Vikan


Vikan - 09.05.1946, Síða 5

Vikan - 09.05.1946, Síða 5
VTKAN, nr. 19, 1946 Framhaldssaga 5 Ævintýri ■i s á Indlandi SKÁLDSAGA eftir J. A. R. Wylie. „Þetta er nú svo sem ekki neitt auðvelt fyrir veslings rajahen," mælti hún að iokum, meðan Stafford var að rannsaka herbergið. „I sannleika kenndi ég í brjósti um hann, þar sem hann stóð þarna, glaður og hrifinn, og ákafur eftir að við skemmtum okkur, en við stóðum eins og stein- gervingar. Segðu mér nú, John, er þetta í raun og veru svona mikill munur?“ Þetta var i fyrsta skipti, sem hún nefndi hann með fornafni, og á sama augnabliki stóð hann við hlið hennar og tók andlit hennar, lítið og með hryggðarsvip, milli handa sinna. „Hvað gerir svona mikinn mun? Hvað ertu nú að brjóta heilann um, vina mín?“ spurði hann. „Ö, það hefir alltaf valdið mér óþæginda,“ syaraði hún með þeim ákafa, sem sérkenndi hana svo mjög. „Og það heldur áfram að pína mig — allt þetta um mismun kynþáttanna. Hefir það i sannleika svo mikið að segja? Er aldrei hægt að jafna þann mismun?" „Nei, aldrei,“ fullyrti hann. „Og hann á fullan rétt á sér, og hver sá, sem fyrirlítur hann, á að mínu áliti sjálfur fyrirlitningu slálið." „Eru þá hinir innfæddu svo fyrirlitlegir ?“ spurði hún. „Ekki beint þeir, en þeir eru undir okkur gefn- ir. Þeir eiga ekki okkar menningu, og það, sem þeir geta af okkur lært, er eins og nokkurs kon- ar húð utan á þeim. í eðli sinu eru þeir latir, grimmir, samvizkulausir og lýgnir. Nei, það yrði aðeins til bölvunar, ef kynþættirnir blönduðust saman. Styrkleiki okkar hér í Indlandi er i því fólginn, að við lifum út af fyrir okkur eins og við værum einhverjar æðri verur. Meðan þeir viðurkenna það, munu þeir einnig hlýða okkur." „Það er þá vegna þess, hve hátt við erum sett, að aðeins trúboðar og yfirhöfuð þessháttar fólk skiptir sér nokkuð af hinum innfæddu ?“ „Það er mjög líklegt,“ viðurkenndi hann dá- lítið hikandi. „ösjálfrátt erum við fráhrindandi. Skilurðu það ?“ „Þú myndir aldrei vilja hafa neitt saman við 'þá að sælda ?“ „Nei, ekki ef ég gæti komizt hjá því.“ „Hún vatt sér undan handlegg hans og and- varpaði. „Þetta hljómar svo grimmdarlega," mælti hún. „Það er líka grimmilcgt,“ mælti hann og gekk með henni út í kvöldsólina. Augnablik stóðu þau þegjandi og horfðu á gamla bungalowinn. „Þetta er eiginlega einkennilegt," hélt hann áfram. „Foreldrar okkar komu hingað sitt úr hverri áttinni og hittast hér tii þess að deyja á sama stað og stundu, og við börnin áttum heima i Englandi án þess að þekkja hvort annað, en nú erum við komin hingað aftur og höfum fundið hamingjuna hvort hjá öðru.“ „Já,“ svaraði hún, „það er einkennilegt. Mað- ur gæti næstum því haldið, að gamli bungolow- inn hefði einkennileg áhrif á ör.lög okkar.“ Hann brosti. „Já, hérna var það, sem ég varð fyrst ástfanginn í þér.“ „Og hérna var það, sem ég uppgötvaði það fyrst," mælti hún hlæjandi og var nú allt í einu komin í sitt góða og glaöa skap. Hún stakk hendi sinni undir handlegg hans og þau gengu í hægð- um sínum heimleiðis. Er þau komu í námunda við húsið, sáu þau Carmichall ofursta og konu hans sitja á veröndinni. Lois nam staðar og leit á Stafford. ForSH iía * Margrét Caruthers og ® * Kristin Stafford eru fyrst einar í herbergi, en siðan flýja menn þeirra, Stefán og Harry inn til þeirra undan upp- reisnarmönnum. Harry skýtur konu sina, svo að hún falli ekki í hendur þeirra. Múg- urinn ræðst inn á þau. — Það er boð hjá Mrs. Carmichall, hún kynnir fósturdóttin- sína, Lois Caruthers fyrir Mrs. Cary. Staf- ford kapteinn 35 ára, hefi upplýst að ungi furstinn, Nehal Singh, 25 ára, er hámennt- aður maður. 1 musterinu hittir hann ó- vænt konu, sem villst hefir þangað inn, en Nehal Singh þekkir heiminn ekkert af eigln reynd. Beatrice Cary, sem hafði hitt furstann í musterinu, fer með Travers til miðdegisverðar ofurstans. Englendingarn- farið í boð til furstans. Faðir hans hefir sagt honum ljóta sögu af viðskiptum sinum og hvítra manna, en ungi furstinn hefir litið á þá sem hetjur. Faðir furstans þekkir, að Stafford er sonur fjandmanns hans. Lois og Stafford skoða herbergi það, er foreldrar þeirra dóu í. „Eigum við ekki heldur að segja það núna?“ spurði hún. „Það er enginn hjá þeim og það er miklu skemmtilegra að þau viti það. Þaú verða svo glöð.“ Stafford var undir eins til í það. „Jú, svo sannarlega. En láttu mig vera einan um það, ef þér fellur það eklú miður. Það vildi ég helzt." „Já, það er afbragð. Á meðan fer ég niður i garðinn eins og stundarfjórðung og klippi visn- aðar rósir. Meiru lofa ég ekki.“ Hún veifaði glaðlega hendinni til hans og hvarf niður eina hliðargötuna, en Stafford hélt áfram einsamall. Hann var í engum vafa um árangur- inn af samtali sínu við ofurstann. Lois var sinn eigin húsbóndi og Stafford vissi, að hann var í miklu áltiti hjá Mrs. Carmichall. Hann var ekki alveg eins viss um ofurstann — hann hafði stund- um eins og á tilfinningunni, að ofurstinn blátt áfram sneiddi hjá honum, eins og hann væri hræddur við hann, — en sú tilfinning eða hugs- un gat auðvitað ekki náð nokkurri át’t og var hlægileg. Og ofurstinn var ætíð mjög vingjarn- legur, svo að hann gat þá ekki haft mjög á móti honum, sérstaklega þar sem Mrs. Carmichall var á hans bandi. Þess vegna gekk hann upp á ver- öndina hughraustur og með svo léttum skrefum, að Mrs. Carmichall varð hans alls ekki vör. Henni brá svo mjög, er hann, hár og karlmannlegur, stóð frammi fyrir henni, að hún missti niður handavinnu sína. „Guð minn góður! Hvað þér gerðuð mig hrædda, Stafford kapteinn," hrópaði hún. ,,Eg hélt að það væri einhver þorpari, sem hefði læðst hingað til þess að myrða okkur! Nú, góðan dag! Má bjóða yður tebolla? Við vorum að enda við að drckka, en ég get svo sem fengið mér einn bolla í viðbót og verið yður til skemmtunar." „Nci, kæra þökk,“ svaraði Stafford og heils- aði ofurstanum. „I sannleika sagt hefði mér aldrei dottið i hug að eyða tíma ykkar með al- mennri heimsókn, en í raun og vcru hefi ég mjög alvarlegt málefni að tala um við ykkur, ef þið hafið tima nokkur augnablik." „Já, hjálpi mér,“ mælti ofurstinn, „annað hvort láta hrökkva eða stökkva." Stafford leit undr- andi á hann. Það virtist eins og ofurstinn ætti von á einhverju óþægilegu, sem hann hefði lengi bú- ist við. „Ég veit ekki, hvort það, sem ég ætla að segja yður, kemur yður á óvart," hélt Stafford áfram um leið og hann settist „Það er viðvíkjandi fósturdóttur yðar, Carmichall ofursti." „Nei, í sannleika kemur mér það eklú á óvart,“ fullyrti Mrs. Carmichall ofurlítið fyrirlitlega. „Þetta hefi ég vitað löngu á imdan yður, Stafford kapteinn." „Jæja, það gerir málið enn þá auðveldara," mælti Stafford og hló. „Þá þarf ég ekki að skýra nánar frá því að ég elska Lois og það er mín heitasta ósk og þrá að gera hana að eiginkonu minni." „Það er líka annar, sem ekki síður þráir það heitt og innilega, eftir því sem mér sýnist á angistarfullu andlitinu, sem ■ gægist þarna út á milli rósarunnanna," sagði Mrs. Carmichall, sem ekki gat dulið gleði sína. „Já, Stafford kapteinn! Hvað mig snertir, get ég ekki óskað Lois betri eiginmanns — ellegar yður betri konu. Hvað segir þú, Georg?" Ofurstinn færði sig órólega til á stólnum. Þessi frétt kom honum augsýnilega ekki á óvart, en hann var ekkert glaður á svipinn. „Ef Lois óskar þess, mun ég ekki leggja neinar hindranir í veg fyrir hamingju hennar," mælti hann að lokum seinlega. „Eruð þér sjálfur mótfalliim þessu, herra ofursti?" „Ég? Nei, hamingjan góða!" flýtti hann sér að segja. Nú varð þreytandi þögn um stund og Stafford og Mrs. Carmichall litu undrandi hvort á annað. Auðsjáanlega var ofurstinn töluvert taugaóstyrkur og hann hallaði sér áfram í sæt- inu, svo að ekki sást i andlit honum. „Ég er ekki agnar ögn mótfallinn þessu, en — eh — mér finnst það skylda min áður en nokkru er slegið föstu, að — eh — segja yður dálítið, bæði yðar sjálfs vegna og Lois, nokkuð, sem — eh — mér hefir ekkl fundist nauðsynlegt að segja öðrum. Þér skiljið — það er skylda mín bæði gagnvart Lois og yður.“ „Já, auðvitað,“ mælti Stafford hálf utan við sig. Hann vissi ekki hvers vegna, en hann var allt í einu orðinn hræddur eins og ofurstinn. „Nei, veiztu nú hvað, Georg," mælti Mrs. Car- michall gremjulega. „Maður skyldi ætla að þú værir í þann veginn að ljósta upp einhverju ógurlegu fjölskyldu-leyndarmáli eins og þú talar.“ Ofurstinn reyndi að brosa. „Já, það er víst líka ósköp heimskulegt af mér — en málið stend- ur í sambandi við mjög sorglegan atburð i lifi mínu. Stafford kapteinn, bezti vinur minn, Stev- en Caruthers, átti engin börn. Litla stúlkan, sem hann samkvæmt arfleiðslusltrá sinni, fól mér á hendur að annast og sjá um, var ekki dóttir hans, og ég hefi aldrei getað grafið upp, hvers dóttir hún er í ráun og veru. I arfleiðsluskrá sinni talaði hann um hana sem fósturdóttur sína, sem ætti að bera nafn hans, og ef hann eignað- ist ekki börn sjálfur, átti hún að erfa hin miklu auðæfi þeirra hjónanna. Meira get ég ekki sagt yður, því að sjálfur veit ég ekki meira.“ „Jú, dálítið veiztu nú meira," mælti Mrs. Car- michall, „og það er, að í báðar ættir er Lois af góðu fólki komin. Það sagði Steven Caruthers mér sjálfur." „Já, satt er þetta; þessu gleymdi ég. Hann fullyrti við mig, að í báðar ættir væri hún af góðu, já, jafnvel tignu fólki komin, og að hann hefði tekið hana til fósturs vegna þess að hann stæði í mikilli þakkarskuld við föður hennar. En

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.