Vikan


Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 4, 1947 slðasta hugsun hennar var eins og svo oft áður: „Ó, að ég hefði aldrei hitt Eugene." Síðar um morguninn, þegar hún var komin á fætur, mjög föl með dökka bauga í kringum augun, var líún búin að taka ákvörðun sína. Hún ætlaði að giftast Sir John Hhys. Eugene varð að hverfa út úr lífi hennar. Sir John hélt litla matarveizlu kvöldið eftir á Shepheards. Gestirnir voru Herewards-, Conyers- hjónin og Bill Renton. Helen, dóttir lávarðshjón- anna hafði farið til Alexandríu. Wanda var óvenju yndisleg í gula „tyll“-kjóln- um. Hún var alvarleg á sv^pinn, en ef einhver hefði gefið henni nánari gætur, hefði hann orðið var við óróa í henni, sem jókst um allan helm- ing þegar Sherry kom inn í salinn með Elm ofursta. Hann hafði þá ekki farið heim til sin! Wanda kreppti hnefana undir borðröndinni. Sherry! Hann var svo leyndardómsfullur og ó- útreiknanlegur — hún skildi hann ekki og vissi ekki hvað hann vildi, en hann hafði þó komið upp um sig við hana. Það tarð ekki aftur tekið það, sem hann hafði sagt við hana um kvöldið á Mena House. Rachel var líka æst, en þó óvenju glæsileg í kvöld. Hún hafði samt ágætt vald á sjálfri sér. Hún var fálátari en venjulega — en einhver virðuleiki yfir henni — hún bar fagurt höfuðið hátt og i kringum rauðar varirnar voru drættir, sem báru vott um viljafestu. Hún hafði sigrazt á þeim veikleika, sem náði tökum á henni um morguninn —- hún hafði valið rétta leið, leiðina að virðulegri stöðu í mannfélaginu og auðæfum — og hún ætlaði ekki að hætta við þá ákvörðun sína. Eugene tilheyrði aðeins þætti úr lífi hennar — þætti, sem nú var lokið og gleymdur. Það var kátt og fjörugt við borðhaldið, mat- urinn og vínið afbragðs gott. Síðan var drukkið kaffi úti á svölunum og hlustað á hljómsveitina. Sherry og vinir hans komu út og stönzuðu til að heilsa þeim. Sir John neyddist því til að bjóða þeim sæti. Þeir þáðu það og aftur kreppti Wanda hnefana undir borðplötunni. Hereward lávarður beindi fljótt umræðuefn- inu að spilaklúbbnum. „Hafið þér komið þar síðan?“ spurði Rachel. Hann sagðist hafa verið þar tvisvar—þrisvar sinnum og bætti síðan við: „Ég hefi bókstaflega verið rúinn inn að skinn- inu þar. Mér er næst að halda að það sé ekki allt heiðarlegt í þessum klúbb.“ „Ég hefi aldrei orðið var við það!“ mótmælti Elm ofursti. „Ef til vill svarar það ekki kostnaði að ,,rýja“ yður, Elm," sagði Sherry. „Nei, það er ekki mikið á mér að græða,“ varð Elm að játa. „Hafið þér tapað miklu?" spurði Bill Renton Hereward lávarð. „Já, mikilli upphæð! En látum það nú vera! Ég get bara ekki þolað unga Frakkann. Ég er viss um að það eru einhver brögð í tafli.“ „Áttu við „eir-Appolloinn“ okkar?" spurði frú Hereward. „Já, fljótt á að lita virðist hann aðeins vera yfirþjónn, en ég held að hann sé annað og meira en það. En auðvitað á maður alltaf slikt á hættu á öðrum eins stöðum og þessum.“ „Ungi maðurinn er alveg ótrúlega fallegur," sagði frú Hereward, „þetta er mesta skömm. Það ætti einhver að reyna að bjarga honum frá því að fara í hundana, því að það gerir hann áreið- anlega, ef það er satt, sem Henry segir." „Ég er hrædd um að það sé örðið um seinan," sagði Elm ofursti. „Hann lítur út fyrir að vera forhertur svikahrappur — þar er ég sammála manni yðar.“ Rachel sat grafkyrr. Sherry var litið á hana, en leit óðara af henni aftur um leið og hann sagði: „Ég held að sá ungi maður ætti að geta passað sig sjálfur. Og hann hefir auðsjáanlega valið sér starfið og fólk, sem hann vill umgangast. Hann hefir lagt lag sitt við Ninette." „Hver er þessi Ninette?" spurði frú Hereward. „Það er bezt að segja sen minnst um þann kvenmann —“ augu Sherrys hvíldu aftur sem snöggvast á fölu og hreyfingarlausu andliti Rachelar — „við megum ekki gleyma að hér eru svo miklir sakleysingar viðstaddir." Sherry gaf Bill og Wöndu hornauga. „Við Wanda þökkum," svaraði Bill og hló. Wanda starði spyrjandi á Sherry, en hann þótt- ist ekki Sjá það. Samræðurnar héldu áfram, en allt í einu hrópaði frú Conyers: „Er eitthvað að yður Rachel?" Allir litu á Rachel, sem var orðin náföl. „Drekkið þetta," sagði Bill og rétti henni koní- aksglas. Rachel dreypti á þvi, brosti og sagðist hafa fengið svima yfir höfuðið. Hitinn væri svo mik- ill, en nú væri þetta liðið hjá. Bill og Sir John voru áhyggjufullir, en hin full meðaumkunar — það er að segja að einum und- anteknum. Sherry horfði pireygður á og það var sami kuldasvipurinn á andliti hans. Wanda sá það og furðaði sig á því. Hún vildi að hann hefði ekki verið svona, því að það olli henni óróleika. Og hún vonaði að Rachel hefði ekki veitt þessu athygli. Rachel æddi fram og aftur um gólfið í svefn- herberginu sínu. Hún var í náttkjól og var ber- fætt. Ljósgult hár hennar hrundi niður um axlirn- ar, augun voru tryllingsleg og hendurnar kreppt- ar. Hún var í hæsta máta ægileg ásýndum — eins og yfirnáttúrleg vera, sem boðar skelfingu og dauða. En hún var fögur í tryllingi sínum, þó hefði flestum brugðið illa við að sjá hana. „Eugene! Eugene!" öll viturleg áform hennar voru rokin út í veður og vind. Orð Sherrys um kvöldið höfðu fengið mikið á hana. Rachel hafði verið að þvi komin að missa valdið yfir sjálfri sér í klúbbnum. En nú fékk allt útrás. Ást hennar á Eugene og þráin éftir honum kom svo mlklu róti á huga hennar að hún gat ekkert viðnám veitt. Hún var líka ærð af afbrýðisemi — afbrýðisemi, sem hún hafði haldið að hún gæti ekki átt til. Henni fannst hún ætla að kafna af skapofsanum og hjarta hennar sló óreglulega. „Hann liefir lagt lag sitt við Ninette!“ Einhverja götustelpu, alræmda stúlku — það var svo sem sama hvernig eða hver hún var. Eugene dáði hana! Eugene! „En þíi elskar bara mig, bara mig, Eugene! Gat hún efast um það? En hvers vegna gerði hann þá þetta?" Mamman: Ég var alveg á móti því, elskan, að þú keyptir þessa byssu handa honum. Ég er svo hrædd um, að hann geti meitt sig á henni. Pabbinn: Ég ætlaði að taka hana frá honum aftur, en hann vill ekki sleppa henni. « Pabbinn: Það er bezt að reyna að ná henni, meðan hann er að hugsa um annað. Mamman: Fljótur, vinur, áður en Lilli snýr sér við! Lilli: Da! Pabbinn: Nú þarf að fela byssuna! Pabbinn: Einhver er að koma, við skul- um fara til dyra. Aðkomumaðurinn: Ertu með á skotæfingar? Pabbinn: Vertu fljótur að hverfa með þessar' byssur. Drengurinn má ekki sjá þær!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.