Vikan - 09.05.1946, Side 3
VIKAN, nr. 19, 1946
3
Sig. Skagfield,
óperusöngvari.
(Framhald af forsíðu).
leikhúsið varð að ráða annan leikara,
Eirki, frá Berlín. Félagar mínir við leik-
húsið, sem flestir voru nazistar, óskuðu
mér til hamingju með það að vera Skandi-
navi, vegna þess að nú væri Noregur orð-
inn þýzkur að fullu og öllu. Ég svaraði því
ekki, en spurði félaga minn: „Veiztu það,
að norrænu guðirnir munu hefna þess
grimmilega, að Þjóðverjar, sem eru 80
milljóna þjóð, skuli hafa ráðizt á óvopn-
aða þjóð, sem telur aðeins 2% milljón.“
Strax sama kvöld kom Gestapomaður, og
bað mig vinsamlega að koma með sér til
aðalbækistöðva Gestapo. Þar var ég settur
í járn í 24 klukkustundir. Síðan tók Gesta-
po mig til yfirheyrslu, og spurðu mig,
hvort ég hefði sagt að norrænu guðirnir
myndu hefna sín-o. s. frv. Ég var
spurður og spurður, og svo varð ég að
skrifa undir það, að það væru engir
„special“ norrænir guðir, sem myndu
Sigurður Skagfield sem Florestan í Fidelio eftir
Beethoven.
hefna sín á Þjóðverjum. Einnig var ég
neyddur til þess að skrifa undir það, að ég
skyldi aldrei segja neitt gegn „Þriðja rík-
inu“ og Gestapolögreglan í Oldenburg til-
kynnti mér, að ég myndi verða undir
ströngu eftirliti í framtíðinni.
n.
1943—1944 var ég ráðinn sem fyrsti
tenór við þýzka óperuhúsið í Osló. 1 leik-
húsinu var ég undir nokkurs konar eftirliti
áf öllu starfsfólkinu þar, því það var allt
æstir nazistar. Einnig var stjórn leikhúss-
ins, Zindler, Carsten, Frued og Winkler
Sigurður Skagfield sem Faust í Numberg 1943.
nazistar. Þeir urðu ríkari og ríkari á kostn-
að Norðmanna. Þetta sama ár 1943, var
mér skipað af þessum mönnum að tala að-
eins þýzku við norska embættismenn. En
ég svaraði því til, að á meðan ég væri í
Noregi, þá mundi ég aðeins tala norsku við
Norðmenn. Forstjórinn sagði mér þá, að
ef ég héldi þessu til streitu, þá myndi verða
litið á mig sem óvin ríkisins. Ég svaraði
því að ég hataði þýzka sosialismann af öllu
mínu hjarta, og að ég væri sannfærður um
það, að sameinuðu þjóðirnar ynnu sigur.
Forstjóri leikhússins hringdi strax á
Gestapo, og skipaði þeim að handtaka mig
vegna þess, að ég ynni á móti Þýzkalandi.
Þjóðverjar söfnuðu ýmsum gögnum á móti
mér, t. d. frá dönskum kórsöngvara, Lar-
sen að nafni, sem var brjálaður nazisti,
og skrifaði hann undir það, að ég væri einn
af verstu mótstöðumönnum nazista, sem
hann hefði nokkurn tíma þekkt, og eftir
það var ég hafður undir strangasta eftir-
liti, sem einn „af verstu föðurlandsvinun-
um“.
1944 var ég handtekinn af Gestapo, og
án nokkurra réttarhalda eða yfirheyrslna
var mér stungið í Grini. Mér leið vel þar,
vegna þess að ég kynntist nokkrum ágæt-
is Norðmönnum, og mér líkaði betur að
vera í fangabúðunum með þessum Norð-
mönnum, heldur en að syngja í þýzka
óperuhúsinu. 1 apríl 1944 var ég fluttur
til Þýzkalands með flugvél. Var mér ætlað
að vera í þýzkum fangabúðum, en með
hjálp góðra vina í Bavaría, sem voru engir
nazistar, heppnaðist mér að losna úr vist-
•inni í fangabúðunum, en varð að skrifa
undir eftirfarandi skilyrði. 1. Hrópa „Heil
Hitler“ tíu sinnum á dag. 2. Segja engum
það, sem ég hafi heyrt eða séð. 3. Ekki
skrifa bréf, nema póstkort. 4. Ekki fara
úr Þýzkalandi. Síðan fékk ég leyfi til að
halda áfram að leika sem óperusöngvari.
III.
1 september 1944 var ég handtekinn enn
einu sinni af Gestapo, vegna þess, að ég
Sigurður Skagfield sem Don Carlos, 1941 í Danzig.
komst yfir enskan bækling, sem einhver
hafði séð. En ég var aðeins sektaður um
100 Rm. af héraðsréttinum í Göttingen.
IV.
Sem vitað er, var öllum þýzkum leik-
húsum lokað í september 1944. Verkalýðs-
félagið í Göttingen skipaði mér að vinna í
skotfæraverksmiðju. En ég lýsti því yfir,
að ég myndi aldrei framleiða skotfæri eða
sprengjur, vegna þess, að ég væri íslend-
ingur, hlutlaus útlendingur. 3. febrúar
1945 kom Gestapomaður í hús mitt, Fried-
lánderveg 61 í Göttingen, og sagði mér að
ég væri óvinur ríkisins. Hann þóttist geta
sannað að ég hefði alltaf unnið á móti
„Þriðja ríkinu". Eftir stuttan tíma komu
tveir aðrir Gestapomenn og fyrirskipuðu
húsrannsókn. Þetta var framkvæmt, og
Framhald á bls. 14.