Vikan - 09.05.1946, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 19, 1946
11
^mmimmmimmimiimmhimmiiiimimmmmimiiiihmmmiiiiiiimiiimii
mimiiiMMmtimiimtMmMMmMiiiHiMttmmmmmmmMMmiimiHii
32
Framhaldssaga:
imiiiiiMinmiiiiiiMMimiUMu
Ættfaðirinn
Eftir NAOMI JACOB.
■mMiiMimmii
miimmmmiiiiMiiMimiiMiiMiiMMiiMiiiimiimiMiiiiiimiimmmimimmiinimiimiMmi
„Ég hefi fengið nýjan nemanda," sagði fröken
Brightwin, dag nokkum. „Mjög göfuga konu —
hvorki meira né minna en Dietrich prinsessu."
„Dietrich prinsessu ?“ át hann upp eftir henni,
og allt i einu mundi hajnin, að hann hafði ekki
séð hana síðan á hirðdansleiknum, þegar hann
hélt Caroline í síðasta sinn í faðmi sér. Minning-
in um þann atburð vakti hjá honum sorgartilfinn-
ingu. Caro var horfin, og hann hvorki vissi né
þorði að spyrja, hvert hún var farin. Hún hafði
valið að fara ein leiðar sinnar, og eftir fyrstu
örvæntingarköstin hafði hann smátt og smátt
sætt sig við það, sem komið var. Caro taldist til
fortíðarinnar, og það gerði Emanuel sér fyllilega
ljóst, þótt það væri honum sársaukafullt. En hann
var ungur og æskan yfirvinnur ætíð vonbrigði,
af þessu taginu. Pramtíðin blasti við honum, björt
og fögur.
Þar sem hann sat þama • i herberginu, sem
var yfirfyllt af skrautöskjum, ullarábreiðum,
klunnalegum húsgögnum úr hnotuvið og ymsum
smámunum, er hvorki voru snotrir né höfðu nokk-
urt listrænt verðmæti, fann Emanuel til eftirvænt-
ingar, þegar hann heyrði nafn Marie Dietrichs.
Að vísu reyndi hann ekki að blekkja sjálfan sig,
hann vissi, að henni geðjaðist að honum af þvi,
að hann snerti einhverja rómantíska strengi í sál
hennar. Honum var ljóst, að hún var ekki sérlega
gáfuð kona, þótt hún væri skemmtileg, en hann
var það ungur, að hann var hreykinn — á móti
vilja sínum — af þvi, að hún skyldi muna að
hann fékk kennslu í ensku og gera sér þá fyrir-
höfn að fá að vita, hvar það var. Hún vildi sjá
hann aftur, því að hún laðaðist að honum á ein-
hvern rómantískan hátt!
Caroline Lukoes hafði kastað honum frá sér, en
Marie Dietrich vildi hitta hann aftur. Hann var
ungur, fríður og hræðilega tilfinninganæmur fyrir
lítilsvirðingu, sem honum var sýnd. En sú hugs-
un, að hin fagra, aðlaðandi og eftirsótta kona,
prinsessa Dietrich, óskaði, að þau héldu áfram
daðri sínu, var eins og græðandi smyrsl á sært
hjarta hans.
Hann sneri sér brosandi að fröken Brightwin.
„Eg þekki prinsessuna litið eitt. Ef til vill mynd-
uö þér leyfa mér að hitta hana einhvern tíma
hjá yður? Hennar hátign hefir verið mjög vin-
gjarnleg við mig; hún er mjög fögur og ,“ — hann
brosti, „það er alltaf skemmtilegt að hitta að-
laðandi fólk.“
„Mér er það síður en svo á móti skapi, að þér
hittið prinsessuna hérna,“ hún brosti framan í
hann. „Hún kemur í fyrstu kennslustundina ekki
á morgun heldur hinn daginn.“
„Þá á ég einnig að koma,“ sagði Emanuel.
„Prinsessan verður hér klukkan fjögur, en þér
eigið að koma klukkan hálf fimm. Segjum þá, að
þér komið tuttugn minútur yfir fjögur, og þá á
Annie að tilkynna mér komu yðar. Það mun veita
prinsessunni tækifæri til að biðja um að heilsa
yður — ef hún kærir sig þá um það.“
Þegar Emanuel kom að húsi Marion Brightwin
hinn umrædda dag, var hann í mjög góðu skapi.
Hann hafði vandað klæðnað sinn, sem var nú,
eins og ætíð, samkvæmt nýjustu tízku. Hann
var að vísu hræddur við, að hann myndi vekja
of mikla athygli og þykja hlægilegur í þessum
víðu, köflóttu buxum, stutta jakka og með þetta
litskrúðuga hálsknýti, bundið um háan flibba.
Áðru en hann fór að heiman, gekk hann inn í
myndasalinn, þar sem Simon var að vinna. Ditli
maðurinn leit upp og rýndi á hann í gegnum
þykk gullspangagleraugun.
„Emanuel," hrópaði hann. „I hverju ertu?“
„Þetta er nýjasta tízkan, Simon minn. Ég kom
til að sýna þér mig og til að hlýða á viðurkenn-
ingu þína eða aðfinnslur." Hann var hreykinn,
þegar hann sýndi honum litla, kringlótta hattinn.
„Verður þú móðgaður, þótt ég segi, að þú gerir
mig næstum því hræddan, Emanuel. Það var eitt-
hvað virðulegt við síða jakann, háa hattinn og
þröngu buxumar. Þetta — er spjátrungslegur og
ljótur búningur." Cohen andvarpaði. „Þetta ber
vott um aldarandann, sem ríkir núna.“
„Þetta getur vel verið," svaraði Emanuel bros-
andi, „en samt vil ég heldur drepast en ganga með
hatt frá fyrra ári. Vertu sæll, Simon!"
Hann kom að húsinu og var vísað inn í stofuna.
Marie Dietrich — klædd samkvæmt tízku, sem
hafði verið innleidd af Mettemieh furstafrú, því
að furstafrúin hafði sagt „krinolinunum" strið á
hendur — rétti honum hönd sína, sem hann beygði
sig djúpt yfir. Augu þeirra mættust, og hann
fann gleðistraum fara um sig allan, þegar hann
sá hina ljósu fegurð hennar.
„Það gleður jnig að sjá yður aftur, herra
Gollantz!"
„Það er mér mikill heiður, yðar hátign."
„Þessi kona,“ hún kinkaði kolli til fröken
Brightwin, „hefir verið svo vingjarnleg að reyna
að kenna mér að tala ensku.“
Marion Brightwin roðnaði lítið eitt i kinnum.
„Það er enginn vafi á því, að yðar hátign munið
taka skjótum framförum."
Emanuel var það ljóst, að Marie ætlaði að vera
eins skemmtileg og henni var framast unt. Hún
talaði fjörlega um París, þaðan sem hún var ný-
lega komin; hún sagði sögur um Mettemich,
fögru keisarafrúna og glaðværðina við hirðina.
Marion hlustaði hugfangin, augnaráð hennar
hvildi á litlu, hvítu höndunum, sem vom á lát-
lausu iði, skrautlegu fötunum og sk’artgripunum.
Emanuel hlustaði glaður á hana, en var þó vel
á verði. Hann vissi, að Marie var ákveðin að
reyna að ná valdi yfir honum, og hún leitaðist við
á allan hátt að vera skemmtileg og virðast mikill
listunnandi.
„„KrinoIinin“ em dauð — ég var við útför
þeirra og var það sönn ánægja fyrir mig, því að
ég hefi alltaf hatað það, sem er án listfræðilegrar
fegurðar. Paris er töfrandi, en allt, sem er yndis-
legast, telst þó til fortiðarinnar." Þannig óð hún
elginn og sparaði ekki spakmælin.
„En hvað hún getur talað, en sagt þó lítið í
raun og vem," hugsaði Emanuel. „En falleg er
hún.“
Hún hélt áfram að tala um austurrisku keisara-
hirðina, og í fyrstu var hún mjög orðvör, en
síðar tók hún að tala um hana með meiri hrein-
skilni. Hún ræddi um keisarann og yppti öxlum
yfir kulda hirðlífsins. Talið barst að keisara-
drottningunni og sagði Marie, að hún væri vitur
sem kona, en heimsk sem keisarafrú.
„Hvernig á að skilja það, yðar hátign?" spurði
Emanuel.
„Hún elskar frelsið," svaraði Marie og mætti
augnaráði hans, sem hún hélt föstu með undra-
verðri þrjózku. „Það á vel við konuna, því að
hún verður eins og eiginmaðurinn að hafa frelsi
og rétt til að elska — þegar hún er ástfangin af
einhverjum. En ef maður elskar frelsið, er ótækt
að giftast keisara. Það er mjög heimskulegt. Að
vera keisarafrú og um leið frjáls — er ógjörn-
ingur eða að minnsta kosti erfitt."
„Þér eigið við, að konur eigi að vera frjálsar
— þegar þær verða ástfangnar?"
„Þegar slíkt hendir þær, má drottinn vita, hvað
þær gera og ganga langt." Henni virtist vera
fullkomin alvara. Enn þá einu sinni varð Emanúel
hugsað til Caro. Þau höfðu oft rætt um ástina,
en aldrei með svona mikilli alvöru og hræðilegri
ákveðni. Þetta var hættulegur leikur, sem fór
þarna fram á milli þeirra.
Litla klukkan á arinhillunni sló fimm högg.
Marie þaut upp með lágu ópi. „Klukkan orðin
fimm, og ég héma ennþá! Hvað hugsið þér um
mig fröken Brightwin, þegar ég tek svona tim-
ann frá herra Gollantz?"
„Verið rólegar, yðar hátign, ég hefi lært svo
mikið mn heiminn á þessum hálftima."
„Hann hefir lært að slá gullhamra, er ekki
svo?“ spurði Marie fröken Brightwin, en hélt
síðan áfram og pataði ákaft: „Hvemig á ég nú
að komast heim ? Ætli það sé hægt að ná í vagn ?
Ég sendi ökumanninn minn í burtu, þegar ég kom,
þvi að ég vissi ekki, hvað ég yrði hér lengi."
„Ég er bezti þjónninn í allri Vín,“ sagði Emanú-
el og þaut út. Að fáum mínútum liðnum kom hann
aftur með þá frétt, að hann hefði náð í vagn.
„Þér komið aftur og fáið kennsluna hjá mér,
þegar þér hafið fylgt prinsessunni út í vagninn,"
sagði fröken Brightwin.
Emanuel hristi höfuðið: „Ég get það ekki, því
að ég verð að fara heim og afgreiða einn góðan
viðskiptavin rninn."
Marie, sem þóttist vera áhugalaus, spurði, hvort
hún mætti láta aka honum heim, — vagninn færl
hvort sem væri þar fram hjá. „Það er mér að
kenna, að þér urðuð af kennslunni, og þá verð
ég að reyna að gera einhverja uppbót."
1 vagninum sat Emanuel þögull og lét hendum-
ar hvíla á gullreknum stafnum, en Marie hallaðí
sér aftur í horninu.
„Emanuel", sagði hún að síðustu. „Þér hafitt
breytzt."
Hann sneri höfðinu og brosti til hennar: „Það
er ekki nein alvarleg breyting, hún er aðeins á
yfirborðinu."
Hún andvarpaði aftur. „Ég hefi saknað yðar."
„Jafnvel í París?"
„Skiptir nokkru máli, hvar maður er?“
„Nei, það getur verið." Hann rétti fram hönd-
ina og lagði hana á hönd hennar. „En hvað hönd
yðar er mjúk og fíngerð!"
Hann sat og horfði á hana. „Það er dásamlegt
að aka aftur með fagurri konu,“ hugsaði hann
með sér. En hvað konur gátu verið aðlaðandi
með mjúkt, ilmandi hár og smágerðar, sléttar
hendur. Rödd hennar var fögur, þegar hún talaði
ekki of hratt. Hún var ímynd fegurðarinnar og
auðæfanna og það hvort tveggja hafði mikil áhrif
á hann. Bros hans varð breiðara.
„En hvað það er dásamlegt að vera aftur með
yður, yðar hátign!"
„Marie," hvíslaði hún. „Fyrir yður er ég aðeins
Marie, Emanuel."
Aftur varð þögn um stund. Hann þrýsti hönd
hennar fastar. „Theodore er ekki heima — hann
fór til Egyptalands eða Sýrlands, þar sem er heitt
og söndótt," sagði hún hirðuleysislega, að því er
virtist.
„Þér eruð þá einar heima?"
„Já, ég hefi verið hræðilega einmana. 1 kvöld