Vikan


Vikan - 09.05.1946, Síða 2

Vikan - 09.05.1946, Síða 2
2 Pósturinn \ m Svar til „tslendings“: Við höfum meðtekið bréf yðar og þökkum fyrir það og erum sammála yður. Hjálmar og Hulda. Eins og sagt var frá í síðasta „Pósti“ höfum við fengið mjög mörg bréf, þar sem beðið er um kvæðið „Hjálmar og Huldu“. Við báðum les- enduma að hjálpa okkur og þeir hafa brugðist vel við, eins og við væntum. Hjálmar og Hulda. Hann Hjálmar í blómskreyttri brekkunni stóð, þvi brottfara nálgaðist tíð. Hann ætlaði að fara af feðranna slóð, móti fjandmanna hemum í stríð. Af óþreyju hjartað í brjósti hans barðist,' og blómilm að vitum hans andvari færði. Hann beið eftir unnustu ástar á fund, hana örmum að vefja á skilnaðarstund. t>á röðull var hniginn í hafgeiminn blá og kvöldroða á himininn sló, með fölnaðar kinnar, og blikandi brá, hann burt gekk, að fjörugum jó. Og álengdar sá hann með fögnuði fljóðið. Til farar þá dimdi við lúðranna hljóðið. Hann tjóðraði hest sinn, og hugglaður tróð, til heitmeyjar sinnar, um blómgaða slóð. „Ó, Hulda, á morgun ég flyt mig á fley, og frá þér ég sigli um lá. Ó, gleymdu mér ekki, þú ástkæra mey, því af þér ég varla má sjá. Á meðan að lýsir mér lífssólin bjarta, þá lifirðu einsömul kærst mér við hjarta. VIKAN, nr. 19, 1946 Ó, tak mig í faðminn og fullvissa þú, að framvegis megirðu reynast mér trú.“ „Trúðu mér, Hjálmar, að trygg er mín lund, og treystu að ég gleymi þér ei, því enga þá lifði ég ánægjustund, ef aðra þú faðmaðir mey. Þú fréttir það aldrei að ást mína geymi öðrum, hvar sem lifirðu í heimi, því dauðinn skal einn okkur aðskilja hér, að eilífu hjarta mitt tilheyrir þér.“ „Þá kveð ég hér allt, sem kærast mér er, og kveð þig nú unnustan mín. Af elskandi hjarta svo óska ég þér, alls yndis á veginum þin. Og þegar hvínandi kúlnanna bylur, og kolsvartur reykurinn sjónir mér hylur. Þá bið ég til himins, með brennandi þrá, um bjartari heimkomu fósturjörð á.“ Framhald á bls. 15. v V v ►$ V ♦ V »5 ►$ V V V V V V V V V V V V V V V v v v ►$ •>$ ►$ ►5 ►$ V V V V ►$ w w >T< ♦ w V w w w w w w w w w w w V w V ♦ V w w w w w w w $ v w V w w w w w w w w w ►I< 6 nýjar bœkur 0 trá Isafoldarprentsmidju A BERNSKUSTÖÐVUM eftir Guðjón Jónsson. Þessi fallega og skemmtilega bók er bernskuminningar manns, sem nú er kominn á fullorðinsár. Þær eru ritað- ar af hlýju og ást til átthaganna og minninganna, sem við þá eru bundn- ar. Ólafur Lárusson, prófessor, ritar ágætan formála framan við bókina, og telur henni til gildis meðal annars að bókin sé „merkileg þjóðlífslýsing. — Höfundurinn lýsir þar ýmsum þáttum í daglegu lífi manna, eins og það var á uppvaxtarárum hans á siðustu ára- tugum síðustu aldar. Hver sem bók þessa les mun finna, hversu mikilli hlýju og yl andar frá frásögn höfundarins. Minningarnar frá æskuárunum ylja honum á efri árum og hafa eflaust gert það alla ævi hans. Þessi innileiki er eitt al' því sem gerir bók hans svo aðlaðandi, að hún á skilið að hljóta góðar viðtökur". RADDIR ÚR HÓPNUM eftir Stefán Jónsson. Hér er á ferðinni bók, sem vekja mun sérstaka athygli. Þetta eru 10 sögur úr daglcgu lífi þjóðarinnar, og lýsa þjóð- lífinu eins og höfundinum virðist það vera um þessar mundir. Höfundurinn hefir gefið út tvö smásagnasöfn: „Iíon- an á klettinum“ og „A förnum vegi“, og sex unglingabækur: Söguna af Gutta, Hjónin á Hofi, Vini vorsins, Það er gam- an að syngja, Skóladagar og Þrjú æfin- týri. Bækur Stefáns hafa náð mikilli og verðskuldaðri hylli. Hann er rithöfundur, er hefir vaxið með hverri nýrri bók. FÓSTURL ANDSIN S FREYJA, ljóð um konur, sem Guðmundur Finnbogason prófessor valdi. Þetta er ein fegursta og skemmtilegasta gjöfin, sem hægt er að gefa konum á öllum aldri. Ljóðin eru fögur og búningur bókarinnar eins skraut- legur og unt er. A VALDI HAFSINS eftir Jóliann Kúld. Þetta er 5. bðk Jóhanns Kúld. Fyrri bækur hans eru allar löngu uppseldar. Bækur Kúlds e;ga allar sammerkt um það, að þær em skemmtilegar og halda athygli Iesandans óskiptri frá upphafi til enda. GESTIR A HAMRI eftir Sigurð Helgason. Þessi nýja bók Sigurðar Helgasonar, sem er unglingasaga með nolskrum myndura eftir ungan og efnilegan nemanda hans, er 8. bók Sigurðar. GESTIR A HAMRI er fallega sögð og látlaus og lýsir því, þegar Óli litli sá hafísinn reka að landi og með hafísnum kom bjarndýrið, sem greypti sig djúpt í hug hans. FINGRARÍM eftir Jón Árnason biskup. Hér kemur á markaðinn 3. útgáfa, Ijósprentuð, af Fingrarími Jóns Arnasonar biskups í Skálholti. Bókin var fyrst prentuð árið 1739, en síðan endurprentuð óbreytt 1838, og heitir fullu nafni „Dactylismus Eccleslasticus eður F.ingra-Rím, viövíkjandj Iíirkju Arsins Tím- um. Hvört, að afdregnum þeim rómversku tötrum gamla stíls, hefir sæmilegan íslensk- an búning fengið, lagaðan eftir tímatali hinu nýja. Fylgir og með ný aðferð að finna íslensk missiraskifti“. Af þessari litlu bók má örugglega læra hina fornu íþrótt fingrarímið. I bðkinni er fjöldi mynda af mannshöndinni, þar sem hver liður á fingrunum er merktur með bókstöfum og tölustöfum, svo auð- veldara sé að átta sig á þeim reglum, sem liggja til grundvallar fingrarími. . . . r Bókaverzlun Isafoldar í V V >:< V V V w w w w 3 9 V w w V w w w ►:< V w ►:< ►:< ►:« :< ♦ ►:< ►:< w ►:< w ►:< w ►:< .>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»:<»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»:l Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.