Vikan - 09.05.1946, Page 15
VIKAN, nr. 19, 1946
15
PÓSTURINN Framhald af bls. 2.
Svo kystust þau. FaSmlaga bundust í bönd,
og blikuðu á kinnunum tár.
Og fuglamir sungu á fagurri strönd,
því friðsæl var nóttin og klár.
Heim til sín augunum harmþrungnum rendi,
heiðskír í fyllingu máninn þá sendi
ástblíða geisla frá uppheimsins leið,
þá elskendur kvöddust um miðnæturskeið.
Að morgni, þá sólin var stigin úr mar,
þá sungu við lúðurhljóð há.
Lautinant Hjálmar með liðinu var,
og ljómandi vopninu brá.
„Ég kveð þig nú faðir, ég kveð þig nú, móðir,
ég kveð ykkur öll, bæði systir og bróðir.
Ég kveð þig nú ástmey, þótt kvöl sé það hörð.
Ég kveð þig nú indæla feðranna jörð."
Og áfram við stríðlúður hljómföllin há,
herinn í fylkingu tróð.
Hraðskreiður flotinn, um báruna blá,
brunaði að frakkneskri slóð.
Þar sem framtiðin blasti, með böli og sáram,
brennandi kúlum og ástvina tárum.
Og enginn gat vitað, hvort ætti hann þá
aftur sitt margþráða fósturland sjá.
Og sjö voru árshringar útrunnir þá,
er endaði styrjöldin löng,
og Noregur lyfti sér flóðinu frá,
og fáninn var dreginn á stöng.
Glaður og sæll var þá Hjálmar í hjarta,
hann hugaði að faðma að sér unnustu bjarta.
En örlögin fara ekki eftir þvi grand
hvernig elskendur gylla sitt draumanna land.
Um alstimda nóttu að norrænni grund,
þeir náðu svo allir um síð,
og allir svo glaðir og léttir í lund,
því liðin var hernaðartíð.
Og Hjálmar sér flýtti með fagnandi hjarta
að finna í kofanum unnustu bjarta,
þá blundaði foldin 5 friðsælli ró,
og fuglamir kvökuðu í blómguðum skóg.
Þá tjóðraði hann hest sinn, og hljóðlega gekk,
að húsinu og barði á dyr,
og vonglöðum augum þar einn sá hann rekk,
sem með andlit í glugganum spyr:
„Hver er það nú, sem um nótt er að fara?“
„Nafn mitt er Gyldenkrans", Hjálmar þá svarar,
„ég leita eftir unnustu, er átti ég hér,
upplýsing bið ég að veitir þú mér.“
„Svo er það hann Hjálmar, þú velkominn vert,
frá vopnanna hortugu þraut;
en það get ég sagt þér, að Hulda er ei hér,
því hún er á veglegri braut.
Foreldrar hennar nú sálaðir sofa,
hún sést ekki lengur í fiskimanns kofa.
Með Rósinkrans greifa og gæfunnar hag
gefin í hjónaband var hún í dag.“
„Ó líknsami guð! sem að læknar öll mein,
nú logar mitt hjarta af kvöl.
Heimskauta milli nú mey er ei nein,
sem mýkir það hugarins böl.
Ástkæra, Hulda, þú hefir mig svikið!
Það hjarta, sem þig hefir elskað svo mikið.
En til þess að sjáir þú svikanna gjöld,
með sverði þinn brúðguma myrði’ eg í kvöld."
Með tíðindi þessi svo brott reið hann brátt,
um bjarkanna niðdimmu göng,
af spretti svo dundi í hofinu hátt,'
og hljóðið í skóginum söng.
Af fjörugu spili svo heyrði hann óminn
og hvarvetna blasti við skrautið og ljóminn.
Hann svitnaði um ennið, til sviða hann fann,
er hann sá inn um dyrnar á skrautlegum rann.
Þar staðnæmdist Hjálmar og horfði í hring,
því að hugurinn blindaði sjón,
og þessu næst dró hann af hendinni hring,
frá Huldu, er bjó honum tjón.
1 hjartanu minningar blíðlegar brunnu,
og blóðlituð tárin um vanga hans runnu,
með brúðarkrans fagran hann brúðurina sá,
við brúðgumans síðu í skrautinu gljá.
Að síðustu taktu nú hringinn þinn hér,
bem á hendinni ávallt ég bar.
1 gröfina þarf ekki að grafa hann með mér,
því gull er til ónýtis þar.
En hafirðu samvizku er leiði þú lítur,
þá loga af kvölum og blikna þú hlýtur,
að ströndinni fögru þar svífur þín sál,
er siðast við töluðum skilnaðarmál.
Brúðirin unga í öngviti brátt,
ofan úr sætinu skali.
Hann tók þegar kransinn og- tætti hann i smátt,
yfir tálinu hugurinn svall.
Boðsmönnum flestum var flúin öll kæti;
hann flýtti sér þegar að brúðgumans sæti;
og síðan með tryllingi brandinum brá,
unz blóðugur halur á gólfinu lá.
Svo veitti hann sér helsár og bliknaði brá,
og boðsfólkið þusti úr rann;
en læknirinn ráðþrota rýndi á þá,
því hann rekkana viðskila fann.
Þá vaknaði Hulda úr öngviti aftur,
og óvæntur beið hennar forlagakraftur,
þá bliknuðu kinnar, er báða hún sá,
brúðguma og unnusta helvegi á.
En aldraðir foreldrar særðir af sorg,
yfir syninum önduðum þar.
En Hjálmar var fluttur að feðranna borg,
þar sem faðir ha’ns Gyldenkrans var;
þar átti hann að geymast unz gröfin hann byrgði,
grátþrungin Hulda hann beisklega syrgði;
en þegar að morgni var lýðnum það ljóst,
að lá hún þar dauð við hans stimaða brjóst.
Á líkinu hendinni hélt hún um háls,
en að hjarta sér þrýsti hans mund.
Á fagurri ströndu söng fuglinn svo frjáls
sem forðum á skilnaðarstund.
1 gröfinni saman þau sofa á beði,
en sagnimar lifa um unað og gleði,
er elskendur lenda af örlaga sjó,
að endaðri lífstíð i friðsælli ró.
Ralvélaverkstœdi
Halldórs Olafssonar
Njálsgötu 112. — Sími 4775..
Framkvæmir
allar viðgerðir á rafmagnsvélum
og tækjum.
Kafmagnslagnir í vcrksmiðjur
og hús.
Slipplélagið
í Reykjavík h.l.
Símar: 2309 — 2909 — 3009.
Símnefni: SI i p p e n.
SELJUM:
Áragafla Heflar (Stanley) Smekklásar
Áttavlta 4” Hengilásar Skrúfur
Bandsagarblöð Hjólsagarblöð (galv., kopar,
Bátshaka Kalt lím ógalv., nickel)
Blý Lamir, allsk. Stálbik
Brýni Maskínuboltar Stálborar
Borðaboltar Málning allsk. Tengur
Cubrinol Málningapenslar Hrátjara
Dekkboltar Kiflar Koltjara
Drifakker Skápaskrár Tin
Fernisolía Skóflur Twistur
Franskar skrúfur Sköfur Vatnstrekkjarar
Galv. Boltajárn Smergilléreft Vatnspappír
Gúmmístakliar Skífur Þjalir
Hampur o. m. fl.