoethe; sú bók kom út 1919. Eg minnist þín, er sé ég sjóinn glitra við sólarhvel; og þegar mánans mildu geislar titra ég man þig vel. Ég sé til þín, er létt á öðru leiti sér lyftir ský, ég horfi á þig, er hljóður veg minn þreyti ég húmi í. Ég heyri þig, er þýtur fjarlæg alda svo þungt og ótt; ég heyri þig, er hlustar björkin kalda um helga nótt. Þú býr hjá mér, þótt byggð þín • sé svo fjærri ég bý hjá þér. — Nú birtir fyrir blástjörnunni skærri. — ó, birztu mér. Vermlendingarnir. Framhald af bls. 3. dansarnir ákaflega spaugilegir og óspart hlegið meðan á þeim stóð. Það var og eftirtektarvert við þessa sýningu, að leikstjór- inn, Haraldur Björnsson, tefldi fram tiltölulega mörgum ung- um, nýjum leikurum í áberandi hlutverkum (Haukur Óskars- son, Baldvin Halldórsson, Guð- björg Þorbjamardóttir, Friðrik Lunddal, Rúrik Haraldsson) og tókst þeim yfirleitt vel og stundum ágætlega og auðséð, að leikstjórinn hafði lagt rækt við þá. „Gömlu“ leikararnir þraut- reyndu (Brynjólfur Jóhannes- son, Anna Guðmundsdóttir, Gestur Pálsson, Sigrún Magnús- dóttir, Valdimar Helgason, Þóra Borg Einarsson, Valur Gísla- son) voru ágætir og ekki var Sigrún Magnúsdóttir lakari, þegar til alvörunnar kom, þó að bezt kunni maður við hana káta og brosandi á sviðinu. Hljómsveitarstjóri var Þórar- inn Guðmundsson. H.f. Eimskipafélog fslands TILKYKNING um greiðslu flutningsgjalda. Vér viljum hér með tilkynna háttvirtum viðskiptavinum vorum, að þeir, sem þess óska, geta fyrst um sinn greitt flutningsgjöld fyrir vörur með skipum vorum og leiguskipum frá útlöndum til fslands í íslenzkum krónum eftir á. Reykjavík, 9. apríl 1946. H.f. Eimskipafélag Islands 8 $ f 8 í 9 9 v £< 9 9 v ♦J «> V 4 I 9 $ 9 I 8 *:< s v >:< V V 9 9 9 >i< V 9 >:< 9 ►: 9 >:< V i< Reglubundnar skipaferðir milli Hull og Islands. % i1 | Einnig frá og til Hollands og Belgíu. Emahsson, Zo.oq.cl & Co. Hafnarhúsinu. Sími 6697. I S Q. 4Chistiáj\sso.n. &. Co. A.^.. Hafnarhúsinu. Sími 5980. >j< 9 >:< V 9 ►:< s Hraðlrystihús títvegum og smíðum öll nauðsynleg tæki fyrir hraðfrystihús: 2-þrepa frystivélar 1-þreps — hraðfrystitæki ísframleiðslutæki flutningsbönd þvottavélar. Umboðsmenn fyrir hinar landskunnu ATLAS-vélar. H.F. HAMAR REYKJAVlK Símnefni: Hamar. Sími: 1695 (4 línur). i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.