Vikan


Vikan - 09.05.1946, Blaðsíða 8

Vikan - 09.05.1946, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 19, 1946 Skuggar fortíðarinnar! Teikning eftir George McManus. Rasmína: Pinnst þér ekki, að við höfum fengið dásamlega matreiðslukonu ? Ég er búin að ráða kjallarameistara, svo hún þurfi hvergi að vera nema í eldhúsinu. Gissur: Hún býr til prýðilegan mat og ég vona, að hún verði lengi hjá okkur. Aðkomumaður: Ég heiti Heimson — ég er nýi kjallarameistarinn. Rasmína: Það er dásamlegt! Látið þér bara eins og þér séuð heima hjá yður. Maðurinn minn fylgir yður fram í eldhús og kynnir yður fyrir matreiðslu- konunni. Gissur: Kamilla, ég ætla að kynna yður nýja kjallarameistarann. Kamilla: Afsakið augnablik, húsbóndi góður! Kjallarameistarinn: Kamilla! Þú hér? Kamilla: Hemsi! Eiginmaðurinn minn fyrrver- andi — óþokkinn sá! ' Gissur: Ósköp er að heyra þetta! Gissur: Komdu og hjálpaðu mér! Kjallarameist- arinn stökk út um gluggann og matreiðslukonan féll í yfirlið! Rasmína: Hvað er þetta! Hvemig stendur á þessu ? Gissur: Fljót! Kallaðu á hann Bonna garðyrkju- mann, hann verður að hjálpa mér — þetta er þyngsti kvenmaður, sem ég hefi lyft frá jörðu! Rasmína: Bonni! Komið þér hingað, fljótt! Kamilla: Bonni! Fyrrverandi maðurinn minn! Bonni: Kamilla! Aðkomumaður: Ég þarf að líta á raf- magnsmælinn! Rasmina: Matreiðslukonan okkar var að enda við að henda manni út — þér verðið að hjálpa okkur! Kamilla: Þriðji eiginmaðurinn! Talaðu mannfífl! Þriðji eiginmaðurinn: Kamilla — ég — ég —.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.